Innlent

Engin samræmd stúdentspróf í vor

Engin samræmd stúdentspróf verða í vor. Menntamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu á þingi um að samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum verði lögð niður í núverandi mynd. Starfshópur sem menntamálaráðherra setti á laggirnar var sammála um að leggja ætti niður núverandi fyrirkomulag á samræmdum stúdentsprófum og kanna ætti möguleikann á að tekin yrði upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf.

Niðurstaða starfshópsins er að mati nemenda mjög ánægjuleg en framhaldsskólanemar hafa frá upphafi verið á móti samræmdu stúdentsprófunum og hafa mótmælt þeim með ýmsu móti, meðal annars með því að skila þeim inn auðum. Sigurður Kári Árnason var fulltrúi nemenda í starfshópnum. Hann segir niðurstöður starfshópsins sigur fyrir framhaldsskólanema og sýna hvaða árangri er hægt að ná ef allir hagsmunaðilar eru hafðir með í ráðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×