Innlent

Ber botn og djöfullinn á borðum landsmanna

Mynd/Hari

Ber botn og djöfullinn er eitthvað sem stundum sést á borðum landsmanna og þá sem teikningar aftan á mjólkurfernum. Flestir láta sér þetta í léttu rúmi liggja, en öðrum er ekki skemmt.

Sæt er lykt úr sjálfs rassi er einn þeirra málshátta sem er túlkaður með teikningu aftan á mjólkufernum. Á myndinni sést maður sem berar á sér afturendann og þefar að eigin prumpi. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessari mynd og gagna sumir svo langt að henda fernunni og framreiða mjólkusopann í könnu í stað þess að hafa beran afturenda á borði sínu. Rassamyndin er ein þeirra 62 mynda sem birtast aftan á mjólkurfernum, auk sjálfs djölfulsins. Myndirnar eru hluti af svokölluðu Fernuflugi sem Mjólkursamsalan stóð að árið 2004 í samstarfi við íslenska málnefnd og málstöð. Tilgangurinn með Fernufluginu er meðal annars að vekja umræðu um íslenskt mál. Grunnskólabörn teiknuðu myndir við málshætti og orðtök og sendu inn til keppni. Alls bárust 2500 tillögur inn í keppnina og þær bestu enduðu á mjólkurfernum.

En hver ræður því hvaða myndir fara á mjólkurfernur? Baldur Jónsson, markaðsstjóri MS, segir að sérstök dómnefnd hafi valið myndirnar. Hann segir að í sumum tilvikum hefðu margar myndir hefðu borist með sama málshættinum en þá hefði verið valin besta útfærslan hverju sinni. Baldur sagði að dómnefndin hefði meðal annars farið eftir kímni og hugmyndaflugi í túlkun barnanna á málsháttunum.

Myndirnar 62 birtast á alls 40 milljónum ferna á tveimur árum og hver mynd um 600.000 sinnum. Það er því eins gott að vanda val sitt á jólkurfernum, sé maður vandlátur á það sem fyrir augu ber við matarborðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×