Innlent

Hálka og hálkublettir víða um land

H álka og hálkublettir eru víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni frá því um klukkan þrjú í dag. Hálka er á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi, ásamt hálkublettum. Í Þrengslum er éljagangur og snjóþekja og þá er einnig snjóþekja og hálka víða á Vesturlandi. Éljagangur er í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Dynjandisheiði er þungfær og þæfingur og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði. Á Öxnadalsheiði er hálka og éljar. Á Norður-Austur- og Suðurlandi er víða hálka og hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×