Innlent

Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir

Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldirborgara í Reykjavík.
Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldirborgara í Reykjavík. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir í búsetumálum og hætta að skattpína þá, segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldriborgara í Reykjavík.

Félag eldri borgara í Reykjavík og Ellimannaráð Reykjarvíkurprófastsdæma héldu í gær málþing um mélefni eldri borgara. Þar var meðal annars rætt um lífeyrismál, búsetumál og félagslega stöðu eldri borgara. Fram kom á ráðstefnunni að viðhorfsbreyting sé að verða í þjóðfélaginu á búsetu málum aldraðra.

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir málefni aldraðra sem ætlað er að skila tillögum næsta haust. Margrét á sæti í nefndinni og bindur nokkra vonir við vinnu hennar. En það er fleira en búsetumálin sem brenna á öldruðum, þar á meðal kjaramálin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×