Gríðarlegur niðurskurður? 20. október 2005 00:01 MYND/ÆMK Niðurskurðarhugmyndir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli eru slíkar að umsvifin þar yrðu álíka lítil og fyrir rúmri hálfri öld. Nánar tiltekið er átt við árin 1946 til 51, þegar u.þ.b. 150 hermenn voru í stöðinni og um 300 Íslendingar, en um sjö hundruð Íslendingar eru þar nú eftir mikinn niðurskurð á síðustu misserum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orrustuþoturnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirra frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan því hún er nátengd herþotunum. Þá vilja Bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli, og álíka hlutfall í rekstri slökkviliðins þar, en Bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar og aðrar NATO-flugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu. Bandaríski herinn og hervélar NATO hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda en án viðveru flugvéla hér. Heimildir fréttastofu herma að þetta séu ítrustu kröfur Bandaríkjamanna, sem auðvitað eigi svo eftir að semja um, en að á þessu stigi sé afar ólíklegt að herþotur verði hér áfram til frambúðar. Ekki fást upplýsingar um kröfur Bandaríkjamanna í utanríkisráðuneytinu hér en sem kunnugt er varð ekkert úr fyrirhuguðum viðræðum í Wasington í gær eftir að íslenska sendinefndin hafði farið yfir kröfur Bandaríkjamanna. Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Niðurskurðarhugmyndir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli eru slíkar að umsvifin þar yrðu álíka lítil og fyrir rúmri hálfri öld. Nánar tiltekið er átt við árin 1946 til 51, þegar u.þ.b. 150 hermenn voru í stöðinni og um 300 Íslendingar, en um sjö hundruð Íslendingar eru þar nú eftir mikinn niðurskurð á síðustu misserum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orrustuþoturnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirra frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan því hún er nátengd herþotunum. Þá vilja Bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli, og álíka hlutfall í rekstri slökkviliðins þar, en Bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar og aðrar NATO-flugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu. Bandaríski herinn og hervélar NATO hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda en án viðveru flugvéla hér. Heimildir fréttastofu herma að þetta séu ítrustu kröfur Bandaríkjamanna, sem auðvitað eigi svo eftir að semja um, en að á þessu stigi sé afar ólíklegt að herþotur verði hér áfram til frambúðar. Ekki fást upplýsingar um kröfur Bandaríkjamanna í utanríkisráðuneytinu hér en sem kunnugt er varð ekkert úr fyrirhuguðum viðræðum í Wasington í gær eftir að íslenska sendinefndin hafði farið yfir kröfur Bandaríkjamanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira