Innlent

Margar jólabækur að seljast upp

Mynd/Vísir

Jólabókaflóðið stendur nú sem hæst. Það hefur aldrei verið straumharðara eða dýpra. Margar bækur eru að seljast upp og nú fer hver að verða síðastur að ná síðustu eintökin af metsölubókum þessara jóla.

Bókaútgefendur segja að erfitt sé að gera sér grein fyrir umfangi jólabókaflóðsins en þó er giskað á að allt að 750 til milljón bækur seljist fyrir þessi jól. Síðustu daga fyrir jól seljast um þrjátíu til fjörutíu prósent allra jólabókanna og flestar seljast upp þessa dagana. Síðustu dagana fyrir jól seljast 30-40% bókanna í jólabókaflóðir. Salan er dreifaðari og nær yfir lengri tíma og telja bókaútgefendur þetta vera góðærismerki. Þorláksmessa er alltaf stærsti bókadagurinn Mikið af bókum að klárast þessa dagana. Nú gildir bara fyrstur kemur, fyrstur fær.

Harry Potter frá bókaforlaginu Bjarti er við það seljast upp og aðeins eru örfá eintök eftir af þeim rúmlega fimmtán þúsund eintökum sem gefin voru út. Argóarflísin eftir Sjón er einnig að verða búin og stendur salan í þrjú þúsund eintökum.

Vetrarborgin eftir er söluhæst hjá Eddu útgáfu og hefur nú selst í fimmtán þúsund eintökum og forlagið segir stefna í tuttugu þúsund eintök og verður líklega söluhæsta bókin í þessu flóði. Rokland og Sólskinshestur standa í fimm þúsund eintökum.

Talsmaður JPV útgáfu segir flóðið vera jafnara en nokkru sinni fyrr og hann segir að fari sem horfir verði flestir titlar uppseldir á þorláksmessu. Hann sagði stórvirki eins og Jörðina og Stóru orðabókin vera við það að seljast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×