Fleiri fréttir Innanlandsflugið fer hvergi Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni. 19.10.2005 00:01 Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. 19.10.2005 00:01 Stúdentaráð mótmælir landsfundi Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis. 19.10.2005 00:01 Mótsögn í tilmælum borgarstjóra Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. 19.10.2005 00:01 Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. 19.10.2005 00:01 Framkvæmdum 365 mótmælt Íbúar í Hlíðahverfi hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna framkvæmda þrjú hundruð sextíu og fimm miðla við Skaftahlíð. Framkvæmdunum var harðlega mótmælt á fjölmennum íbúafundi í gærkvöldi. 19.10.2005 00:01 Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. 19.10.2005 00:01 Mótmæla frestun þingfundar Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. 19.10.2005 00:01 Veggjakrotarar greiði fyrir tjón Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til. 19.10.2005 00:01 Gengu af fundi um varnarliðið Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna. 19.10.2005 00:01 Ingibjörg vill úr bankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fram á það við Alþingi að vera leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Ingibjörg óskaði eftir þessu vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hennar frá því að hún var kosin í bankaráðið vorið 2003, en sem kunnugt er tók Ingibjörg sæti á þingi nú í haust. Málið verður tekið fyrir á fundi Alþingis á morgun. 19.10.2005 00:01 Tugmilljóna tjón þegar bómur féllu Tugmilljóna tjón varð þegar tvær risastórar bómur af byggingakrönum féllu yfir Háaleitisbrautina, rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi í dag. 19.10.2005 00:01 Kynntu sín sjónarmið Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna. 19.10.2005 00:01 Sigursteinn nýr formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi samtakanna í kvöld. Hann fékk 44 atkvæði en Ragnar Gunnar Þórharllsson, formaður Sjálfsbjargar, fékk 22 atkvæði. 19.10.2005 00:01 Sigursteinn nýr formaður Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í gærkvöld. Sigursteinn segir fjölmörg og stór verkefni blasa við sér. 19.10.2005 00:01 Ágreiningur stjórnarflokka Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. 19.10.2005 00:01 Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. 19.10.2005 00:01 Bóman inn á bílastæði Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð. 19.10.2005 00:01 Afhentu Stígamótum 1,5 milljónir Stígamót tóku á móti 1,5 milljóna króna styrk í dag, en féð safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Sombody to love“ til styrktar Stígamótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tónlist þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni. 19.10.2005 00:01 Íbúar mótmæla framkvæmdum Íbúar við Skaftahlíð í Reykjavík hafa sent úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála kæru þar sem farið er fram á að felld verði úr gildi ákvörðun um að veita eigendum húsnæðis á Skaftahlíð 24 sem nýtt er af 365 fjölmiðlum byggingarleyfi á lóðinni. Um hundrað manns mættu á mótmælafund sem haldinn var í fyrradag. 19.10.2005 00:01 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. 19.10.2005 00:01 Atvinnuleysi aldrei minna Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú í sögulegu lágmarki, eða 1,8 prósent, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Aðeins einu sinni áður hefur atvinnuleysi mælst jafnlítið og var það í nóvember 1999 að sögn Lárusar Blöndal, deildarstjóra á hagstofunni. 19.10.2005 00:01 Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. 19.10.2005 00:01 Hætt í Seðlabankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag. 19.10.2005 00:01 Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. 19.10.2005 00:01 Engin einkavæðing strax <font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga. 19.10.2005 00:01 Enginn fundur Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi íslensku og bandarísku samninganefndanna í gær um endurskoðun varnarsamningsins. Fundinn átti að halda í Bandaríkjunum og var íslenska samninganefndin farin utan. 19.10.2005 00:01 Segir lyfsala vera með hótanir Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir lyfsala hóta að skrúfa fyrir afslátt á lyfjaverði í kjölfar fullyrðinga um að verðlækkanir komi sjúklingum ekki til góða. 19.10.2005 00:01 Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. 19.10.2005 00:01 Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. 19.10.2005 00:01 Hættir að taka við sjúklingum Sjálfstætt starfandi hjartasérfræðingar íhuga nú að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins, að sögn Axels Sigurðssonar sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þeir eru farnir að stöðva bókanir þar til eftir áramót, nema mikið liggi við. Þetta á sér einnig stað í öðrum sérfræðigreinum. 19.10.2005 00:01 Minningardagskrá á Flateyri Flateyringar heima og heiman hyggjast minnast þess 26 október næstkomandi að tíu ár eru liðinn frá snjóflóðunum mannskæðu á þorpið við Önundarfjörð. Mun skipulögð dagskrá fara fram allan daginn auk þess sem sérstök minningardagskrá mun fara fram að kvöldi dags í íþróttahúsi staðarins. 