Innlent

Álit um framtíðarhlutverk

Allt bendir til að starfshópur sem vinnur að úttekt á framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs skili af sér áfangaáliti um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs fyrir lok október. Þetta kom fram hjá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands í gær. Í ræðu sinni sagði ráðherrann að viðbúið hefði verið að spenna myndi ríkja í efnahagslífi þjóðarinnar vegna stóriðjuframkvæmda í landinu. Við hafi bæst hækkun á olíuverði, hækkun húsnæðisverðs og innkoma banka og sparisjóða á þann markað. Ástæða sé til að óttast að verðbólga aukist en það sé mikil einföldun að eigna Íbúðalánasjóði og aðgerðum í húsnæðismálum á síðasta ári þensluna í hagkerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×