Innlent

Heilbrigðisyfirvöld róleg

Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn.

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að skipulagsvinna sé í fullum gangi og næsta vor verði farið í sýnatökur af alifuglum og villtum fuglum til að kanna hvar alifuglar halda sig utan dyra. Hugsanlega komi til þess að sú fyrirskipun verði gefin út að þeim eigi að halda inni. Þangað til fylgist heilbrigðisyfirvöld bara með þróun mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×