18.10.2005 00:01 Forsendur kjarasamninga ræddar Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar. 18.10.2005 00:01 Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. 18.10.2005 00:01 Starfslokasamningur kærður Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur nú fengið til rannsóknar starfslokasamning Jóhannesar Sigurgeirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða Lífeyrissjóðsins, sem hann og stjórn sjóðsins gerðu þegar Jóhannesi var gert að víkja störfum vegna bágrar afkomu sjóðsins fyrir ári. 18.10.2005 00:01 Vill takmarka eignarhald fjölmiðla Geir H Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að málamiðlum fjölmiðlanefndarinnar, svokölluðu um að eignharhald eins aðila eða aðila honum tengdum megi ekki vera meira en 25%, sé of há. 18.10.2005 00:01 Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. 18.10.2005 00:01 Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. 18.10.2005 00:01 Fær að leiða fram vitni Hæstiréttur hefur samþykkt kröfu Lúðvíks Gisurarsonar um að fá að leiða fram vitni sem varpað gætu ljósi á meint ástarsamband móður hans og Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra og lögreglustjóra í Reykjavík. Lúðvík heldur því fram að Hermann hafi verið faðir hans og eru vitnaleiðslurnar liður í viðleitni hans til að fá lífsýni úr Hermanni heitnum. 18.10.2005 00:01 Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. 18.10.2005 00:01 Skoða reglur einkavæðingarnefndar Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. 18.10.2005 00:01 Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. 18.10.2005 00:01 Fagnar fyrirhugðum aðgerðum Borgarstjóri fagnar fyrirhuguðum aðgerðum á kvennafrídaginn og beinir því til stjórnenda á vinnustöðum að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu. 18.10.2005 00:01 Unnu samkeppni um Háskólatorg Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. 18.10.2005 00:01 Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. 18.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Innanlandsflugið fer hvergi Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni. 19.10.2005 00:01
Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. 19.10.2005 00:01
Stúdentaráð mótmælir landsfundi Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis. 19.10.2005 00:01
Mótsögn í tilmælum borgarstjóra Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. 19.10.2005 00:01
Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. 19.10.2005 00:01
Framkvæmdum 365 mótmælt Íbúar í Hlíðahverfi hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna framkvæmda þrjú hundruð sextíu og fimm miðla við Skaftahlíð. Framkvæmdunum var harðlega mótmælt á fjölmennum íbúafundi í gærkvöldi. 19.10.2005 00:01
Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. 19.10.2005 00:01
Mótmæla frestun þingfundar Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. 19.10.2005 00:01
Veggjakrotarar greiði fyrir tjón Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til. 19.10.2005 00:01
Gengu af fundi um varnarliðið Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna. 19.10.2005 00:01
Ingibjörg vill úr bankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fram á það við Alþingi að vera leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Ingibjörg óskaði eftir þessu vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hennar frá því að hún var kosin í bankaráðið vorið 2003, en sem kunnugt er tók Ingibjörg sæti á þingi nú í haust. Málið verður tekið fyrir á fundi Alþingis á morgun. 19.10.2005 00:01
Tugmilljóna tjón þegar bómur féllu Tugmilljóna tjón varð þegar tvær risastórar bómur af byggingakrönum féllu yfir Háaleitisbrautina, rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi í dag. 19.10.2005 00:01
Kynntu sín sjónarmið Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna. 19.10.2005 00:01
Sigursteinn nýr formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi samtakanna í kvöld. Hann fékk 44 atkvæði en Ragnar Gunnar Þórharllsson, formaður Sjálfsbjargar, fékk 22 atkvæði. 19.10.2005 00:01
Sigursteinn nýr formaður Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í gærkvöld. Sigursteinn segir fjölmörg og stór verkefni blasa við sér. 19.10.2005 00:01
Ágreiningur stjórnarflokka Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. 19.10.2005 00:01
Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. 19.10.2005 00:01
Bóman inn á bílastæði Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð. 19.10.2005 00:01
Afhentu Stígamótum 1,5 milljónir Stígamót tóku á móti 1,5 milljóna króna styrk í dag, en féð safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Sombody to love“ til styrktar Stígamótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tónlist þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni. 19.10.2005 00:01
Íbúar mótmæla framkvæmdum Íbúar við Skaftahlíð í Reykjavík hafa sent úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála kæru þar sem farið er fram á að felld verði úr gildi ákvörðun um að veita eigendum húsnæðis á Skaftahlíð 24 sem nýtt er af 365 fjölmiðlum byggingarleyfi á lóðinni. Um hundrað manns mættu á mótmælafund sem haldinn var í fyrradag. 19.10.2005 00:01
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. 19.10.2005 00:01
