Innlent

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru flestar fleiðir greiðfærar á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og éljagangur. Þá er einnig hálka í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Ströndum. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar og einnig Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra eru víða hálkublettir og hálka er á Öxnadalsheiði. Á Norðaustur- og Austurlandi er að mestu greiðfært og á Suðausturlandi er greiðfært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×