Innlent

Tvö hundruð bíða greiningar

Um 200 börn bíða greiningar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vonir standa til að jafnvægi verði komi á biðlistann eftir tvö ár. Aldrei hafa fleiri greinst einhverfir en nú.

Greiningar- og ráðgjafarstöðn ríkisins er tuttugu ára um þessar munir. Á stöðinni fer fram greining á eðli og umfangi fötlunar og ráð fundin til þess að minnka áhrif hennar á líf barnsins til framtíðar. Biðin er nokkrir mánuðir fyrir yngstu börnin en upp í tvö ár fyrir þau elstu. Unnið er að fjölgun starfsfólks hjá greiningardeildinni og hófst það verkefni í fyrra en og mun árið 2008 hafa tólf bæst í starfsmannahópinn. Ekki er hlaupið að því að ráða fólk til starfa þar sem erfitt getur verið að fá fólk með sérþekkingu vegna þess hversu fáir þeir eru.

Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningarstöðvarinnar, segist sjá fram á að jafnvægi verði komið á biðlistann eftir tvö ár. Dæmi eru til að foreldrar sem hafi meiri fjárráð fari framhjá greiningarstöðinni vegna biðtímans. Það er þó ekki mikið framboð á slíkri þjónustu á markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×