Ákærður fyrir að bana landa sínum: 25. október 2005 07:00 Phu Tién Nguyén. Ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana í matarboði í Kópavogi í vor. Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. Ekki hefðu aðrir gestir vitað um hnífinn. Hann sagði dómurum að hann hefði verið töluvert drukkinn þetta kvöld, og sagði þá Vu hafa rifist um aldur, en samkvæmt víetnömskum sið ber yngri mönnum að sýna sér eldri mönnum virðingu. Vu var þremur árum yngri en hinn ákærði og sagðist Phu hafa orðið reiður yfir dónaskap Vu. Þeir sættust þó, en þegar Phu fór á salernið elti Vu hann þangað inn. Phu sagði Vu hafa ráðist á sig og barið sig í andlitið. Hefði Phu þá orðið mjög óttasleginn og dregið fram hnífinn í sjálfsvörn. Í lögregluyfirheyrslu sagðist húsráðandi hafa komið inn á baðherbergið í þann mund sem Phu stakk Vu. Maðurinn reyndi að stía þeim í sundur, en í átökunum stakk Phu húsráðanda í læri. Phu mundi ekki eftir þessum hluta atburðarásarinnar og jafnframt mundi hann ekki eftir því að hafa hótað Vu lífláti eftir að aðrir matargestir höfðu tekið hnífinn af honum, sem vitni sögðu hann hafa gert. Þó mundi hann eftir að hafa farið inn í eldhús í leit að öðrum hníf, því hann taldi sig vera í lífshættu. Við handtöku var Phu með mikla áverka á höfði. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir sagði að þó Phu væri sakhæfur væri ekki hægt að útiloka að sakhæfi hans væri eitthvað skert því hann væri viðkvæmari fyrir höfuðáverkum vegna heilahristings sem hann hlaut í bílslysi fyrir rúmu ári. Til væri í dæminu að ofsinn sem hann sýndi væri vegna skertrar meðvitundar, en þegar hann var spurður um þetta kannaðist Phu ekki við það. Alls voru sautján gestir í matarboðinu og báru fjölmargir þeirra vitni í gær með aðstoð túlks. Vu lét eftir sig unga barnshafandi eiginkonu og þriggja ára dóttur þeirra. Dómur fellur í málinu á næstu vikum. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. Ekki hefðu aðrir gestir vitað um hnífinn. Hann sagði dómurum að hann hefði verið töluvert drukkinn þetta kvöld, og sagði þá Vu hafa rifist um aldur, en samkvæmt víetnömskum sið ber yngri mönnum að sýna sér eldri mönnum virðingu. Vu var þremur árum yngri en hinn ákærði og sagðist Phu hafa orðið reiður yfir dónaskap Vu. Þeir sættust þó, en þegar Phu fór á salernið elti Vu hann þangað inn. Phu sagði Vu hafa ráðist á sig og barið sig í andlitið. Hefði Phu þá orðið mjög óttasleginn og dregið fram hnífinn í sjálfsvörn. Í lögregluyfirheyrslu sagðist húsráðandi hafa komið inn á baðherbergið í þann mund sem Phu stakk Vu. Maðurinn reyndi að stía þeim í sundur, en í átökunum stakk Phu húsráðanda í læri. Phu mundi ekki eftir þessum hluta atburðarásarinnar og jafnframt mundi hann ekki eftir því að hafa hótað Vu lífláti eftir að aðrir matargestir höfðu tekið hnífinn af honum, sem vitni sögðu hann hafa gert. Þó mundi hann eftir að hafa farið inn í eldhús í leit að öðrum hníf, því hann taldi sig vera í lífshættu. Við handtöku var Phu með mikla áverka á höfði. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir sagði að þó Phu væri sakhæfur væri ekki hægt að útiloka að sakhæfi hans væri eitthvað skert því hann væri viðkvæmari fyrir höfuðáverkum vegna heilahristings sem hann hlaut í bílslysi fyrir rúmu ári. Til væri í dæminu að ofsinn sem hann sýndi væri vegna skertrar meðvitundar, en þegar hann var spurður um þetta kannaðist Phu ekki við það. Alls voru sautján gestir í matarboðinu og báru fjölmargir þeirra vitni í gær með aðstoð túlks. Vu lét eftir sig unga barnshafandi eiginkonu og þriggja ára dóttur þeirra. Dómur fellur í málinu á næstu vikum.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira