Ætla að stöðva brotleg fyrirtæki 25. október 2005 06:45 Í matsal starfsmanna á Kárahnjúkum. Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segist vera með nokkur fyrirtæki undir smásjánni vegna viðskipta þeirra við starfsmannaleigur, en sum hver standi sig þó mjög vel. Fréttablaðið/GVA Kominn er tími á aðgerðir af hálfu verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um umbætur hjá fyrirtækjum sem ekki upplýsa um kaup og kjör erlendra starfsmanna sinna. Þetta segir Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, en menn á hans vegum fóru um í gær og ræddu við erlenda starfsmenn sem hér eru á vegum íslensku starfsmannaleigunnar 2B ehf. Verkalýðsfélög hafa starfsemi 2B nú undir smásjánni, en þar á bæ hafa menn meðal annars verið sakaðir um að hafa hvatt til þess að pólskir verkamenn séu barðir til hlýðni. Þorbjörn segir farið fram á umbætur komi í ljós að erlendir verkamenn fái ekki greitt í samræmi við kjarasamninga. "Yfirleitt eru þess mál löguð, en ef ekki er nú komið að því að við stoppum vinnustaði strax á næstu dögum, en hvar það verður gef ég náttúrlega ekki upp." Oddur Friðriksson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna á Kárahnjúkum segir alveg ljóst að starfsmannaleigum með starfsemi hér fari fjölgandi og bráðnauðsynlegt sé að setja lög um starfsemi þeirra. "Leigurnar eiga að starfa eftir ákveðnum lögum svo þær komist ekki upp með að vera með leynisamninga í öðrum löndum og að búa sér til sínar eigin reglur á vinnumarkaði. Þessi fyrirtæki hafa nýtt sér göt í lögum. Meginhluti þeirra er frá Eystrasaltslöndunum og Portúgal, fátækum löndum Evrópu þar sem enga vinnu er að hafa. En það eiga starfsmannaleigur ekki að geta nýtt sér. Þetta fólk á að vera á sömu kjörum og hér eru við lýði og borga hér skatta og skyldur eins og hver annar," segir Oddur og telur stjórnvöld þurfa að taka af skarið um hvernig þessum málum eigi að vera háttað. "Núna er það á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að fylgjast með og reyna að uppræta vandann, en við höfum bara ekki nógu fasta stoð í lögum. Við gerum okkar besta, en erum bara að róta fram og til baka í einhverjum haug." Oddur telur að þingmenn þurfi að einhenda sér í að koma í gegn nýjum lögum fyrir jól. "Þingmennirnir okkar hafa ekkert betra að gera en klára þetta mál." Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Kominn er tími á aðgerðir af hálfu verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um umbætur hjá fyrirtækjum sem ekki upplýsa um kaup og kjör erlendra starfsmanna sinna. Þetta segir Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, en menn á hans vegum fóru um í gær og ræddu við erlenda starfsmenn sem hér eru á vegum íslensku starfsmannaleigunnar 2B ehf. Verkalýðsfélög hafa starfsemi 2B nú undir smásjánni, en þar á bæ hafa menn meðal annars verið sakaðir um að hafa hvatt til þess að pólskir verkamenn séu barðir til hlýðni. Þorbjörn segir farið fram á umbætur komi í ljós að erlendir verkamenn fái ekki greitt í samræmi við kjarasamninga. "Yfirleitt eru þess mál löguð, en ef ekki er nú komið að því að við stoppum vinnustaði strax á næstu dögum, en hvar það verður gef ég náttúrlega ekki upp." Oddur Friðriksson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna á Kárahnjúkum segir alveg ljóst að starfsmannaleigum með starfsemi hér fari fjölgandi og bráðnauðsynlegt sé að setja lög um starfsemi þeirra. "Leigurnar eiga að starfa eftir ákveðnum lögum svo þær komist ekki upp með að vera með leynisamninga í öðrum löndum og að búa sér til sínar eigin reglur á vinnumarkaði. Þessi fyrirtæki hafa nýtt sér göt í lögum. Meginhluti þeirra er frá Eystrasaltslöndunum og Portúgal, fátækum löndum Evrópu þar sem enga vinnu er að hafa. En það eiga starfsmannaleigur ekki að geta nýtt sér. Þetta fólk á að vera á sömu kjörum og hér eru við lýði og borga hér skatta og skyldur eins og hver annar," segir Oddur og telur stjórnvöld þurfa að taka af skarið um hvernig þessum málum eigi að vera háttað. "Núna er það á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að fylgjast með og reyna að uppræta vandann, en við höfum bara ekki nógu fasta stoð í lögum. Við gerum okkar besta, en erum bara að róta fram og til baka í einhverjum haug." Oddur telur að þingmenn þurfi að einhenda sér í að koma í gegn nýjum lögum fyrir jól. "Þingmennirnir okkar hafa ekkert betra að gera en klára þetta mál."
Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira