Fleiri fréttir Brýtur lög um erlenda starfsmenn Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. 25.10.2005 16:54 Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum. 25.10.2005 16:38 Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík. 25.10.2005 16:16 Heimsýn vill eflingu norræns samstarfs Norrænu ríkin ættu að efla samstarf sitt en ekki láta draga sig inn í stofnun nýs stórríkis í Evrópu sem glímir nú við mikla kreppu. Þetta segja norrænar hreyfingar gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær kynntu áherslur sínar í morgun í tengslum við fund Norðurlandaráðs hér á landi. 25.10.2005 16:13 Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. 25.10.2005 16:05 Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. 25.10.2005 15:06 Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. 25.10.2005 14:00 Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. 25.10.2005 13:45 Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. 25.10.2005 13:25 Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. 25.10.2005 12:30 Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. 25.10.2005 11:45 Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. 25.10.2005 11:38 Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. 25.10.2005 11:15 Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. 25.10.2005 10:43 Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. 25.10.2005 10:00 Kínverjar óttast útbreiðslu HIV Allt að tíu milljón Kínverjar gætu smitast af HIV-veirunni á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til aðgerða. Þetta sagði helsti alnæmissérfræðingur Kínverja í gær og tók þar með undir varnaðarorð Sameinuðu Þjóðanna. 25.10.2005 09:30 Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 25.10.2005 09:15 Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. 25.10.2005 08:45 Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. 25.10.2005 08:45 Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. 25.10.2005 08:45 Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. 25.10.2005 08:15 Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. 25.10.2005 08:00 Lyf í rúgbrauði Nú eru allar líkur á því að Danir og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins geti sótt sér lyf í bakarí í stað apóteks. Það einskorðast þó eingöngu við lyf sem lækna eiga háa blóðfitu. Ástæðan er sú að í gær töpuðu Danir kosningu á Evrópusambandsþinginu þar sem önnur ríki kusu með því að leyfa slík lyf í tveimur gerðum af rúgbrauði. 25.10.2005 08:00 Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. 25.10.2005 07:45 Ákærður fyrir að bana landa sínum: Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. 25.10.2005 07:00 Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. 25.10.2005 06:55 Ætla að stöðva brotleg fyrirtæki Fulltrúar Samiðnar fóru í gær um og ræddu við erlenda verkamenn á vegum íslensku starfsmannaleigunnar B2 ehf. Félögin segja tíma kominn á aðgerðir gegn fyrirtækjum sem upplýsa ekki um kjör erlendra starfsmanna sinna. 25.10.2005 06:45 Sveinatunga jöfnuð við jörðu Gömlu bæjarskrifstofurnar í Garðabæ hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Síðastliðinn áratug hafa listhneigðir grunnskælingar í Flataskóla haft aðstöðu í Sveinatungu, eins og húsið var nefnt. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvað byggt verði á Sveinatungulóðinni. Þó eru uppi hugmyndir um nýjan miðbæ í Garðabæ og þar er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á svæðinu. 25.10.2005 06:00 Vinnumálastofnun kannar ávirðingar Yfirmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið falið að grennslast fyrir um ávirðingar á hendur starfsmannaleigunni B2 og vísa til lögreglu reynist þær á rökum reistar. Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar í hádeginu í gær. 25.10.2005 06:00 Stefnir að lögum fyrir jól "Mér sýnist einsýnt að við förum í einhvers konar lagasetningu en hún þarf að taka mið af okkar alþjóðlegu skuldbindingum, ekki sýst varðandi EES samninginn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra um starfsemi starfsmannaleiga. 25.10.2005 05:45 Fær tennur bættar Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver, voru í gær dæmdar skaða- og þjáningabætur í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni í maí 2002. 25.10.2005 05:45 Landsbankinn lánar öllum sé trygging til "Ef tryggingar eru í lagi þá fá menn lán hjá Landsbankanum hvort sem þeir eru utan að landi eða úr Reykjavík," segir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var írsku stórfyrirtæki hafnað um lán vegna byggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og sögðu forsvarsmenn þess að ástæðan hafi verið sú að fyrirtækið ætti að rísa á landsbyggðinni. 25.10.2005 05:30 Verðvernd og endurgreiðslur Húsasmiðjan blæs til sóknar á bygginga- og heimilsvörumarkaði með því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt lægsta verð. Það byggist á því að þeir fá vöru keypta hjá Húsasmiðjunni endurgreidda sjáist hún auglýst á lægra verði annars staðar innan fimmtán daga frá kaupum. 25.10.2005 05:30 Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við ESB og tengslin milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu." 25.10.2005 05:00 Tólf takast á um fjögur sæti Framboðsfrestur í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri, vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári, rann út á föstudag. Alls sækjast tólf flokksmenn eftir fjórum efstu sætum framboðslistans en samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum. 25.10.2005 05:00 Yfirdýralæknir grípur til ráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum geti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. 25.10.2005 05:00 Ætlar að kæra lognar sakir "Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum málum," segir Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannaleigunnar B2 ehf. Hann vísar þar til ásakana á hendur honum og fyrirtæki hans. "Þetta verður klárað fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum." 25.10.2005 04:45 Enn hallar á konur Sérrit frá Hagstofu Íslands um stöðu kynjanna á síðustu þremur áratugum sýnir að í nær öllum kimum samfélagsins hallar enn á konur. Þó hefur hlutfall kvenna á ýmsum sviðum aukist jafnt og þétt. 25.10.2005 04:45 Tryggingar kosta hundruð þúsunda Samtök um akstursíþróttir hafa reynt að fá fimmtíu kúbika smábifhjól leyfð hér á landi. Erfitt hefur reynst að skrá hjólin og mörg hundruð þúsund krónur kostar að tryggja þau. 25.10.2005 04:30 Á þriðja þúsund konur komu saman í Sjallanum Konur á Akureyri héldu baráttuhátíð sína í gær í Sjallanum og var húsið orðið yfirfullt tæpum hálftíma áður en skipulögð dagskrá hófst klukkan 15. Sárafáir karlmenn mættu á hátíðina en að mati Sólveigar Hrafnsdóttur, sem þátt tók í undirbúningnum, voru á milli 2.000 og 2.500 konur í Sjallanum og þurfti hópur kvenna að hlýða á dagskrána utandyra þar sem ekki komust fleiri inn. 25.10.2005 04:00 Ker vill borga skaðabætur "Við ætlum að hittast til frekari viðræðna," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Reykjavíkurborgar um gang mála vegna skaðabótakröfu borgarinnar á hendur olíufélögunum. Fyrir skömmu rann út frestur sem borgin gaf félögunum þremur til að svara skaðabótakröfu sinni. Lögmenn hafa fyrir hönd Skeljungs og Olíss fundað með Vilhjálmi síðan þá, en Ker, sem á Esso, svaraði erindinu formlega. Vilhjálmur segir að í því svari hafi verið boðin fram ákveðin greiðsla, en tæpast í samræmi við kröfur borgarinnar. 25.10.2005 03:45 76 prósentum meira Verðmæti síldarafla af íslenskum miðum á fyrstu sjö mánuðum ársins er tæpum 76 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra, en munurinn er um 2,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Alls var aflaverðmæti íslenskra skipta 41,8 milljarðar á tímabilinu, samanborið 41,7 milljarða í fyrra, en það er 0,2 prósent aukning. 25.10.2005 03:45 Hyggjast segja upp samningi við TR "Það er einhugur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður," segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um einingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um. 25.10.2005 03:30 Rækjuaflinn milljarði minni Verðmæti rækjuaflans dróst saman um tæpan milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, eða 66 prósent, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti síldaraflans jókst hins vegar um rúman milljarð, eða 76 prósent, og nam 2,5 milljörðum króna. 25.10.2005 03:15 Funda með Sól um ræstingar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki að bærinn taki aftur við ræstingum í þeim stofnunum sem hafa verið í verkahring fyrirtækisins Sólar. Fyrirtækið sagði upp samningi sínum við Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. "Þetta er svo nýtilkomið að engin ákvörðun hefur verið tekin í þessu máli," segir Lúðvík en hann mun eiga fund með forsvarsmönnum Sólar á morgun. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, vonast til að bærinn taki aftur við ræstingunum. 25.10.2005 02:45 Sjá næstu 50 fréttir
Brýtur lög um erlenda starfsmenn Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. 25.10.2005 16:54
Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum. 25.10.2005 16:38
Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík. 25.10.2005 16:16
Heimsýn vill eflingu norræns samstarfs Norrænu ríkin ættu að efla samstarf sitt en ekki láta draga sig inn í stofnun nýs stórríkis í Evrópu sem glímir nú við mikla kreppu. Þetta segja norrænar hreyfingar gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær kynntu áherslur sínar í morgun í tengslum við fund Norðurlandaráðs hér á landi. 25.10.2005 16:13
Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. 25.10.2005 16:05
Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. 25.10.2005 15:06
Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. 25.10.2005 14:00
Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. 25.10.2005 13:45
Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. 25.10.2005 13:25
Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. 25.10.2005 12:30
Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. 25.10.2005 11:45
Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. 25.10.2005 11:38
Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. 25.10.2005 11:15
Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. 25.10.2005 10:43
Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. 25.10.2005 10:00
Kínverjar óttast útbreiðslu HIV Allt að tíu milljón Kínverjar gætu smitast af HIV-veirunni á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til aðgerða. Þetta sagði helsti alnæmissérfræðingur Kínverja í gær og tók þar með undir varnaðarorð Sameinuðu Þjóðanna. 25.10.2005 09:30
Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 25.10.2005 09:15
Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. 25.10.2005 08:45
Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. 25.10.2005 08:45
Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. 25.10.2005 08:45
Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. 25.10.2005 08:15
Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. 25.10.2005 08:00
Lyf í rúgbrauði Nú eru allar líkur á því að Danir og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins geti sótt sér lyf í bakarí í stað apóteks. Það einskorðast þó eingöngu við lyf sem lækna eiga háa blóðfitu. Ástæðan er sú að í gær töpuðu Danir kosningu á Evrópusambandsþinginu þar sem önnur ríki kusu með því að leyfa slík lyf í tveimur gerðum af rúgbrauði. 25.10.2005 08:00
Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. 25.10.2005 07:45
Ákærður fyrir að bana landa sínum: Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. 25.10.2005 07:00
Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. 25.10.2005 06:55
Ætla að stöðva brotleg fyrirtæki Fulltrúar Samiðnar fóru í gær um og ræddu við erlenda verkamenn á vegum íslensku starfsmannaleigunnar B2 ehf. Félögin segja tíma kominn á aðgerðir gegn fyrirtækjum sem upplýsa ekki um kjör erlendra starfsmanna sinna. 25.10.2005 06:45
Sveinatunga jöfnuð við jörðu Gömlu bæjarskrifstofurnar í Garðabæ hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Síðastliðinn áratug hafa listhneigðir grunnskælingar í Flataskóla haft aðstöðu í Sveinatungu, eins og húsið var nefnt. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvað byggt verði á Sveinatungulóðinni. Þó eru uppi hugmyndir um nýjan miðbæ í Garðabæ og þar er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á svæðinu. 25.10.2005 06:00
Vinnumálastofnun kannar ávirðingar Yfirmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið falið að grennslast fyrir um ávirðingar á hendur starfsmannaleigunni B2 og vísa til lögreglu reynist þær á rökum reistar. Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar í hádeginu í gær. 25.10.2005 06:00
Stefnir að lögum fyrir jól "Mér sýnist einsýnt að við förum í einhvers konar lagasetningu en hún þarf að taka mið af okkar alþjóðlegu skuldbindingum, ekki sýst varðandi EES samninginn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra um starfsemi starfsmannaleiga. 25.10.2005 05:45
Fær tennur bættar Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver, voru í gær dæmdar skaða- og þjáningabætur í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni í maí 2002. 25.10.2005 05:45
Landsbankinn lánar öllum sé trygging til "Ef tryggingar eru í lagi þá fá menn lán hjá Landsbankanum hvort sem þeir eru utan að landi eða úr Reykjavík," segir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var írsku stórfyrirtæki hafnað um lán vegna byggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og sögðu forsvarsmenn þess að ástæðan hafi verið sú að fyrirtækið ætti að rísa á landsbyggðinni. 25.10.2005 05:30
