Innlent

Lýsisneysla mæðra hjálpar börnum

Lýsisneysla móður í upphafi meðgöngu getur haft jákvæð áhrif á heilsufar barnsins á lífsleiðinni. Þær konur sem taka lýsi fæða stærri börn. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Lýðheilsustöðvar, Háskóla Íslands og Mæðraverndar. Fylgst var með 549 konum sem komu í mæðraskoðun; spurt var um mataræði og fleiri þætti bæði í byrjun meðgöngu og á seinni hluta hennar. Niðurstaðan var sú að þær konur sem tóku lýsi á fyrstu fimmtán vikum meðgöngunnar fæddu stærri börn. Voru ellefu sinnum líklegri til að eignast börn sem vógu 4.500 grömm eða meira. Anna Ólafsdóttir næringarfræðingur, segir að börn sem séu þyngri, séu síður líkleg til að næla sér í hina ýmsu kvilla. Það hafi fjölmargar rannsóknir sýnt. Fæðingarþyngd á Íslandi sé há, en samt sé þessi fylgni líka til staðar hér á landi. Hvað það er sem veldur er þó ekki vitað. Anna segir að margir telji að það séu Ómega 3 fitusýurnar sem hafi þessi áhrif. Það er þó ekki sama hvaða lýsi verðandi mæður taka. Fljótandi lýsi virðist hafa meiri vikni en lýsisperslur og ufsalýsi inniheldur of mikið af A-vítamíni fyrir barnshafandi konur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×