Innlent

Flugumferðastjórn útskrifar úr grunnnámi

Þrettán útskrifuðust úr grunnnámi í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn í dag en það er fyrsta slíka útskrifin hér á landi í sjö ár. Meirihluti útskriftarnemanna er frá Kosovo.

Níu nemendur frá Kosovo og fjórir Íslendingar útskrifuðust í dag en þeir hófu grunnnámskeiðið í maí síðastliðinn. Tveggja ár er eftir og halda Íslendingarnir náminu áfram hér á landi en Kosovarnir mun halda til sín heim þar sem þeir halda áfam sínu námi á flugvellinum í Pristina í Kosovo undir leiðsögn Íslendinga.

Á milli eitt og tvö hundruð Íslendingar reyna að komast í flugumferðunarstjórnunarnám á ári hverju en aðeins fjórir til sex komst í námið. Hátt í fjögur hundruð sóttu um að komast í námið í Kosovo þegar boðið var upp á það í fyrra en níu höfðu erindi sem erfiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×