Fleiri fréttir Alvöru stjörnustríð í Kaliforníu Stjörnustríð er háð í Kaliforníu þessa dagana. Hollívúddleikararnir Warren Beatty og Arnold Schwarzenegger, sem jafnframt er ríkisstjóri, vega hvor að öðrum opinberlega. Margir telja að Warren Beatty sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir mótframboði á næsta ári. 30.10.2005 21:00 Komin fram heil á húfi Konan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í dag, og hafði ekki látið vita af sér síðan um miðjan dag í gær, er komin fram, heil á húfi. Lögreglu barst ábending um hvar konuna væri að finna eftir að lýst var eftir henni í fréttum Stöðvar 2. 30.10.2005 20:06 Ekki hætt við fyrningarleiðina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafnar alfarið fullyrðingum Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að Samfylkingin hafi skipt um stefnu varðandi fyrningar aflaheimilda. 30.10.2005 18:00 Ákærður fyrir ritstuld Dan Brown, höfundi metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn, sem selst hefur í tuttugu og fimm milljónum eintaka um allan heim, stendur nú frammi fyrir ákæru um ritstuld. Er það í annað sinn sem hann er borinn slíkum sökum. 30.10.2005 15:45 Hrakandi siðferðisþrek í stjórnartíð Bush Meirihluti aðspurðra Bandaríkjamann segja ákærurnar á Lewis Libby gefa til kynna mun víðtækari siðferðisbrest og spillingu innan stjórnar Bush en þá óraði fyrir. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á dögunum og þá sagði meira en helmingur aðspurðra að siðferðisþreki og heiðarleika meðal ráðamanna hafi hrakað verulega í stjórnartíð Bush. Niðurstöður könnunarinnar eru skellur fyrir stjórn Bush sem enn sætir hörðum ásökunum vegna slælegra viðbragða við fellibylnum Katrínu. 30.10.2005 15:45 Snjóflóð á Flateyrarvegi Snjóflóð féll á Flateyrarvegi rétt fyrir utan kauptúnið, milli Sólbakka og Hvilftar, um eittleytið í dag . Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði sakaði engan og vegurinn var lokaður fólksbílaumferð í klukkutíma. En þó var snjóflóðið það grunnt að vegurinn var fær jeppum. 30.10.2005 15:09 Bruni í Keflavík í gær Nokkurt tjón hlaust af bruna í iðnaðarhúsnæði í Grófinni í Keflavík síðdegis í gær. Þaðan lagði svartan reyk og þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang lék talsverður eldur um rýmið á jarðhæð hússins; þar var rekinn Jóga-salur þar til fyrir nokkrum vikum. Inni voru húsgögn og virðist eldurinn hafa komið upp í sófa. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið. 30.10.2005 15:00 Litli leikklúbburinn á götunni Þrymskviða, sem Litli leikklúbburinn ætlar að frumsýna á Ísafirði 12. nóvember, verður að öllum líkindum sýnt undir berum himni, samkvæmt héraðsfréttavefnum Bæjarins besta á Ísafirði. 30.10.2005 14:45 Álfar og tröll atvinnuskapandi Álfar, tröll og norðurljósin gætu orðið Stokkseyringum féþúfa ef áform um þjóðfræðisafn verða að veruleika. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá kaupum 1200 fermetra húsnæðis í þessu skyni þar sem Hólmaröst er með fiskvinnslu, en hún flytur í Þorlákshöfn í byrjun næsta árs. Haft er eftir Benedikti G. Guðmundssyni, forsvarsmanni félagsins um þetta safn, að það gæti gefið Sunnlendingum forskot í málefnum tengdum þjóðfræði og menningartengdri ferðaþjónustu, ef vel tekst til. 30.10.2005 14:00 Nýtt skip bætist við flota Eyjamanna Nýtt skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum um miðjan dag í gær. Bergur kemur frá Póllandi en var keyptur í Noregi. Bergur er ísfisktogari, smíðaður í Danmörku 1998, er 10,50 metra breiður og 36 metrar á lengd. Skipið er samnefnt útgerðinni sem er fjölskyldufyrirtæki, eftir því sem fram kemur í Eyjafréttum. Þar segir einnig að Bergur sé hrein viðbót við flota Eyjamanna. 30.10.2005 12:45 Ný framsetning á leiðarkerfi Leiðarlykill höfuðborgarsvæðisins, þar sem leiðarkerfi strætisvagna tekur á sig mynd neðanjarðarlestakerfis, kemur út í næstu viku. Höfundur kortsins hefur gengið með hugmyndina í maganum í meira en tuttugu ár og telur að það muni hvetja fleiri til að nota strætisvagna. 30.10.2005 12:30 Þrjár milljónir heimilislausar Þrjár milljónir manna eru enn á húsaskjóls og nauðþurfta á skjálftasvæðinu í Kasmír. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja þörf á tvöhundruð og fimmtíu milljónum dollara þegar í stað eigi fólkið ekki að deyja úr kulda og vosbúð á næstu vikum. 30.10.2005 12:00 Aðstandendur stofna félag Stofnfundur aðstandendahóps Geðhjálpar verður haldinn í dag á Túngötu sjö klukkan tvö. Yfirskrift fundarins er Fram í dagsljósið. Árni Magnússon félagsmálaráðherra verður gestur fundarins og mun greina frá því sem er að gerast í málum geðsjúkra í félagsmálaráðurneytinu. 30.10.2005 11:30 Allar líkur meiri styrkleika Fellibylurinn Beta leikur Nikaragva grátt sem stendur en bylnum hefur vaxið mjög ásmeginn og er hann nú af stærðargráðu þrjú. Veðurfræðingar segja allar líkur á að Beta verði enn sterkari þegar bylurinn skellur á skóglendi við ströndina eftir fáeinar klukkustundir. 30.10.2005 11:02 Nóttin nokkuð erilsöm Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, margir voru á ferli í miðborginni og mikið um pústra en enginn slasaðist alvarlega. Einnig þurfti lögreglan að hafa afkskipti af nokkrum heimilum vegna partíláta og hávaða. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nóttin var hins vegar róleg bæði hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði og sömu sögu er að segja frá Keflavík. 30.10.2005 10:59 26 þúsund Írakar fallið frá stríðsbyrjun Tuttugu og sex þúsund Írakar hafa verið drepnir eða særðir í árásum uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak frá því í byrjun árs 2004, að mati sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 30.10.2005 10:53 Fleiri konur stjúpættleiddar Mun fleiri konur eru stjúpættleiddar en karlar. Kynfeður umgangast frekar syni sína en dætur. Opinberar tölur um stjúptengsl eru að öðru leyti ekki til. 29.10.2005 20:30 Íslensk rannsókn hjálpar til Með aukinni hryðjuverkastarfsemi í heiminum hafa heilbrigðisyfirvöld víðs vegar vaknað til meðvitundar um þann möguleika að grípa þurfi til bólusetningar gegn bólusótt í stórum stíl. Viðamikil íslensk rannsókn ætti að geta nýst við þróun á nýju bóluefni og jafnframt sýnt hvort arfgengi skipti máli við vörnum gegn smitsjúkdómum 29.10.2005 20:15 Gagnrýna yfirgang síonista Íranskir ráðamenn vilja má Ísrael af landakortinu en segjast alls ekki hafa í hyggju að fara með ofbeldi gegn landinu. Þeir gagnrýna yfirgang síonista sem þeir segja að stjórni Sameinuðu þjóðunum. 29.10.2005 19:45 Mismunur pólitískur Ísland gengur jafnvel lengra í því að taka upp regluverk Evrópusambandsins en sum aðildarríkin. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var við Evrópufræðasetrið á Bifröst. 29.10.2005 19:45 Sátt ekki í augsýn Formaður Samfylkingarinnar hvetur sjómenn til að líta fram á veginn og viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. En útvegsmenn eru ekki á þeim buxunum. Þeir íhuga málssókn til að fá viðurkennt að þeir sem eigi kvótann eigi fiskinn. 