Fleiri fréttir

Björgúlfur vildi hætta útgáfu DV skömmu fyrir jól

Mikil umræða hefur spunnist um fréttaflutning DV síðasta sólarhring eftir að maður á Ísafirði svipti sig lífi, í kjölfar myndbirtingar og ásakana á hendur honum í blaðinu. Hörð gagnrýni á DV er þó ekki ný af nálinni, þótt sviptingarnar hafi ekki alltaf komist upp á yfirborðið. Blaðið er hluti fjölmiðlasamsteypunnar 365, eins og Fréttablaðið, Stöð 2 og NFS. Allt er þetta í eigu móðurfélagsins Dagsbrúnar, þar sem Baugur ræður mestu, en Landsbankinn á líka lítinn hlut í Dagsbrún.

Mikið annríki hjá Hafnafjarðarlögreglu

Óvenju mörg umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglu. Flest þeirra má rekja til óvarkárni en mjög hált hefur verið þar í allan dag. Engin meiðsl hafa verið á fólki en lögreglan vill minna fólk á að fara varlega.

Sandra Bullock vinsælust og Angelina Jolie ólétt

Það er alltaf eitthvað um að vera í heimi ríka og fræga fólksins. Í dag voru verðlaun englafólksins eða Los Angeles People's Choise award voru afhent og gleðifréttir af ofurparinu Angelinu Jolie og Brad Pit voru ofarlega á baugi.

Ráðherrar Likud-flokksins segja af sér

Ráðherrar Likud-flokksins í Ísrael hafa ákveðið að segja af sér á morgun. Leiðtogi flokksins, Benjamin Netanyah, segir að til hefði staðið að ganga úr stjórnarsamstarfinu í síðustu viku en ákveðið hefði verið að fresta því vegna veikina Ariel Sharons forsætisráðherra landsins.

Kanínur alls engin plága

Kanínur eru alls engin plága nema í lundabyggð segir formaður Skotveiðifélagsins. Hann telur upplagt fyrir bændur í ferðaþjónustu að koma upp stofni sem megi veiða enda sé kanínan skemmtileg bráð og dýrindismatur, maríneruð í rauðvíni.

Pílagrímar grýta steinvegginar í Mína

Pílagrímatími múslíma stendur sem hæst og í dag grýttu tugþúsundir trúaðra steinveggina í Mína, skammt utan við Mekka í Sádi-Arabíu. Ríflega tvær og hálf milljón múslíma hafa lagt leið sína til hinnar helgu borgar núna um hadsj-tímann. Al-Jamarat-veggirnir eru tákn djöfulsins og trúa pílagrímarnir því að þeir fái syndaaflausn með grjótkastinu. Margir rökuðu af sér hárið að því loknu til marks um að þeir hefðu farið í pílagrímsför, en í slíka ferð verður hver múslími að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Vinsældir Kadima-flokksins aukast

Vinsældir Kadima-flokksins hafa aukist eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk heilablóðfall. Skoðanakönnun dagblaðsins Haaretz sýnir að Kadima, undir stjórn Ehuds Olmerts, fengi fjörutíu og fjögur sæti á ísraelska þinginu Knesset væri kosið nú. Bæði Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn eru rétt hálfdrættingar á við Kadima. Enn er verið að vekja Sharon úr dáinu, en læknar segja hann úr lífshættu.

Náttúrufræðistofnun fær styrk

Skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins segir að framvegis fái Náttúrfræðistofnun styrk úr veiðikortasjóði með sama hætti og aðrir. Stofnunin fékk greitt úr sjóðnum í lok síðasta árs þótt umsóknafrestur sé ekki útrunninn - og renni ekki út fyrr en um miðjan febrúar.

Þrotabú Slippstöðvarinnar eiit hið stærsta

Kröfur í þrotabú Slippstöðvarinnar á Akureyri nema rúmum einum komma fjórum milljörðum króna. Gjaldþrotið er eitt hið stærsta í sögu Akureyrar og segir skiptastjóri eignir hrökkva skammt á móti kröfum.

Bókun stjórnar Lögmannafélags Íslands

Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur sent frá sér bókun frá fundi stjórnarinnar í dag vegna fréttaflutnings um aðgengi Fjármálaeftirlitsins að bankareikningum lögmanna. Hún er svohljóðandi:

Fuglaflensa að verða landlæg í Tyrklandi?

Fuglaflensa getur orðið landlæg í Tyrklandi og breiðst út til nágrannaríkjanna að mati Sameinuðu þjóðanna. Rússneski þjóðernissinninn Vladímír Sírínovskí vill að herinn skjóti farfugla frá Tyrklandi.

Undirskriftalistar til að mótmæla ritstjórn DV

Mál málanna í dag hefur verið umfjöllun DV um grunaðan kynferðisbrotamann, sem svipti sig lífi eftir að blaðið hafði samband við hann. Lögreglan á Ísafirði hefur ekki ákveðið hvort rannsókn á meintu kynferðislegu ofbeldi hans gegn tveimur unglingspiltum verði haldið áfram, þótt hann sé látinn. Lögmenn segja rannsókninni þó sjálfhætt samkvæmt íslenskum réttarreglum.

Efnafræðingur sem fann upp LSD 100 ára

Albert Hofmann er 100 ára í dag. Hofmann sem er þekktastur fyrir að hafa fundið upp ofskynjunarlyfið LSD seint á fjórða áratugnum, hélt upp á afmælið sitt í dag og sagði við það tækifæri að veislan hefði verið yndisleg og hefði víkkað sjóndeildarhring sinn þrátt fyrir að hann væri ekki á LSD.

Hluthafalisti Íslandsbanka eftir viðskipti undanfarinna daga

Íslandsbanki hefur birt áætlaðan hluthafalista eftir undangengin viðskipti og hlutfjárhækkun síðustu daga. Frágangi útboðs lýkur í næstu viku og þá verður nýr hluthafalisti gefinn út. Þess ber að geta að hlutur Þáttar/Milestone er skv. tilkynningu á Kauphöll um viðskipti innherja og telur því með framvirka samninga. Hlutur Íslandsbanka er að frádregnum framvirkum samningum.

Fyrsta kvenkyns árekstrardúkkan

Svíar eru hanna dúkku sem líkist kvenmanni til að nota í árekstrarprófum. Fram að þessu hafa allar dúkkur sem notaður hafa verið í slíkum prófum verið í karlmannsmynd eða barnsmynd og því hafa niðurstöður slíkra prófa ekki getað sagt til um hvaða áhrif árekstrar hafa á kvenlíkama.

KLH rannsóknastofa öðlast faggildingu

Klínísk lífefnafræðistofa Holtasmára, eða KLH hefur tekið við vottorði frá SWEDAC, faggildingarstofnun Svíþjóðar, því til staðfestingar að algengustu mælingar KLH væru faggildar. KLH er fyrsta íslenska rannsóknastofa á heilbrigðissviði sem öðlast faggildingu.

Þrettán þúsund undirskriftir hafa safnast

Um þrettánd þúsund manns hafa skráð nafn sitt í undirskriftasöfnun á vegum ungliðafylkinga stjórnmálaflokkanna og nokkurra annarra aðila þar sem skorað á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína.

Arnaldur Indriðason á útlánamet bókasafnanna síðasta ár

Enginn slær Arnaldi Indriðasyni við í útlánum hjá bókasöfnum landsins. Hann er efstur líkt og undanfarin ár samkvæmt útlánatölum frá Landskerfi bókasafna. Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í bókasafnskerfinu Gegni á síðastliðnu ári. Í ljós kom að Arnaldur Indriðason á 7 útlánahæstu titlunum í flokki íslenskra skáldsagna.

Færeyskur togari staðinn að ólöglegum veiðum

Áhöfn Sýnar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, stóð færeyskan togara að meintum ólöglegum veiðum í íslensku efnahagslögsögunni í lok síðustu viku. Togarinn var gripinn rétt innan við miðlínuna milli Íslands og Færeyja en deilur hafa staðið um legu hennar.

Vörubíl ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi

Vörubíl var ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi upp við Vatnsskarð á fjórða tímanum. Lögregla og sjúkrabíll eru á vettvangi en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði eru ökumenn vörubílanna ekki alvarlega slasaðir og þykja hafa sloppið mjög vel. Vörubílinn sem ekið var aftan á hinn er mikið skemmdur en ekki er talið að tafir verið á umferð um Krísuvíkurveg af þessum sökum.

Ótækt að DV starfi ekki eftir siðareglum Blaðamannafélagsins.

Blaðamannafélag Íslands harmar þann atburð sem leitt hefur til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV. Þetta segir í álytkun frá stjórninni og jafnframt leggur stjórnin leggur áherslu á það að í siðareglum Blaðamannafélagsins stendur að blaðamenn skuli sýna fyllstu tilitsemi í vandasömum málum, forðast allt sem valdið geti saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Vill lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir

Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í umhverfisnefnd Alþingis, segist reiðubúinn að beita sér fyrir lögfestingu rammaáætlunar um virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þá líst honum ekki á að ráðast í gerð fjögurra stórra álvera á næstu sjö árum eins og rætt hefur verið um að gera

Landsbjörg sjósetur tvö ný björgunarskip

Slysavarnafélagið Landsbjörg sjósetti í gær tvö ný ARUN-björgunarskip sem félagið festi kaup á frá breska sjóbjörgunarfélaginu RNLI. Munu þau koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglufirði. Skipin eru 18 ára gömul en voru endurbyggð fyrir um 3 árum og eru því nánast eins og ný.

Mál DV rætt á stjórnarfundi Dagsbrúnar á föstudag

Stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla sem gefa út DV, mun ræða þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um frétt DV á áður boðuðum stjórnarfundi á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórdísi Sigurðardóttur, stjórnarformanni Dagsbrúnar.