Atvinnuleysi aldrei minna Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú í sögulegu lágmarki, eða 1,8 prósent, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Aðeins einu sinni áður hefur atvinnuleysi mælst jafnlítið og var það í nóvember 1999 að sögn Lárusar Blöndal, deildarstjóra á hagstofunni. 19.10.2005 00:01
Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. 19.10.2005 00:01
Hætt í Seðlabankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag. 19.10.2005 00:01
Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. 19.10.2005 00:01
Engin einkavæðing strax <font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga. 19.10.2005 00:01
Enginn fundur Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi íslensku og bandarísku samninganefndanna í gær um endurskoðun varnarsamningsins. Fundinn átti að halda í Bandaríkjunum og var íslenska samninganefndin farin utan. 19.10.2005 00:01
Segir lyfsala vera með hótanir Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir lyfsala hóta að skrúfa fyrir afslátt á lyfjaverði í kjölfar fullyrðinga um að verðlækkanir komi sjúklingum ekki til góða. 19.10.2005 00:01
Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. 19.10.2005 00:01
Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. 19.10.2005 00:01
Hættir að taka við sjúklingum Sjálfstætt starfandi hjartasérfræðingar íhuga nú að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins, að sögn Axels Sigurðssonar sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þeir eru farnir að stöðva bókanir þar til eftir áramót, nema mikið liggi við. Þetta á sér einnig stað í öðrum sérfræðigreinum. 19.10.2005 00:01
Minningardagskrá á Flateyri Flateyringar heima og heiman hyggjast minnast þess 26 október næstkomandi að tíu ár eru liðinn frá snjóflóðunum mannskæðu á þorpið við Önundarfjörð. Mun skipulögð dagskrá fara fram allan daginn auk þess sem sérstök minningardagskrá mun fara fram að kvöldi dags í íþróttahúsi staðarins. 18.10.2005 00:01
Forsendur kjarasamninga ræddar Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar. 18.10.2005 00:01
Átak hjá Selfosslögreglu Ljósabúnaði var áfátt á fimmtíu og sjö bílum af þeim 290, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær, einkum til að kanna ástand ljósa. Þetta var fyrsti dagur í þriggja daga átaki Selfosslögreglunnar á þessu sviði. Ökumenn fengu áminningu, en nokkrir voru sektaðir vegna annarra atriða, sem voru í ólagi. 18.10.2005 00:01
Starfslokasamningur kærður Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur nú fengið til rannsóknar starfslokasamning Jóhannesar Sigurgeirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða Lífeyrissjóðsins, sem hann og stjórn sjóðsins gerðu þegar Jóhannesi var gert að víkja störfum vegna bágrar afkomu sjóðsins fyrir ári. 18.10.2005 00:01
Vill takmarka eignarhald fjölmiðla Geir H Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að málamiðlum fjölmiðlanefndarinnar, svokölluðu um að eignharhald eins aðila eða aðila honum tengdum megi ekki vera meira en 25%, sé of há. 18.10.2005 00:01
Sífellt fleiri í framhaldsnám Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á Íslandi og á skólaárinu 2003 - 2004. Sama má segja um útskrifaða nema af framhaldsskólastigi. Örlítil fækkun er þó í útskrift nýstúdenta en sífellt fleiri útskrifast með stúdentspróf verkgreina og viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi. 18.10.2005 00:01
Lithárnir án atvinnuleyfis Forsvarsmenn Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi segja ljóst að enginn leyfi né samningar séu til staðar fyrir fjóra Litháa sem starfað hafa hjá fyrirtækinu Járn@járn á Reyðarfirði undanfarið. Lögregla hefur gefið fyrirtækinu frest til morguns til að afla gagna í málinu. 18.10.2005 00:01
Fær að leiða fram vitni Hæstiréttur hefur samþykkt kröfu Lúðvíks Gisurarsonar um að fá að leiða fram vitni sem varpað gætu ljósi á meint ástarsamband móður hans og Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra og lögreglustjóra í Reykjavík. Lúðvík heldur því fram að Hermann hafi verið faðir hans og eru vitnaleiðslurnar liður í viðleitni hans til að fá lífsýni úr Hermanni heitnum. 18.10.2005 00:01
Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. 18.10.2005 00:01
Skoða reglur einkavæðingarnefndar Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. 18.10.2005 00:01
Leyfir ekki innflutning erfðaefnis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að leyfa innflutning erfðaefna til að blanda við íslenska kúastofninn. Hann furðar sig á ályktun borgfirskra bænda um að undirbúningur að slíkum innflutningi skuli hafinn. 18.10.2005 00:01
Fagnar fyrirhugðum aðgerðum Borgarstjóri fagnar fyrirhuguðum aðgerðum á kvennafrídaginn og beinir því til stjórnenda á vinnustöðum að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu. 18.10.2005 00:01
Unnu samkeppni um Háskólatorg Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. 18.10.2005 00:01
Sveinum fer fækkandi Þeim sem ljúka sveinsprófi hefur farið fækkandi undanfarin ár. Þessa fækkun má útskýra með ríkjandi þenslu í þjóðfélaginu og yfirborgunum sem henni fylgir. Á skólaárinu 2003-2004 útskrifuðust 508 nemendur með sveinspróf og var það 57 nemendum færra en árið áður. 18.10.2005 00:01