Neita að fara án launaseðla 31. október 2005 21:15 Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni. Starfsmennirnir bíða í fullkominni óvissu upp á Kárahnjúkum. Lögmaður starfsmannaleigunnar segir um misskilning að ræða. Ráðningasamningi átján pólskra verkamanna við Kárahnjúkavirkjun sem komu hingað til lands á vegum starfsmannaleigunnar 2B var rift fyrirvaralaust í gær og þeim sagt að í dag kæmi til þeirra rúta sem myndi flytja þá á Keflavíkurflugvöll og þaðan úr landi. Skilaboðin sem verkamennirnir fengu frá starfsmannaleigunni voru að ef þeir færu ekki um borð í rútuna þá væru þeir á sínum eigin vegum gagnvart íslenskum stjórnvöldum og þyrftu sjálfir að bera af því kostnaðinn að koma sér heim til Póllands. Verkamennirnir hinsvegar segjast ekki geta farið heim fyrr en þeir hafi í höndunum einhver gögn sem sýni fram á að þeir hafi verið hér. Þeir segja að 2B sé ekki búið að ganga frá málum gagnvart þeim og að þeir séu ekki búnir að fá launaseðla eða neina pappíra frá 2B sem staðfesta vinnuna á Íslandi eða greiðslu skatta. Þeir segjast ekki geta farið til Póllands án þess að fá þessa pappíra. Það hafi átt að senda þá heim. Samkvæmt því sem verkamaðurinn sagði okkur þá skuldar 2B hverjum og einum um 110 þúsund krónur að minnsta kosti, þeir geta þó ekki verið vissir um það þar sem þeir hafa ekki séð neina launaseðla. Þeir fengu engar útskýringar á því afhverju þeir ættu skyndilega að yfirgefa land. Þeir bíða enn eftir svari. Verkamennirnir hafa starfað við Kárahnjúka í rúma tvo mánuði og samkvæmt því sem þeir segja hafa þeir unnið um 338 tíma á mánuði og fengið á þessum tveimur mánuðum, rétt um 320 þúsund krónur hver. Flestir í hópnum vilja halda áfram að vinna, aðrir vilja heldur fara heim til Póllands, engu að síður standa þeir saman og ætla ekki að gefast upp fyrr en þeir hafa fengið það sem þeim ber. 2B hinsvegar hafa sagt að öll laun hafi verið greidd. Enginn launasamningur gildi við Pólverjana og því geti starfsmannaleigan ekki látið þá fá launaseðla. Eina plaggið sem Pólverjarnir skrifuðu undir gagnvart 2B var á íslensku og því viti þeir í raun ekki hvað sé skjalfast. Pólverjarnir vilja árétta að Suðurverk, verktakafyrirtækið sem þeir hafa starfað hjá, hafi reynst þeim mjög vel. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður 2B segir hinsvegar málið öðruvísi vaxið og launaseðlar mannanna liggi fyrir í Reykjavík og þeir megi sækja þá á leiðinni úr landi. Hann segir að ástæðan fyrir því að þeir séu sendir úr landi núna sé einföld; ráðningarsamningurinn sé útrunninn. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni. Starfsmennirnir bíða í fullkominni óvissu upp á Kárahnjúkum. Lögmaður starfsmannaleigunnar segir um misskilning að ræða. Ráðningasamningi átján pólskra verkamanna við Kárahnjúkavirkjun sem komu hingað til lands á vegum starfsmannaleigunnar 2B var rift fyrirvaralaust í gær og þeim sagt að í dag kæmi til þeirra rúta sem myndi flytja þá á Keflavíkurflugvöll og þaðan úr landi. Skilaboðin sem verkamennirnir fengu frá starfsmannaleigunni voru að ef þeir færu ekki um borð í rútuna þá væru þeir á sínum eigin vegum gagnvart íslenskum stjórnvöldum og þyrftu sjálfir að bera af því kostnaðinn að koma sér heim til Póllands. Verkamennirnir hinsvegar segjast ekki geta farið heim fyrr en þeir hafi í höndunum einhver gögn sem sýni fram á að þeir hafi verið hér. Þeir segja að 2B sé ekki búið að ganga frá málum gagnvart þeim og að þeir séu ekki búnir að fá launaseðla eða neina pappíra frá 2B sem staðfesta vinnuna á Íslandi eða greiðslu skatta. Þeir segjast ekki geta farið til Póllands án þess að fá þessa pappíra. Það hafi átt að senda þá heim. Samkvæmt því sem verkamaðurinn sagði okkur þá skuldar 2B hverjum og einum um 110 þúsund krónur að minnsta kosti, þeir geta þó ekki verið vissir um það þar sem þeir hafa ekki séð neina launaseðla. Þeir fengu engar útskýringar á því afhverju þeir ættu skyndilega að yfirgefa land. Þeir bíða enn eftir svari. Verkamennirnir hafa starfað við Kárahnjúka í rúma tvo mánuði og samkvæmt því sem þeir segja hafa þeir unnið um 338 tíma á mánuði og fengið á þessum tveimur mánuðum, rétt um 320 þúsund krónur hver. Flestir í hópnum vilja halda áfram að vinna, aðrir vilja heldur fara heim til Póllands, engu að síður standa þeir saman og ætla ekki að gefast upp fyrr en þeir hafa fengið það sem þeim ber. 2B hinsvegar hafa sagt að öll laun hafi verið greidd. Enginn launasamningur gildi við Pólverjana og því geti starfsmannaleigan ekki látið þá fá launaseðla. Eina plaggið sem Pólverjarnir skrifuðu undir gagnvart 2B var á íslensku og því viti þeir í raun ekki hvað sé skjalfast. Pólverjarnir vilja árétta að Suðurverk, verktakafyrirtækið sem þeir hafa starfað hjá, hafi reynst þeim mjög vel. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður 2B segir hinsvegar málið öðruvísi vaxið og launaseðlar mannanna liggi fyrir í Reykjavík og þeir megi sækja þá á leiðinni úr landi. Hann segir að ástæðan fyrir því að þeir séu sendir úr landi núna sé einföld; ráðningarsamningurinn sé útrunninn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira