Innlent

Íslendingar eru á faraldsfæti um þessar mundir.

Tólf til þrettán hundruð manns fer í gegnum Reykjavíkurflugvöll daglega þessa síðustu viku fyrir jól og hefur Flugfélag Íslands aukið flug til Egilsstaða og Akureyrar vegna þessa. Flestir eru á leið til heimahaganna þar sem þeir ætla að eyða jólunum með fjölskyldu og vinum. Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að eyða jólunum fjarri heimabyggð. Mikið úrval er á pakkaferðum til framandi landa en þó eru það Kaupmannahöfn og Lundúnir sem heilla mest. Gríðarleg aukning er á sölu á ferðum til Bandaríkjannna sem líklega má þakka að hluta til góðu gengi dollars. Margir mega eiga von á utanlandsferð í jólagjöf. Samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa Iceland Air hafa jólapakkarnir þeirra selst í tugþúsundavís. Sama er upp á teningnum hjá öðrum ferðaskrifstofum og því ljóst að margur jólapakkinn verður ekki mjúkur né harður heldur umslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×