Innlent

Tvær brennur á höfuðborgasvæðinu í kvöld

MYND/Heiða Helgadóttir
Ákveðið hefur verið að kveikja í þrettándabrennum í Mosfellsbæ neðan Holtahverfis við skeiðvöllinn og í Gufunesi í kvöld, en öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað þar til eftir helgi. Brennaní Mosfellsbæhefst með blysför frá Nóatúni klukkan17:00 og í Gufunesiverður kveikt í brennunniklukkan 17:30.

Eftir fund ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu og Veðurstofunnar með slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og yfirlögregluþjónum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði var þetta sameiginleg niðurstaða.

Aðrar brennur, sem kveikja átti í í kvöld, eru á Ásvöllum, svokölluð Haukabrenna, Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, við Ægissíðu í Reykjavík, við Fagralund í Kópavogi, á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn á móts við Sæmundarsel. Ástæður þess að ekki er kveikt í þessum brennum í kvöld er einkum sú, að þær tengjast skóla- og félagsstarfi í hverfunum og því heppilegra að fresta þeim, þar til eftir helgi.

Brennur utan höfuðborgarsvæðisins, sem NFS hefur frétt af, eru í Reykjanesbæ og hefst hún klukkan 17:30 skrúðgöngu frá Reykjaneshöll. Í Hveragerði verður kveikt í brennu við Þverbrekku klukkan fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×