Verðvernd og endurgreiðslur Húsasmiðjan blæs til sóknar á bygginga- og heimilsvörumarkaði með því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt lægsta verð. Það byggist á því að þeir fá vöru keypta hjá Húsasmiðjunni endurgreidda sjáist hún auglýst á lægra verði annars staðar innan fimmtán daga frá kaupum. 25.10.2005 05:30
Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við ESB og tengslin milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu." 25.10.2005 05:00
Tólf takast á um fjögur sæti Framboðsfrestur í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri, vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári, rann út á föstudag. Alls sækjast tólf flokksmenn eftir fjórum efstu sætum framboðslistans en samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum. 25.10.2005 05:00
Yfirdýralæknir grípur til ráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum geti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. 25.10.2005 05:00
Ætlar að kæra lognar sakir "Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum málum," segir Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannaleigunnar B2 ehf. Hann vísar þar til ásakana á hendur honum og fyrirtæki hans. "Þetta verður klárað fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum." 25.10.2005 04:45
Enn hallar á konur Sérrit frá Hagstofu Íslands um stöðu kynjanna á síðustu þremur áratugum sýnir að í nær öllum kimum samfélagsins hallar enn á konur. Þó hefur hlutfall kvenna á ýmsum sviðum aukist jafnt og þétt. 25.10.2005 04:45
Tryggingar kosta hundruð þúsunda Samtök um akstursíþróttir hafa reynt að fá fimmtíu kúbika smábifhjól leyfð hér á landi. Erfitt hefur reynst að skrá hjólin og mörg hundruð þúsund krónur kostar að tryggja þau. 25.10.2005 04:30
Á þriðja þúsund konur komu saman í Sjallanum Konur á Akureyri héldu baráttuhátíð sína í gær í Sjallanum og var húsið orðið yfirfullt tæpum hálftíma áður en skipulögð dagskrá hófst klukkan 15. Sárafáir karlmenn mættu á hátíðina en að mati Sólveigar Hrafnsdóttur, sem þátt tók í undirbúningnum, voru á milli 2.000 og 2.500 konur í Sjallanum og þurfti hópur kvenna að hlýða á dagskrána utandyra þar sem ekki komust fleiri inn. 25.10.2005 04:00
Ker vill borga skaðabætur "Við ætlum að hittast til frekari viðræðna," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Reykjavíkurborgar um gang mála vegna skaðabótakröfu borgarinnar á hendur olíufélögunum. Fyrir skömmu rann út frestur sem borgin gaf félögunum þremur til að svara skaðabótakröfu sinni. Lögmenn hafa fyrir hönd Skeljungs og Olíss fundað með Vilhjálmi síðan þá, en Ker, sem á Esso, svaraði erindinu formlega. Vilhjálmur segir að í því svari hafi verið boðin fram ákveðin greiðsla, en tæpast í samræmi við kröfur borgarinnar. 25.10.2005 03:45
76 prósentum meira Verðmæti síldarafla af íslenskum miðum á fyrstu sjö mánuðum ársins er tæpum 76 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra, en munurinn er um 2,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Alls var aflaverðmæti íslenskra skipta 41,8 milljarðar á tímabilinu, samanborið 41,7 milljarða í fyrra, en það er 0,2 prósent aukning. 25.10.2005 03:45
Hyggjast segja upp samningi við TR "Það er einhugur meðal hjartasérfræðinga um að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins við óbreyttar aðstæður," segir Axel Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Á fundi hjartasérfræðinga fyrir helgi var meðal annars rædd sú staða sem komin er upp um einingakvóta sem samningur TR og sérfræðilækna kveður á um. 25.10.2005 03:30
Rækjuaflinn milljarði minni Verðmæti rækjuaflans dróst saman um tæpan milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, eða 66 prósent, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti síldaraflans jókst hins vegar um rúman milljarð, eða 76 prósent, og nam 2,5 milljörðum króna. 25.10.2005 03:15
Funda með Sól um ræstingar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki að bærinn taki aftur við ræstingum í þeim stofnunum sem hafa verið í verkahring fyrirtækisins Sólar. Fyrirtækið sagði upp samningi sínum við Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. "Þetta er svo nýtilkomið að engin ákvörðun hefur verið tekin í þessu máli," segir Lúðvík en hann mun eiga fund með forsvarsmönnum Sólar á morgun. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, vonast til að bærinn taki aftur við ræstingunum. 25.10.2005 02:45