Brýtur lög um erlenda starfsmenn 25. október 2005 16:54 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. Verkalýðsfélags Akraness sendi í gær sýslumanninum í Borgarnesi kæru vegna 10 pólskra starfsmanna sem unnið hafa við stækkun Norðuráls á Grundartanga og komu hingað til lands á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Eins og fram hefur komið í fréttum sæta forsvarsmenn 2B hörðum ásökunum vegna brota á kjarasamningum og jafnvel mannréttindum um 50 pólskra starfsmanna sem fyrirtækið hefur flutt hingað til lands. Kæra Verkalýðsfélags Akraness snýr að því að starfsmannaleigan hafi ekki leyfi til að flytja hingað starfsmenn á grundvelli laga um þjónustusamninga, sem gera erlendum starfsmönnum kleift að vinna hér á landi í þrjá mánuði án sérstaks atvinnuleyfis. Að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, geta umrædd lög ekki átt við um fyrirtækið 2B þar sem fyrirtækið sé íslenskt og skráð hér á landi, en í lögum um réttarstöðu starfsmanna sem hér starfa tímabundið á vegum slíkra samninga er skýrt kveðið á um að lögin eigi við um erlend fyrirtæki. Vilhjálmur segir því ljóst að allir þeir 50 starfsmenn sem séu við störf á vegum 2B víðs vegar um landið, séu hér ólöglega við störf og vísar þar einnig til álita Vinnumálastofnunar. Vilhjálmur segir vandræði í tengslum við kjarasamningsbrot á erlendum starfsmönnum vera orðinn stórvandamál hér á landi og tekur dæmi af því hvernig lítið stéttarfélag eins og hans hafi þurft að hafa afskipti af tugum slíkra mála á síðustu mánuðum þar sem staðfest sé að erlent verkafólk sé hlunnfarið um laun. Hann segir ljóst að fráleitt sé að tala um að einungis nokkru tilvik valdi vandræðum - dæmin sanni annað. Að sögn Sýslumanns í Borgarnesi er málið nú í rannsókn og niðurstöðu að vænta á morgun eða fimmtudag. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. Verkalýðsfélags Akraness sendi í gær sýslumanninum í Borgarnesi kæru vegna 10 pólskra starfsmanna sem unnið hafa við stækkun Norðuráls á Grundartanga og komu hingað til lands á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Eins og fram hefur komið í fréttum sæta forsvarsmenn 2B hörðum ásökunum vegna brota á kjarasamningum og jafnvel mannréttindum um 50 pólskra starfsmanna sem fyrirtækið hefur flutt hingað til lands. Kæra Verkalýðsfélags Akraness snýr að því að starfsmannaleigan hafi ekki leyfi til að flytja hingað starfsmenn á grundvelli laga um þjónustusamninga, sem gera erlendum starfsmönnum kleift að vinna hér á landi í þrjá mánuði án sérstaks atvinnuleyfis. Að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, geta umrædd lög ekki átt við um fyrirtækið 2B þar sem fyrirtækið sé íslenskt og skráð hér á landi, en í lögum um réttarstöðu starfsmanna sem hér starfa tímabundið á vegum slíkra samninga er skýrt kveðið á um að lögin eigi við um erlend fyrirtæki. Vilhjálmur segir því ljóst að allir þeir 50 starfsmenn sem séu við störf á vegum 2B víðs vegar um landið, séu hér ólöglega við störf og vísar þar einnig til álita Vinnumálastofnunar. Vilhjálmur segir vandræði í tengslum við kjarasamningsbrot á erlendum starfsmönnum vera orðinn stórvandamál hér á landi og tekur dæmi af því hvernig lítið stéttarfélag eins og hans hafi þurft að hafa afskipti af tugum slíkra mála á síðustu mánuðum þar sem staðfest sé að erlent verkafólk sé hlunnfarið um laun. Hann segir ljóst að fráleitt sé að tala um að einungis nokkru tilvik valdi vandræðum - dæmin sanni annað. Að sögn Sýslumanns í Borgarnesi er málið nú í rannsókn og niðurstöðu að vænta á morgun eða fimmtudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira