Innlent

Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til

Ákveðið hefur verið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum í núverandi mynd. Menntamálaráherra hyggst leggja fram frumvarp á vorþingi þar sem þetta verður lagt til. Ýmsir vankantar hafa verið á framkvæmd prófana að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu og hafa framhaldskólarnir átt í erfiðleikum með að bæta samræmdu prófunum við prófahald sem þar hefur tíðkast um árabil. Samhliða því sem samræmdu stúdentsprófin verða lögð niður verður unnið að framhaldi málsins í tengslum við tíu punkta samkomulag menntamálaráðuneyris og Kennarasambands Íslands um bætt skólakerfi og heildarendurskoðun á lögum um framhaldsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×