Fleiri fréttir Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 13:00 Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. 2.2.2006 12:45 Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. 2.2.2006 12:30 Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. 2.2.2006 12:15 Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. 2.2.2006 12:05 Margar loðnuverksmiðjur lokaðar áfram Allar loðnuverksmiðjur í landinu hafa að mestu verið lokaðar síðan í júní í fyrra og verða margar áfram. Sumarvertíðin brást alveg, botninn datt úr kolmunnaveiðunum, og engin kraftur verður í vetrarvertíðinni, miðað við núgildandi kvóta. 2.2.2006 12:02 Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. 2.2.2006 11:45 Metsöfnun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um jólin Rúmar 28 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku. Það er metfé og þriðjungi meira en í fyrra. 2.2.2006 11:30 Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. 2.2.2006 11:15 Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári. 2.2.2006 10:56 Vökudeild Barnaspítala Hringsins 30 ára Þrjátíu ár eru í dag liðins síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar milli klukkan þrjú og fimm í dag og eru allir velkomnir. Ýmis fræðsluerindi verða flutt og boðið upp á veitingar í lokin. 2.2.2006 10:15 Kostnaður vegna úrskurðarnefnda 340 milljónir Kostnaður vegna úrskurðarnefnda ríkisins nam rúmlega 340 milljónum króna árið 2004. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Nefndirnar eru 58 talsins en enginn kostnaður var af starfsemi átján þeirra samkvæmt svari forsætisráðherra. 2.2.2006 09:45 Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi. 2.2.2006 09:15 Vilja strætóferðir milli Reykjavíkur og Árborgar Selfyssingar vilja strætóferðir á milli Reykjavíkur og Árborgar og myndu Hvergerðingar njóta góðs af ferðunum i leiðinni. 2.2.2006 08:30 SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. 2.2.2006 08:30 Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár. 2.2.2006 08:00 Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið. 2.2.2006 08:00 Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. 2.2.2006 07:45 Öskubuska á fjölunum í óperunni Æfingum fer senn að ljúka á Öskubusku eftir Rossini og verður hún frumsýnd í Íslensku Óperunni á sunnudaginn kemur, 5. febrúar. 1.2.2006 21:55 Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. 1.2.2006 21:15 Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. 1.2.2006 20:23 Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. 1.2.2006 20:19 Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. 1.2.2006 20:13 Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. 1.2.2006 19:45 Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. 1.2.2006 19:30 Silvía Nótt verður með í forkeppninni Lagið "Til hamingju Ísland" eftir Þorvald Bjarna í flutningi Silvíu Nætur fær að taka þátt í forkeppni söngvakeppninnar þrátt fyrir að lagið hafi birst á netinu. 1.2.2006 18:49 Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. 1.2.2006 18:04 Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 1.2.2006 17:01 Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. 1.2.2006 16:25 Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. 1.2.2006 16:15 Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. 1.2.2006 16:04 Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. 1.2.2006 15:44 Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. 1.2.2006 15:28 Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. 1.2.2006 15:00 Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. 1.2.2006 15:00 Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. 1.2.2006 14:45 Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. 1.2.2006 14:30 Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði. 1.2.2006 13:45 Samið á einkareknum skólum Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík. 1.2.2006 13:30 Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. 1.2.2006 13:30 Icelandic Group segir upp öllum starfsmönnum í Hamborg Icelandic Group, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hefur sagt upp öllum 22 starfsmönnum söluskrifstofunnar í Hamborg, vegna endurskipulagningar og í sparnaðarskyni, segir í tilkynningu frá félaginu. 1.2.2006 13:15 Andvaraleysi stjórnvalda geti gert út af við íslenska farmenn Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir andvaraleysi ríkisstjórnarinnar geta gert íslenska skipstjórnarmenn að útlendingum. Hann er upphafsmaður utandagskrárumræðu sem hófst á þingi í hádeginu. 1.2.2006 13:00 Áform á Suðvesturhorni hafi ekki áhrif á álver á Norðurlandi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi á Akureyri í gærkvöldi, að áform um frekari uppbyggingu álvera á Suðvesturlandi, myndu ekki hafa áhrif á mögulegt álver á Norðurlandi. 1.2.2006 12:45 Sex starfsmannaleigur skráðar hjá Vinnumálastofnun Fjórar starfsmannaleigur hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í morgun og hafa því alls sex leigur skráð sig þar eins og ný lög um starfsmannaleigur gera ráð fyrir. 1.2.2006 12:15 Spennandi verkefni Þorsteinn Pálsson, nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, segist vona að hann hafi verið ráðinn á eigin verðleikum en ekki sem tilraun til friðþægingar við forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki von á stórbreytingum á blaðinu fyrst í kjölfar ráðningar sinnar. 1.2.2006 12:06 Sjá næstu 50 fréttir
Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. 2.2.2006 13:00
Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. 2.2.2006 12:45
Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. 2.2.2006 12:30
Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. 2.2.2006 12:15
Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. 2.2.2006 12:05
Margar loðnuverksmiðjur lokaðar áfram Allar loðnuverksmiðjur í landinu hafa að mestu verið lokaðar síðan í júní í fyrra og verða margar áfram. Sumarvertíðin brást alveg, botninn datt úr kolmunnaveiðunum, og engin kraftur verður í vetrarvertíðinni, miðað við núgildandi kvóta. 2.2.2006 12:02
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. 2.2.2006 11:45
Metsöfnun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um jólin Rúmar 28 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku. Það er metfé og þriðjungi meira en í fyrra. 2.2.2006 11:30
Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. 2.2.2006 11:15
Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári. 2.2.2006 10:56
Vökudeild Barnaspítala Hringsins 30 ára Þrjátíu ár eru í dag liðins síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar milli klukkan þrjú og fimm í dag og eru allir velkomnir. Ýmis fræðsluerindi verða flutt og boðið upp á veitingar í lokin. 2.2.2006 10:15
Kostnaður vegna úrskurðarnefnda 340 milljónir Kostnaður vegna úrskurðarnefnda ríkisins nam rúmlega 340 milljónum króna árið 2004. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Nefndirnar eru 58 talsins en enginn kostnaður var af starfsemi átján þeirra samkvæmt svari forsætisráðherra. 2.2.2006 09:45
Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi. 2.2.2006 09:15
Vilja strætóferðir milli Reykjavíkur og Árborgar Selfyssingar vilja strætóferðir á milli Reykjavíkur og Árborgar og myndu Hvergerðingar njóta góðs af ferðunum i leiðinni. 2.2.2006 08:30
SAS flýgur á milli Oslóar og Keflavíkur SAS-flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. 2.2.2006 08:30
Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár. 2.2.2006 08:00
Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið. 2.2.2006 08:00
Fundu fíkniefni við umferðareftirlit Lögreglan í Kópavogi handtók mann í gærkvöldi eftir að talsvert af fíkniefnum fannst á honum við reglubundið eftirlit í umferðinni. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum þá sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið. 2.2.2006 07:45
Öskubuska á fjölunum í óperunni Æfingum fer senn að ljúka á Öskubusku eftir Rossini og verður hún frumsýnd í Íslensku Óperunni á sunnudaginn kemur, 5. febrúar. 1.2.2006 21:55
Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. 1.2.2006 21:15
Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. 1.2.2006 20:23
Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. 1.2.2006 20:19
Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. 1.2.2006 20:13
Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. 1.2.2006 19:45
Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. 1.2.2006 19:30
Silvía Nótt verður með í forkeppninni Lagið "Til hamingju Ísland" eftir Þorvald Bjarna í flutningi Silvíu Nætur fær að taka þátt í forkeppni söngvakeppninnar þrátt fyrir að lagið hafi birst á netinu. 1.2.2006 18:49
Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. 1.2.2006 18:04
Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 1.2.2006 17:01
Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. 1.2.2006 16:25
Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. 1.2.2006 16:15
Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. 1.2.2006 16:04
Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. 1.2.2006 15:44
Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. 1.2.2006 15:28
Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. 1.2.2006 15:00
Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. 1.2.2006 15:00
Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. 1.2.2006 14:45
Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. 1.2.2006 14:30
Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði. 1.2.2006 13:45
Samið á einkareknum skólum Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík. 1.2.2006 13:30
Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. 1.2.2006 13:30
Icelandic Group segir upp öllum starfsmönnum í Hamborg Icelandic Group, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hefur sagt upp öllum 22 starfsmönnum söluskrifstofunnar í Hamborg, vegna endurskipulagningar og í sparnaðarskyni, segir í tilkynningu frá félaginu. 1.2.2006 13:15
Andvaraleysi stjórnvalda geti gert út af við íslenska farmenn Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir andvaraleysi ríkisstjórnarinnar geta gert íslenska skipstjórnarmenn að útlendingum. Hann er upphafsmaður utandagskrárumræðu sem hófst á þingi í hádeginu. 1.2.2006 13:00
Áform á Suðvesturhorni hafi ekki áhrif á álver á Norðurlandi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi á Akureyri í gærkvöldi, að áform um frekari uppbyggingu álvera á Suðvesturlandi, myndu ekki hafa áhrif á mögulegt álver á Norðurlandi. 1.2.2006 12:45
Sex starfsmannaleigur skráðar hjá Vinnumálastofnun Fjórar starfsmannaleigur hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í morgun og hafa því alls sex leigur skráð sig þar eins og ný lög um starfsmannaleigur gera ráð fyrir. 1.2.2006 12:15
Spennandi verkefni Þorsteinn Pálsson, nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, segist vona að hann hafi verið ráðinn á eigin verðleikum en ekki sem tilraun til friðþægingar við forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki von á stórbreytingum á blaðinu fyrst í kjölfar ráðningar sinnar. 1.2.2006 12:06