Innlent

Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði

Fossvogskirkjugarður
Fossvogskirkjugarður MYND/Eól

Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík.

Laust er bæði fyrir kistugrafir og duftreiti í Gufunes kirkjugarði. Þeir sem grafnir er í Reykjavík eru undantekningar lítið grafnir í Gufunesi ef þeir eiga ekki frátekið legstæði annars staðar. Þrátt fyrir að Fossvogskirkjugarður sé fullnýttur, er fjöldinn allur af fráteknum legstæðum þar. Sú regla gildir við andlát að hægt er að taka frá eitt leiði við hlið þeirra sem grafinn er, ef viðkomandi ætlar að láta jarðsetja sig. Töluverður möguleiki er þó á að fólk geti látið grafa duftker í gröf látinna ættingja í Fossvogi, en til þess þarf leyfi frá öðrum eftirlifendum. Það hefur færst í vöxt að fólk nýti sér þessa leið.

Verið er að undirbúa nýjan duftreit á Sóllandi við Öskjuhlíð. Fyrirhugað er að taka hann í notkun í kringum 2008. Árið 2004 voru tæplega eittþúsund manns jarðsettir í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×