ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt 20. október 2005 00:01 „Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira