Innlent

Rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Slökkviliðsmenn mótmæltu fyrr í mánuðinum.
Slökkviliðsmenn mótmæltu fyrr í mánuðinum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Þegar hefur orðið rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í morgun þótt þeir hafi ekki gripið til formlegra hópaðgerða.

Aðgerðirnar koma í beinu farmhaldi af því að á fjölmennum fundi þeirra í gærkvöldi var einróma samþykkt heimild til verkfallsboðunar. Jafnframt að vísa málinu til Ríkissátatsemjara, og verður fyrsti fundur með þeim og samninganefnd sveitarféalganna klukkan eitt í dag.

Eftir því sem NFS kemst næst, mættu slökkvililðs- og sjúkraflutningamenn ekki á endurmennturnarnámskeið í morgun, en þar var skyldumæting. Þá hafa þeir hafanð yfirvinnu, en menn í yfirvinnu manna svonefnda dagbíla, sem eru tveir sjúkrabílar, sem flytja fólk á milli sjúkrahúsam á daginn vegna myndatöku og annara rannsókna.

Það þýðir að bílarnir sem sinna neyðartilvikum þurfa að sinna flutningunum líka, en þeir láta neyaðrtilvikin ganga fyrir þannig að beiðnir um flutning á milli sjúkrahúsa eru farnar að hlaðast upp til óhagræðis fyrir sjúklinga og starfsfólk sjúkarahúsanna. Vegna þessa eru svo færri til taks til að sinna brunaútköllum en ella.

Aðgerðirnar eru ekki í nafni stéttarféalgsins heldur á ábyrgð hvers og eins félagsmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×