29.10.2005 19:30 Varað við Íslenskum þorski Auðlinda- og umhverfisskrifstofunni tókst að hafa áhrif á að náttúruverndarsinnar vestra beittu sér ekki sérstaklega gegn íslenska þorskinum - en þeim finnst samt Íslendingar ganga of hart fram í veiðum sínum. 29.10.2005 19:30 Lagt af á næstunni NMT-farsímakerfið, sem til margra ára hefur þjónað og tryggt öryggi allra landsmanna, hvort sem þeir eru staddir á sjó eða landi, jafnt í alfaraleið sem utan, verður lagt niður. Enn er á huldu hvað tekur við, en forstjóri Póst- og fjarskipastofnunar útilokar ekki að erlendir aðilar komi að uppbyggingu nýs kerfis. 29.10.2005 18:45 Vatn fyrir alla 29.10.2005 13:00 Tvær handtökur til viðbótar í Danmörku Tveir í viðbót hafa verið úrskurðaðir í varðhald í Danmörku grunaðir um þátttöku í skipulagningu hryðjuverkaárásar í Evrópu. Danska lögreglan útilokar ekki að hópurinn hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku. 29.10.2005 12:41 Vilja fjölbreyttara atvinnulíf á Vestfjörðum Ísfirðingar vilja aukna fjölbreytni í atvinnulífinu og horfa í ríkara mæli til háskóla og háskólasamfélags. Þó vantar fólk í vinnu í iðngeiranum og í fiskvinnslu. 29.10.2005 12:21 Olíurisar með methagnað Á sama tíma og olíuverð hefur verið í nánd við sögulegt hámark er hagnaður alþjóðlegra olíufyrirtækja einnig í hámarki. Árið stefnir í að vera það besta í sögu olíuiðnaðarins. Olíurisinn Exxon tilkynnti um hagnað sinn á þriðja ársfjórðungi í gær og hann er sá mesti í sögunni - tíu milljarðar dollara eða ríflega sexhundruð milljarðar króna. 29.10.2005 12:15 Útilokar ekki dómsmál vegna aflaheimilda Formaður Landssambands íslenskra Útvegsmanna útilokar ekki að LÍÚ eða einstaka útvegsmenn höfði dómsmál í framhaldi af lögfræðiáliti sem lagt var fyrir aðalfund samtakanna. Í því eru aflaheimildir sagðar eign handhafa heimildanna en ekki sameign þjóðarinnar. 29.10.2005 12:09 Big Ben þagnar um stund Big Ben er þagnaður. Klukkan í turninum, sem er eitt einkennismerka Lundúnaborgar, er þögnuð um sinn og mun ekkert heyrast í bjöllunum næsta sólarhringinn eða svo. Ástæðan eru sú að stilla þarf bjöllurnar og sinna viðhaldi. Það eru liðnir tveir áratugir frá því að Big Ben þagnaði síðast jafnlengi en sérfræðingarnir sem sinna viðhaldinu segja klukkuna í besta lagi, en viðhaldið sé reglubundið og hjá því verði ekki komist. 29.10.2005 10:45 Lestarslys á Indlandi Óttast er að allt að hundrað og fimmtíu manns hafi farist þegar lest fór út af sporinu í Andhra Pradesh í suðurhluta Indlands í morgun. Ástæðan er sú að brú gaf sig þegar áin sem hún þveraði breyttist úr sprænu í straumharða á. Úthellisrigning og vonskuveður er á svæðinu og hefur það valdið skyndiflóðum víða. 29.10.2005 10:15 Færð og veður í dag: Enn liggur allt innanlandsflug niðri vegna ísingar og ókyrrðar í lofti, en athugað verður með flug um klukkan ellefu. Þá er Holtavörðuheiðin lokuð vegna ófærðar og eu vegfarendum bent á að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og Ólafsfjarðarmúla. 29.10.2005 10:00 Hagnaður KB banka jókst um 163% KB banki skilaði níu komma sjö milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Það er fjörutíu og sjö komma sex prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæplega þrjátíu og fjórum og hálfum milljarði króna sem er aukning um rúmlega 163 prósent miðað við sama tíma árið 2004. 