Innlent

Lífið í vinnunni hjá ASÍ

Á ársfundi ASÍ er lagt til að hrint verði af stað átaki til að efla umfjöllun um lífið í vinnunni og vinnuverndarstarf í fyrirtækjum. Kynnt verði reglugerð um skipulag vinnuverndarstarfs í fyrirtækjum og reglugerð um einelti. Vinna þurfi að því að efla og styrkja kerfi öryggisnefnda og öryggistrúnaðarmanna á vinnustöðum og hrindaí framkvæmd samningum um fjarvinnu og varnir gegn vinnustreitu á Evrópuvísu. Þá segir í tillögu ASÍ að verkalýðshreyfingin þurfi að stíga ákveðin og markviss skref sem miði að raunverulegu jafnrétti og jöfnum möguleikum kynjanna. Verkalýðshreyfingin þurfi sjálf að vinna með skipulegum hætti að jafnréttismálum innan eigin raða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×