Aukin framlög til þróunaraðstoðar

Framlög úr ríkissjóði til þróunaraðstoðar verða aukin jafnt og þétt næstu ár. Þetta kemur fram kemur í ársskýrslu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir árið 2004.

Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu

Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær.

Mikilvægast að losa koltvíoxíð úr andrúmsloftinu

Wallace S. Broecker, sem talinn er með einum fremstu vísindamönnum heims í rannsóknum á umhverfis- og loftslagsbreytingum jarðarinnar, telur mikilvægast að losa koltvíoxíð úr andrúmsloftinu til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifunum. Hann flytur fyrirlestur um gróðurhúsaáhrifin í Öskju, Náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands á föstudag.

Úrskurður um athugun á reikningum ógnar trúnaðarsambandi

Formaður Lögmannafélagsins telur það ógna trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra, að Fjármálaeftirlitið skuli með dómsúrskurði geta skoðað vörslureikninga lögmanna. Stjórn Lögmannafélagsins ætlar að fjalla um málið á fundi í dag.

Skora á DV að endurskoða ritstjórnarstefnu

Hafin er undirskriftasöfnun á Netinu þar sem skorað er á blaðamenn, ritstjórn og útgefanda DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Áskorunin kemur til vegna fréttar blaðsins í gær um grunaðan kynferðisofbeldismann á Ísafirði, en maðurinn svipti sig lífi eftir að blaðið kom út.

Blaðamannafélagið fundar í hádeginu

Stjórn Blaðamannafélags Íslands kemur saman til fundar í hádeginu til að ræða umfjöllun DV um mál manns sem blaðið sagði grunaðan kynferðisofbeldismann en maðurinn svipti sig lífi eftir að blaðið kom út í gær.

Segja lítinnn áhuga á olíufélögum

Fjármálasérfræðingar segja að lítill áhugi virðist vera á því að kaupa olíufélagið Esso og Skeljungur mun hafa verið falur um hríð, án þess að fjárfestar hafi sýnt áhuga.

Essó hækkaði bensín um 2 krónur og dísilolíu um 50 aura

Olíufélagið Essó hækkaði bensínlítrann um tvær krónur á miðnætti og hefur þá hækkað bensínið um þrjár krónur og 50 aura frá áramótum. Dísilolían var hækkuð um 50 aura. Á heimasíðu félagsins segir að hækkunina megi rekja til hækkunar á heimsmarkaði.

22 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi

Tuttugu og tveir gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti, Guðríður Arnardóttir framhaldsskólakennari og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi.

Stjórn BÍ kannar hugsanlegan þátt DV í sjálfsvíginu

Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, segir á vefsíðu félagsins að stjórn þess muni kanna hvort eða hvaða þátt DV átti í því að karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi á Ísafirði í gær.

Of snemmt að segja hvort loðnustofninn sé hruninn

Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir of snemmt að kveða upp úr um það hvort loðnustofninn sé hruninn. Hann hefur engu að síður áhyggjur af því að engin loðna hafi fundist og segir að verulegt magn þurfi að finnast af henni til þess að hægt sé að mæla með veiðum.

Nýr kjarasamningur stætóbílstjóra undirritaður

Fulltrúar strætóbílstjóra í Reykjavík og Strætó undirrituðu nýjan kjarasamning í gær sem borinn verður undir atkvæði bílstjóranna á næstunni. Samningurinn er sagður á sömu nótum og borgin samdi nýverið um við Starfsmannafélag borgarinnar.

Íbúinn kveikti sjálfur í

Íbúi í íbúðinni sem eyðilagðist í eldi í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi í fyrrinótt kveikti sjálfur í. Hann gaf sig fram við lögregluna og játaði verknaðinn án skýringa. Faðir mannsins er skráður eigandi íbúðarinnar. Líklegt má telja að maðurinn verði ákærður bæði fyrir eignaspjöll og að hafa stofnað lífi nágranna í hættu.

Tæplega nítjánþúsund manns hafa mótmælt

Rúmlega átjánþúsund og sjöhundruð manns hafa undirritað mótmæli gegn ritstjórnarstefnu DV í dag á Deiglunni. Um tíma komust færri að síðunni en vildu og hrundi hún vegna of mikils álags. Síðan verður opin áfram á morgun.

Mikill verðmunur á fiski

Mikill verðmunur er á fiski milli verslana samkvæmt kverðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði þriðjudaginn 10. janúar síðast liðinn. Mestur er munurinn 111% á heilli hausaðri rauðsprettu sem kostaði frá 375 krónum upp í 790 krónur. Minnstur var munurinn 22% á reyktum ýsuflökum þar sem lægsta verð var 980 krónur en það hæsta var 1198 krónur. Kannað var verð á 27 ferskum fisktegundum í fiskbúðum og stórmörkuðum sem hafa fiskborð í verslunum sínum. Verðið var oftast lægst í FiskbúðinniÁrbjörgu, Hringbraut og í Fiskbúðinni okkar við Smiðjuveg en oftast dýrast í Fiskbúðinni Vör, Höfðabakka.

Sjá næstu 50 fréttir