29.10.2005 09:45 Annríki hjá björgunarsveitum og lögreglu Töluvert annríki var hjá björgunarsveitum í óveðrinu sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær. 29.10.2005 09:27 Endurgreiddi 50 milljónir Þróunarsamvinnustofnun Íslands greiddi rúmar fimmtíu milljónir króna til baka til ríkissjóðs á síðasta ári vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, er sá hluti fjárframlaga til stofnunarinnar sem fer til þróunarhjálpar í útlöndum með gengistryggingu. Það eru um 85 prósent framlaga. 29.10.2005 08:00 Krefst frávísunar á endurskoðun dóms Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur krafist frávísunar á endurupptökukröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrri úrskurði héraðsdóms. Hannes hefur farið fram á endurskoðun á fyrri ákvörðun Héraðsdóms um að heimil sé aðför að Hannesi á grundvelli dóms í Bretlandi þar sem hann var sakfelldur fyrir meiðyrði. 29.10.2005 07:30 Viðræður í uppnámi Óþolandi óvissa ríkir um viðræður við Bandaríkjamenn um varnarsamninginn, segja stjórnarandstæðingar eftir fund með utanríkisráðherra. Ekkert hefur breyst síðan samningamenn komu heim, segir formaður utanríkismálanefndar. 29.10.2005 07:00 Lögreglan gleymdi að senda beiðni Krefjist rannsóknarhagsmunir þess að úrskurðir héraðsdóms fylgi ekki dómum Hæstaréttar á netinu þarf lögregla að fara fram á það fyrir fram, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar. 29.10.2005 06:45 Vilja hindra kennitöluflakk 29.10.2005 06:45 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir manni sem situr í haldi vegna fíkniefna í póstsendingum. Stúlku, starfsmanni pósthúss, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi var hins vegar sleppt, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. 29.10.2005 06:30 Fiskvinnslum lokað og fólkið fer 29.10.2005 06:00 Tvöfalt fleiri kærur vegna efnahagsbrota Fjárframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra voru tvöfalt hærri í fyrra en fyrir fimm árum og kærumál eru sömuleiðis rúmlega tvöfalt fleiri. Starfsmönnum hefur hins vegar aðeins fjölgað um fjórðung á sama tíma. 29.10.2005 06:00 Fyrirséð lokun NMT-kerfis "Innan tveggja til þriggja ára verðu NMT farsímakerfinu lokað," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar. Hrafnkell segir að vegna þessa hafi stofnunin opnað á vef sínum fyrir umræðu um mögulega framtíðarnotkun 450 MHz tíðnisviðsins sem NMT netið notar og óskað eftir umsögnum. 29.10.2005 05:00 Vegagerðin hugsar málið Um miðja næstu viku er fyrirhugaður fundur lögmanns Reykjavíkurborgar og lögmanna olíufélaganna um skaðabótakröfu borgarinnar vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns borgarinnar, varð ekki af fyrirhuguðum fundahöldum í vikunni sem er að líða. Borgin krefur félögin þrjú, Skeljungs, Esso og Olís, eða eignarhaldsfélög þeirra um 150 milljón krónur í bætur. 29.10.2005 04:45 Lítið um slys í tugum árekstra Tuttugu árekstrar urðu milli klukkan fjögur og fimm í Reykjavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Margir eru enn á sumardekkjunum og telur lögregla að snjórinn hafi komið fólki nokkuð í opna skjöldu. Vesturlandsvegur lokaðist sunnan Hvalfjarðarganga um tíma eftir hádegið vegna bílveltu sem þar varð. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða. 29.10.2005 03:30 Ritstjórar DV dæmdir Ritstjórar DV þurfa að greiða 600.000 krónur vegna ummæla sem viðhöfð voru á forsíðu blaðsins um Ásmund Gunnlaugsson jógakennara 8. október í fyrra. Ómerk voru ummælin "var fjarlægður af lögreglu," en þau taldi dómurinn bersýnilega röng. Mikael Torfasyni og þáverandi ritstjóra, Illuga Jökulssyni, var hvorum um sig gert að greiða 50.000 krónur í sekt. Þá þurfa þeir að borga Ásmundi 200.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur í málskostnað. 29.10.2005 03:15 Sjá næstu 50 fréttir
Alvöru stjörnustríð í Kaliforníu Stjörnustríð er háð í Kaliforníu þessa dagana. Hollívúddleikararnir Warren Beatty og Arnold Schwarzenegger, sem jafnframt er ríkisstjóri, vega hvor að öðrum opinberlega. Margir telja að Warren Beatty sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir mótframboði á næsta ári. 30.10.2005 21:00
Komin fram heil á húfi Konan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í dag, og hafði ekki látið vita af sér síðan um miðjan dag í gær, er komin fram, heil á húfi. Lögreglu barst ábending um hvar konuna væri að finna eftir að lýst var eftir henni í fréttum Stöðvar 2. 30.10.2005 20:06
Ekki hætt við fyrningarleiðina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafnar alfarið fullyrðingum Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að Samfylkingin hafi skipt um stefnu varðandi fyrningar aflaheimilda. 30.10.2005 18:00
Ákærður fyrir ritstuld Dan Brown, höfundi metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn, sem selst hefur í tuttugu og fimm milljónum eintaka um allan heim, stendur nú frammi fyrir ákæru um ritstuld. Er það í annað sinn sem hann er borinn slíkum sökum. 30.10.2005 15:45
Hrakandi siðferðisþrek í stjórnartíð Bush Meirihluti aðspurðra Bandaríkjamann segja ákærurnar á Lewis Libby gefa til kynna mun víðtækari siðferðisbrest og spillingu innan stjórnar Bush en þá óraði fyrir. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á dögunum og þá sagði meira en helmingur aðspurðra að siðferðisþreki og heiðarleika meðal ráðamanna hafi hrakað verulega í stjórnartíð Bush. Niðurstöður könnunarinnar eru skellur fyrir stjórn Bush sem enn sætir hörðum ásökunum vegna slælegra viðbragða við fellibylnum Katrínu. 30.10.2005 15:45
Snjóflóð á Flateyrarvegi Snjóflóð féll á Flateyrarvegi rétt fyrir utan kauptúnið, milli Sólbakka og Hvilftar, um eittleytið í dag . Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði sakaði engan og vegurinn var lokaður fólksbílaumferð í klukkutíma. En þó var snjóflóðið það grunnt að vegurinn var fær jeppum. 30.10.2005 15:09
Bruni í Keflavík í gær Nokkurt tjón hlaust af bruna í iðnaðarhúsnæði í Grófinni í Keflavík síðdegis í gær. Þaðan lagði svartan reyk og þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang lék talsverður eldur um rýmið á jarðhæð hússins; þar var rekinn Jóga-salur þar til fyrir nokkrum vikum. Inni voru húsgögn og virðist eldurinn hafa komið upp í sófa. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið. 30.10.2005 15:00
Litli leikklúbburinn á götunni Þrymskviða, sem Litli leikklúbburinn ætlar að frumsýna á Ísafirði 12. nóvember, verður að öllum líkindum sýnt undir berum himni, samkvæmt héraðsfréttavefnum Bæjarins besta á Ísafirði. 30.10.2005 14:45
Álfar og tröll atvinnuskapandi Álfar, tröll og norðurljósin gætu orðið Stokkseyringum féþúfa ef áform um þjóðfræðisafn verða að veruleika. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá kaupum 1200 fermetra húsnæðis í þessu skyni þar sem Hólmaröst er með fiskvinnslu, en hún flytur í Þorlákshöfn í byrjun næsta árs. Haft er eftir Benedikti G. Guðmundssyni, forsvarsmanni félagsins um þetta safn, að það gæti gefið Sunnlendingum forskot í málefnum tengdum þjóðfræði og menningartengdri ferðaþjónustu, ef vel tekst til. 30.10.2005 14:00
Nýtt skip bætist við flota Eyjamanna Nýtt skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum um miðjan dag í gær. Bergur kemur frá Póllandi en var keyptur í Noregi. Bergur er ísfisktogari, smíðaður í Danmörku 1998, er 10,50 metra breiður og 36 metrar á lengd. Skipið er samnefnt útgerðinni sem er fjölskyldufyrirtæki, eftir því sem fram kemur í Eyjafréttum. Þar segir einnig að Bergur sé hrein viðbót við flota Eyjamanna. 30.10.2005 12:45
Ný framsetning á leiðarkerfi Leiðarlykill höfuðborgarsvæðisins, þar sem leiðarkerfi strætisvagna tekur á sig mynd neðanjarðarlestakerfis, kemur út í næstu viku. Höfundur kortsins hefur gengið með hugmyndina í maganum í meira en tuttugu ár og telur að það muni hvetja fleiri til að nota strætisvagna. 30.10.2005 12:30
Þrjár milljónir heimilislausar Þrjár milljónir manna eru enn á húsaskjóls og nauðþurfta á skjálftasvæðinu í Kasmír. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja þörf á tvöhundruð og fimmtíu milljónum dollara þegar í stað eigi fólkið ekki að deyja úr kulda og vosbúð á næstu vikum. 30.10.2005 12:00
Aðstandendur stofna félag Stofnfundur aðstandendahóps Geðhjálpar verður haldinn í dag á Túngötu sjö klukkan tvö. Yfirskrift fundarins er Fram í dagsljósið. Árni Magnússon félagsmálaráðherra verður gestur fundarins og mun greina frá því sem er að gerast í málum geðsjúkra í félagsmálaráðurneytinu. 30.10.2005 11:30
Allar líkur meiri styrkleika Fellibylurinn Beta leikur Nikaragva grátt sem stendur en bylnum hefur vaxið mjög ásmeginn og er hann nú af stærðargráðu þrjú. Veðurfræðingar segja allar líkur á að Beta verði enn sterkari þegar bylurinn skellur á skóglendi við ströndina eftir fáeinar klukkustundir. 30.10.2005 11:02
Nóttin nokkuð erilsöm Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, margir voru á ferli í miðborginni og mikið um pústra en enginn slasaðist alvarlega. Einnig þurfti lögreglan að hafa afkskipti af nokkrum heimilum vegna partíláta og hávaða. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nóttin var hins vegar róleg bæði hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði og sömu sögu er að segja frá Keflavík. 30.10.2005 10:59
26 þúsund Írakar fallið frá stríðsbyrjun Tuttugu og sex þúsund Írakar hafa verið drepnir eða særðir í árásum uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak frá því í byrjun árs 2004, að mati sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 30.10.2005 10:53
Fleiri konur stjúpættleiddar Mun fleiri konur eru stjúpættleiddar en karlar. Kynfeður umgangast frekar syni sína en dætur. Opinberar tölur um stjúptengsl eru að öðru leyti ekki til. 29.10.2005 20:30
Íslensk rannsókn hjálpar til Með aukinni hryðjuverkastarfsemi í heiminum hafa heilbrigðisyfirvöld víðs vegar vaknað til meðvitundar um þann möguleika að grípa þurfi til bólusetningar gegn bólusótt í stórum stíl. Viðamikil íslensk rannsókn ætti að geta nýst við þróun á nýju bóluefni og jafnframt sýnt hvort arfgengi skipti máli við vörnum gegn smitsjúkdómum 29.10.2005 20:15
Gagnrýna yfirgang síonista Íranskir ráðamenn vilja má Ísrael af landakortinu en segjast alls ekki hafa í hyggju að fara með ofbeldi gegn landinu. Þeir gagnrýna yfirgang síonista sem þeir segja að stjórni Sameinuðu þjóðunum. 29.10.2005 19:45
Mismunur pólitískur Ísland gengur jafnvel lengra í því að taka upp regluverk Evrópusambandsins en sum aðildarríkin. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var við Evrópufræðasetrið á Bifröst. 29.10.2005 19:45
Sátt ekki í augsýn Formaður Samfylkingarinnar hvetur sjómenn til að líta fram á veginn og viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. En útvegsmenn eru ekki á þeim buxunum. Þeir íhuga málssókn til að fá viðurkennt að þeir sem eigi kvótann eigi fiskinn. 29.10.2005 19:30
