Fleiri fréttir Kjarasamningar í uppnámi Kjarasamningar eru í uppnámi, skattur á tekjum undir 175 þúsund krónum á að verða 14,75 prósent, og ef til vill stendur lítið íslenskt myntsvæði og óstöðugt efnahagslíf vaxtalækkunum fyrir þrifum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ályktanadrögum ársfundar Alþýðusambands Íslands. 20.10.2005 00:01 Skorið úr um málið í Haag Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. 20.10.2005 00:01 Gríðarlegur niðurskurður? Niðurskurðarhugmyndir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli eru slíkar að umsvifin þar yrðu álíka lítil og fyrir rúmri hálfri öld. Nánar tiltekið er átt við árin 1946 til 51, þegar u.þ.b. 150 hermenn voru í stöðinni og um 300 Íslendingar, en um sjö hundruð Íslendingar eru þar nú eftir mikinn niðurskurð á síðustu misserum. 20.10.2005 00:01 Allrahanda kærir Vegagerðina Rútufyrirtækið Allrahanda hefur kært Vegagerðina þar sem ekki var samið við fyrirtækið um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Allrahanda bauð hæsta greiðslu fyrir sérleyfið en Kynnisferðir, sem samið var við, fá greitt með akstrinum. 20.10.2005 00:01 Stúdentar afhenda ráðherra ályktun Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka beri upp skólagjöld við opinbera háskóla. Stúdentar ætla að afhenda menntamálaráðherra og formanni menntamálanefndar Alþingis ályktun þessa efnis í dag. 20.10.2005 00:01 Sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Flugleiðir í dag af átta og hálfrar milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins, sem slasaðist við vinnu á Keflavíkurflugvelli 1. desember 1999. 20.10.2005 00:01 Tvö ár fyrir kynferðisbrot 37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002. 20.10.2005 00:01 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut. 20.10.2005 00:01 Fræðsla um kynferðisofbeldi Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að fela menntasviði borgarinnar að efna til umræðu við fagfólk ogt foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. 20.10.2005 00:01 Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. 20.10.2005 00:01 Forsetahjónin í Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Heimsókninni lýkur klukkan átta í kvöld. 20.10.2005 00:01 Lífið í vinnunni hjá ASÍ Á ársfundi ASÍ, sem lýkur í dag, er lagt til að hrint verði af stað átaki til að efla umfjöllun um lífið í vinnunni og vinnuverndarstarf í fyrirtækjum. 20.10.2005 00:01 Álit um framtíðarhlutverk Starfshópur sem vinnur að úttekt á framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs skilar að öllum líkindum af sér áfangaáliti um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs fyrir lok mánaðarins. 20.10.2005 00:01 Segja hátt gengi ekki skila sér Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski. 20.10.2005 00:01 Lýsisneysla mæðra hjálpar börnum Lýsisneysla móður í upphafi meðgöngu getur haft jákvæð áhrif á heilsufar barnsins á lífsleiðinni. Þær konur sem taka lýsi fæða stærri börn. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Lýðheilsustöðvar, Háskóla Íslands og Mæðraverndar. 20.10.2005 00:01 Helmingi betri horfur Lyf, sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein eykur batahorfur um helming ef það er gefið strax í upphafi meðferðar. Fögnuðurinn í læknastéttinni er slíkur að helsti sérfræðingurinn á Íslandi á þessu sviði man ekki eftir öðru eins. 20.10.2005 00:01 Björn segist ekki vanhæfur Dómsmálaráðherra telur sig ekki vanhæfan til að skipa nýjan saksóknara í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði dómsmálaráðherra á þingi hvort ekki væri óheppilegt að hann viki ekki sæti þegar kæmi að því að skipa nýjan saksóknara í ljósi yfirlýsinga hans og annarra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum um Baugsmálið. 20.10.2005 00:01 Davíð byrjaður í Seðlabankanum Davíð Oddsson hóf störf sem seðlabankastjóri í dag. Honum var vel tekið af öðrum stjórnendum bankans en helsti fjandvinur hans úr pólitíkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, notaði daginn til að hætta í bankaráði Seðlabankans. 20.10.2005 00:01 Vonsvikinn með hvernig miðar Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum. 20.10.2005 00:01 Allrahanda uppfylltu ekki skilyrði Aðstoðarvegamálastjóri segir fyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda ekki hafa uppfyllt skilmála útboðs um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það sé ástæða þess að samið var við fyrirtæki sem átti tilboð sem var tugum milljóna króna óhagstæðara en tilboð Allrahanda. 20.10.2005 00:01 Full ástæða til að safnast saman Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum. 20.10.2005 00:01 63 prósent vilja Vilhjálm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. 20.10.2005 00:01 Vilhjálmur Þ. með forystuna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur forystu í kapphlaupinu um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni í vor ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. 20.10.2005 00:01 Dæmdir fyrir rán Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ræna verslunina 10/11 í Engihjalla í Kópavogi í apríl. Þar að auki hlaut hann og félagi hans í ráninu sex mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára. 20.10.2005 00:01 Skólastefnu og kvenfrelsi ber hæst Endurskoðun stjórnmálaályktunar þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð er skilgreind sem flokkur kvenfrelsis og viðamikil menntastefna eru meðal þess sem ber hæst á flokksþingi Vinstri-grænna sem hefst í dag að mati, Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. 20.10.2005 00:01 200 milljónir fram úr heimildum Útlit er fyrir að sérfræðilæknar fari um 200 milljónir fram yfir fjárheimildir gildandi samnings við Tryggingastofnun, að sögn formanns samninganefndar lækna. Mest er aukning á þjónustu hjartasérfræðinga, eða 25 prósent. 20.10.2005 00:01 Flest lyf standa í stað „Einhver lyf lækka, önnur hækka, en flest lyf standa í stað," segir Páll Guðmundsson lyfsali hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni um andstæðar fullyrðingar vegna lækkunar lyfjaverðs í heildsölu. 20.10.2005 00:01 Drógu gula ýsu „Menn rak bara í rogastans enda aldrei séð svona lagað áður," segir Ingvar Pétursson, skipstjóri á trillunni Hlökkur frá Hólmavík, en áhöfnin dró einn gulan á dögunum. Það er varla í frásögu færandi að draga þann gula en þá er venjulega átt við þorsk. Menn þurfa þó að endurskoða þá málvenju því sá guli að þessu sinni var ýsa. 20.10.2005 00:01 Börn gerast heimsforeldrar "Við erum skátar og skátar eiga að hjálpa öðrum jafnvel þó þeir séu svona langt í burtu," segir Óskar Þór Þorsteinsson skáti úr Garðabæ og meðlimur í Ljósálfasveitinni Muggar. Sú sveit hefur nú tekið að sér það hlutverk að vera heimsforeldrar Önnu Karínu sem er tíu ára fátæk stúlka í El Salvador. 20.10.2005 00:01 ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt Forseti Alþýðusambandsins segir ríkisstjórnina ekki bregðast með fullnægjandi hætti við þeirri ógn sem verðbólgan er kjarasamningum. Skattalækkanir eiga að vera til tekjujöfnunar, sagði forsetinn á ársfundi ASÍ sem hófst í gær. 20.10.2005 00:01 Ágreiningur um varnarsamninginn Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna. 20.10.2005 00:01 Heitur vetur framundan „Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn. 20.10.2005 00:01 25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. 19.10.2005 00:01 Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. 19.10.2005 00:01 Hönnun Háskólatorgs miðar áfram Íslenskir aðalverktakar, ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar, urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Útboðsaðferðin felur í sér að við mat á tillögum tekur verkkaupi einungis afstöðu til gæða tillagna þar sem kostnaður er fyrirfram ákveðinn. 19.10.2005 00:01 1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. 19.10.2005 00:01 Fundað um varnarsamninginn í dag Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar. 19.10.2005 00:01 Byggingakrani féll við Landspítala Byggingarkrani féll á nýbyggingu við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum. Orsakir slyssins eru enn óljósar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík urðu engin slys á fólki þegar kraninn féll. Eftir á að athuga með hugsanlegar skemmdir á mannvirkjum. 19.10.2005 00:01 Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. 19.10.2005 00:01 Neysluvísitalan hækkaði um 1,6% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði. 19.10.2005 00:01 Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. 19.10.2005 00:01 Fær ekki lífeyri föður síns Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. 19.10.2005 00:01 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. 19.10.2005 00:01 Flugbraut á Lönguskerjum fráleit Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fráleitt að byggja upp flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir í pistli í Morgunkornum VG að uppbygging flugvallar á Lönguskerjum þýddi að áður en yfir lyki væri Skerjafjörður malbikaður nánast stranda á milli. 19.10.2005 00:01 Krefst átta milljóna Lithái, sem gerður var brottrækur héðan af landi 2001, hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega átta milljón króna í bætur. Árið 1995 nauðgaði og myrti Litháinn ungri konu í heimalandi sínu, en var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa og sendur á réttargæsludeild. Fjórum árum síðar var hann látinn laus, og settist skömmu síðar að á Íslandi. 19.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kjarasamningar í uppnámi Kjarasamningar eru í uppnámi, skattur á tekjum undir 175 þúsund krónum á að verða 14,75 prósent, og ef til vill stendur lítið íslenskt myntsvæði og óstöðugt efnahagslíf vaxtalækkunum fyrir þrifum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ályktanadrögum ársfundar Alþýðusambands Íslands. 20.10.2005 00:01
Skorið úr um málið í Haag Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. 20.10.2005 00:01
Gríðarlegur niðurskurður? Niðurskurðarhugmyndir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli eru slíkar að umsvifin þar yrðu álíka lítil og fyrir rúmri hálfri öld. Nánar tiltekið er átt við árin 1946 til 51, þegar u.þ.b. 150 hermenn voru í stöðinni og um 300 Íslendingar, en um sjö hundruð Íslendingar eru þar nú eftir mikinn niðurskurð á síðustu misserum. 20.10.2005 00:01
Allrahanda kærir Vegagerðina Rútufyrirtækið Allrahanda hefur kært Vegagerðina þar sem ekki var samið við fyrirtækið um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Allrahanda bauð hæsta greiðslu fyrir sérleyfið en Kynnisferðir, sem samið var við, fá greitt með akstrinum. 20.10.2005 00:01
Stúdentar afhenda ráðherra ályktun Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka beri upp skólagjöld við opinbera háskóla. Stúdentar ætla að afhenda menntamálaráðherra og formanni menntamálanefndar Alþingis ályktun þessa efnis í dag. 20.10.2005 00:01
Sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Flugleiðir í dag af átta og hálfrar milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins, sem slasaðist við vinnu á Keflavíkurflugvelli 1. desember 1999. 20.10.2005 00:01
Tvö ár fyrir kynferðisbrot 37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002. 20.10.2005 00:01
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut. 20.10.2005 00:01
Fræðsla um kynferðisofbeldi Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að fela menntasviði borgarinnar að efna til umræðu við fagfólk ogt foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. 20.10.2005 00:01
Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. 20.10.2005 00:01
Forsetahjónin í Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Heimsókninni lýkur klukkan átta í kvöld. 20.10.2005 00:01
Lífið í vinnunni hjá ASÍ Á ársfundi ASÍ, sem lýkur í dag, er lagt til að hrint verði af stað átaki til að efla umfjöllun um lífið í vinnunni og vinnuverndarstarf í fyrirtækjum. 20.10.2005 00:01
Álit um framtíðarhlutverk Starfshópur sem vinnur að úttekt á framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs skilar að öllum líkindum af sér áfangaáliti um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs fyrir lok mánaðarins. 20.10.2005 00:01
Segja hátt gengi ekki skila sér Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski. 20.10.2005 00:01
Lýsisneysla mæðra hjálpar börnum Lýsisneysla móður í upphafi meðgöngu getur haft jákvæð áhrif á heilsufar barnsins á lífsleiðinni. Þær konur sem taka lýsi fæða stærri börn. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Lýðheilsustöðvar, Háskóla Íslands og Mæðraverndar. 20.10.2005 00:01
Helmingi betri horfur Lyf, sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein eykur batahorfur um helming ef það er gefið strax í upphafi meðferðar. Fögnuðurinn í læknastéttinni er slíkur að helsti sérfræðingurinn á Íslandi á þessu sviði man ekki eftir öðru eins. 20.10.2005 00:01
Björn segist ekki vanhæfur Dómsmálaráðherra telur sig ekki vanhæfan til að skipa nýjan saksóknara í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði dómsmálaráðherra á þingi hvort ekki væri óheppilegt að hann viki ekki sæti þegar kæmi að því að skipa nýjan saksóknara í ljósi yfirlýsinga hans og annarra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum um Baugsmálið. 20.10.2005 00:01
Davíð byrjaður í Seðlabankanum Davíð Oddsson hóf störf sem seðlabankastjóri í dag. Honum var vel tekið af öðrum stjórnendum bankans en helsti fjandvinur hans úr pólitíkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, notaði daginn til að hætta í bankaráði Seðlabankans. 20.10.2005 00:01
Vonsvikinn með hvernig miðar Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum. 20.10.2005 00:01
Allrahanda uppfylltu ekki skilyrði Aðstoðarvegamálastjóri segir fyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda ekki hafa uppfyllt skilmála útboðs um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það sé ástæða þess að samið var við fyrirtæki sem átti tilboð sem var tugum milljóna króna óhagstæðara en tilboð Allrahanda. 20.10.2005 00:01
Full ástæða til að safnast saman Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum. 20.10.2005 00:01
63 prósent vilja Vilhjálm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. 20.10.2005 00:01
Vilhjálmur Þ. með forystuna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur forystu í kapphlaupinu um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni í vor ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. 20.10.2005 00:01
Dæmdir fyrir rán Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ræna verslunina 10/11 í Engihjalla í Kópavogi í apríl. Þar að auki hlaut hann og félagi hans í ráninu sex mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára. 20.10.2005 00:01
Skólastefnu og kvenfrelsi ber hæst Endurskoðun stjórnmálaályktunar þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð er skilgreind sem flokkur kvenfrelsis og viðamikil menntastefna eru meðal þess sem ber hæst á flokksþingi Vinstri-grænna sem hefst í dag að mati, Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. 20.10.2005 00:01
200 milljónir fram úr heimildum Útlit er fyrir að sérfræðilæknar fari um 200 milljónir fram yfir fjárheimildir gildandi samnings við Tryggingastofnun, að sögn formanns samninganefndar lækna. Mest er aukning á þjónustu hjartasérfræðinga, eða 25 prósent. 20.10.2005 00:01
Flest lyf standa í stað „Einhver lyf lækka, önnur hækka, en flest lyf standa í stað," segir Páll Guðmundsson lyfsali hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni um andstæðar fullyrðingar vegna lækkunar lyfjaverðs í heildsölu. 20.10.2005 00:01
Drógu gula ýsu „Menn rak bara í rogastans enda aldrei séð svona lagað áður," segir Ingvar Pétursson, skipstjóri á trillunni Hlökkur frá Hólmavík, en áhöfnin dró einn gulan á dögunum. Það er varla í frásögu færandi að draga þann gula en þá er venjulega átt við þorsk. Menn þurfa þó að endurskoða þá málvenju því sá guli að þessu sinni var ýsa. 20.10.2005 00:01
Börn gerast heimsforeldrar "Við erum skátar og skátar eiga að hjálpa öðrum jafnvel þó þeir séu svona langt í burtu," segir Óskar Þór Þorsteinsson skáti úr Garðabæ og meðlimur í Ljósálfasveitinni Muggar. Sú sveit hefur nú tekið að sér það hlutverk að vera heimsforeldrar Önnu Karínu sem er tíu ára fátæk stúlka í El Salvador. 20.10.2005 00:01
ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt Forseti Alþýðusambandsins segir ríkisstjórnina ekki bregðast með fullnægjandi hætti við þeirri ógn sem verðbólgan er kjarasamningum. Skattalækkanir eiga að vera til tekjujöfnunar, sagði forsetinn á ársfundi ASÍ sem hófst í gær. 20.10.2005 00:01
Ágreiningur um varnarsamninginn Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna. 20.10.2005 00:01
Heitur vetur framundan „Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn. 20.10.2005 00:01
25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. 19.10.2005 00:01
Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. 19.10.2005 00:01
Hönnun Háskólatorgs miðar áfram Íslenskir aðalverktakar, ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar, urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Útboðsaðferðin felur í sér að við mat á tillögum tekur verkkaupi einungis afstöðu til gæða tillagna þar sem kostnaður er fyrirfram ákveðinn. 19.10.2005 00:01
1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. 19.10.2005 00:01
Fundað um varnarsamninginn í dag Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar. 19.10.2005 00:01
Byggingakrani féll við Landspítala Byggingarkrani féll á nýbyggingu við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum. Orsakir slyssins eru enn óljósar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík urðu engin slys á fólki þegar kraninn féll. Eftir á að athuga með hugsanlegar skemmdir á mannvirkjum. 19.10.2005 00:01
Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. 19.10.2005 00:01
Neysluvísitalan hækkaði um 1,6% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði. 19.10.2005 00:01
Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. 19.10.2005 00:01
Fær ekki lífeyri föður síns Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. 19.10.2005 00:01
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. 19.10.2005 00:01
Flugbraut á Lönguskerjum fráleit Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fráleitt að byggja upp flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir í pistli í Morgunkornum VG að uppbygging flugvallar á Lönguskerjum þýddi að áður en yfir lyki væri Skerjafjörður malbikaður nánast stranda á milli. 19.10.2005 00:01
Krefst átta milljóna Lithái, sem gerður var brottrækur héðan af landi 2001, hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega átta milljón króna í bætur. Árið 1995 nauðgaði og myrti Litháinn ungri konu í heimalandi sínu, en var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa og sendur á réttargæsludeild. Fjórum árum síðar var hann látinn laus, og settist skömmu síðar að á Íslandi. 19.10.2005 00:01