Varað við Íslenskum þorski Auðlinda- og umhverfisskrifstofunni tókst að hafa áhrif á að náttúruverndarsinnar vestra beittu sér ekki sérstaklega gegn íslenska þorskinum - en þeim finnst samt Íslendingar ganga of hart fram í veiðum sínum. 29.10.2005 19:30
Lagt af á næstunni NMT-farsímakerfið, sem til margra ára hefur þjónað og tryggt öryggi allra landsmanna, hvort sem þeir eru staddir á sjó eða landi, jafnt í alfaraleið sem utan, verður lagt niður. Enn er á huldu hvað tekur við, en forstjóri Póst- og fjarskipastofnunar útilokar ekki að erlendir aðilar komi að uppbyggingu nýs kerfis. 29.10.2005 18:45
Tvær handtökur til viðbótar í Danmörku Tveir í viðbót hafa verið úrskurðaðir í varðhald í Danmörku grunaðir um þátttöku í skipulagningu hryðjuverkaárásar í Evrópu. Danska lögreglan útilokar ekki að hópurinn hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku. 29.10.2005 12:41
Vilja fjölbreyttara atvinnulíf á Vestfjörðum Ísfirðingar vilja aukna fjölbreytni í atvinnulífinu og horfa í ríkara mæli til háskóla og háskólasamfélags. Þó vantar fólk í vinnu í iðngeiranum og í fiskvinnslu. 29.10.2005 12:21
Olíurisar með methagnað Á sama tíma og olíuverð hefur verið í nánd við sögulegt hámark er hagnaður alþjóðlegra olíufyrirtækja einnig í hámarki. Árið stefnir í að vera það besta í sögu olíuiðnaðarins. Olíurisinn Exxon tilkynnti um hagnað sinn á þriðja ársfjórðungi í gær og hann er sá mesti í sögunni - tíu milljarðar dollara eða ríflega sexhundruð milljarðar króna. 29.10.2005 12:15
Útilokar ekki dómsmál vegna aflaheimilda Formaður Landssambands íslenskra Útvegsmanna útilokar ekki að LÍÚ eða einstaka útvegsmenn höfði dómsmál í framhaldi af lögfræðiáliti sem lagt var fyrir aðalfund samtakanna. Í því eru aflaheimildir sagðar eign handhafa heimildanna en ekki sameign þjóðarinnar. 29.10.2005 12:09
Big Ben þagnar um stund Big Ben er þagnaður. Klukkan í turninum, sem er eitt einkennismerka Lundúnaborgar, er þögnuð um sinn og mun ekkert heyrast í bjöllunum næsta sólarhringinn eða svo. Ástæðan eru sú að stilla þarf bjöllurnar og sinna viðhaldi. Það eru liðnir tveir áratugir frá því að Big Ben þagnaði síðast jafnlengi en sérfræðingarnir sem sinna viðhaldinu segja klukkuna í besta lagi, en viðhaldið sé reglubundið og hjá því verði ekki komist. 29.10.2005 10:45
Lestarslys á Indlandi Óttast er að allt að hundrað og fimmtíu manns hafi farist þegar lest fór út af sporinu í Andhra Pradesh í suðurhluta Indlands í morgun. Ástæðan er sú að brú gaf sig þegar áin sem hún þveraði breyttist úr sprænu í straumharða á. Úthellisrigning og vonskuveður er á svæðinu og hefur það valdið skyndiflóðum víða. 29.10.2005 10:15
Færð og veður í dag: Enn liggur allt innanlandsflug niðri vegna ísingar og ókyrrðar í lofti, en athugað verður með flug um klukkan ellefu. Þá er Holtavörðuheiðin lokuð vegna ófærðar og eu vegfarendum bent á að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og Ólafsfjarðarmúla. 29.10.2005 10:00
Hagnaður KB banka jókst um 163% KB banki skilaði níu komma sjö milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Það er fjörutíu og sjö komma sex prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæplega þrjátíu og fjórum og hálfum milljarði króna sem er aukning um rúmlega 163 prósent miðað við sama tíma árið 2004. 29.10.2005 09:45
Annríki hjá björgunarsveitum og lögreglu Töluvert annríki var hjá björgunarsveitum í óveðrinu sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær. 29.10.2005 09:27
Endurgreiddi 50 milljónir Þróunarsamvinnustofnun Íslands greiddi rúmar fimmtíu milljónir króna til baka til ríkissjóðs á síðasta ári vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, er sá hluti fjárframlaga til stofnunarinnar sem fer til þróunarhjálpar í útlöndum með gengistryggingu. Það eru um 85 prósent framlaga. 29.10.2005 08:00
Krefst frávísunar á endurskoðun dóms Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur krafist frávísunar á endurupptökukröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrri úrskurði héraðsdóms. Hannes hefur farið fram á endurskoðun á fyrri ákvörðun Héraðsdóms um að heimil sé aðför að Hannesi á grundvelli dóms í Bretlandi þar sem hann var sakfelldur fyrir meiðyrði. 29.10.2005 07:30
Viðræður í uppnámi Óþolandi óvissa ríkir um viðræður við Bandaríkjamenn um varnarsamninginn, segja stjórnarandstæðingar eftir fund með utanríkisráðherra. Ekkert hefur breyst síðan samningamenn komu heim, segir formaður utanríkismálanefndar. 29.10.2005 07:00
Lögreglan gleymdi að senda beiðni Krefjist rannsóknarhagsmunir þess að úrskurðir héraðsdóms fylgi ekki dómum Hæstaréttar á netinu þarf lögregla að fara fram á það fyrir fram, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar. 29.10.2005 06:45
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir manni sem situr í haldi vegna fíkniefna í póstsendingum. Stúlku, starfsmanni pósthúss, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi var hins vegar sleppt, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. 29.10.2005 06:30
Tvöfalt fleiri kærur vegna efnahagsbrota Fjárframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra voru tvöfalt hærri í fyrra en fyrir fimm árum og kærumál eru sömuleiðis rúmlega tvöfalt fleiri. Starfsmönnum hefur hins vegar aðeins fjölgað um fjórðung á sama tíma. 29.10.2005 06:00
Fyrirséð lokun NMT-kerfis "Innan tveggja til þriggja ára verðu NMT farsímakerfinu lokað," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar. Hrafnkell segir að vegna þessa hafi stofnunin opnað á vef sínum fyrir umræðu um mögulega framtíðarnotkun 450 MHz tíðnisviðsins sem NMT netið notar og óskað eftir umsögnum. 29.10.2005 05:00
Vegagerðin hugsar málið Um miðja næstu viku er fyrirhugaður fundur lögmanns Reykjavíkurborgar og lögmanna olíufélaganna um skaðabótakröfu borgarinnar vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns borgarinnar, varð ekki af fyrirhuguðum fundahöldum í vikunni sem er að líða. Borgin krefur félögin þrjú, Skeljungs, Esso og Olís, eða eignarhaldsfélög þeirra um 150 milljón krónur í bætur. 29.10.2005 04:45
Lítið um slys í tugum árekstra Tuttugu árekstrar urðu milli klukkan fjögur og fimm í Reykjavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Margir eru enn á sumardekkjunum og telur lögregla að snjórinn hafi komið fólki nokkuð í opna skjöldu. Vesturlandsvegur lokaðist sunnan Hvalfjarðarganga um tíma eftir hádegið vegna bílveltu sem þar varð. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða. 29.10.2005 03:30
Ritstjórar DV dæmdir Ritstjórar DV þurfa að greiða 600.000 krónur vegna ummæla sem viðhöfð voru á forsíðu blaðsins um Ásmund Gunnlaugsson jógakennara 8. október í fyrra. Ómerk voru ummælin "var fjarlægður af lögreglu," en þau taldi dómurinn bersýnilega röng. Mikael Torfasyni og þáverandi ritstjóra, Illuga Jökulssyni, var hvorum um sig gert að greiða 50.000 krónur í sekt. Þá þurfa þeir að borga Ásmundi 200.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur í málskostnað. 29.10.2005 03:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent