Skorið úr um málið í Haag 20. október 2005 00:01 Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. Það er Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag, sem segir í viðtali við Aftenposten að réttast sé að láta alþjóðadómstólinn skera úr um málið svo Norðmenn liggi ekki stöðugt undir ámæli frá Íslendingum, Rússum og Evrópusambandslöndum fyrir að stjórna veiðum á hafsvæðinu að eigin geðþótta. Það verði að fá úr því skorið hvernig málið standi gagnvart þeim mörgu þjóðum sem standa að Svalbarðasamningnum svonefnda, en í raun eiga aðildarríkin, þeirra á meðal Ísland, sama rétt á svæðinu þótt Norðmönnum hafi á sínum tíma verið falið eftirlit og umsjón með eyjunum. Í Noregi er það nú rifjað upp að fyrir ellefu árum hafi norska strandgæslan beitt íslenska togarann Björgúlf EA fullri hörku vegna meintra ólöglegra veiða á svæðinu og fært hann til hafnar í Noregi þar sem skipstjóri og útgerð hlutu þungar sektir, en nú láti strandgæslan rússneska togrann Electron sleppa fyrir mun alvarlegra fiskveiðibrot, og mannrán til viðbótar. Kunnugir í Noregi segja að það sé fyrirlsáttur að hafa kennt vondu veðri um hvernig til tókst. Þetta lykti af því að norsk stjórnvöld séu að mismuna þjóðum á svæðinu. Íslensk skip hættu síldveiðunum á svæðinu í fyrrahaust eftir að vera búin að veiða kvótann, sem Norðmenn höfðu úthlutað einhliða, af ótta við að verða tekin fyrir fiskveiðibrot og hljóta dóma í Noregi. Í framhaldi af því ákváðu íslensk stjórnvöld að hefja undirbúning að málssókn gegn Norðmönnum fyrir alþjóðadómstólnum og er sá undirbúningur á lokastigi, þannig að ekkert ætti að vera að vanbúnaði að hefja lögsóknina, en ákvörðun hefur ekki enn verið tekin um það. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. Það er Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag, sem segir í viðtali við Aftenposten að réttast sé að láta alþjóðadómstólinn skera úr um málið svo Norðmenn liggi ekki stöðugt undir ámæli frá Íslendingum, Rússum og Evrópusambandslöndum fyrir að stjórna veiðum á hafsvæðinu að eigin geðþótta. Það verði að fá úr því skorið hvernig málið standi gagnvart þeim mörgu þjóðum sem standa að Svalbarðasamningnum svonefnda, en í raun eiga aðildarríkin, þeirra á meðal Ísland, sama rétt á svæðinu þótt Norðmönnum hafi á sínum tíma verið falið eftirlit og umsjón með eyjunum. Í Noregi er það nú rifjað upp að fyrir ellefu árum hafi norska strandgæslan beitt íslenska togarann Björgúlf EA fullri hörku vegna meintra ólöglegra veiða á svæðinu og fært hann til hafnar í Noregi þar sem skipstjóri og útgerð hlutu þungar sektir, en nú láti strandgæslan rússneska togrann Electron sleppa fyrir mun alvarlegra fiskveiðibrot, og mannrán til viðbótar. Kunnugir í Noregi segja að það sé fyrirlsáttur að hafa kennt vondu veðri um hvernig til tókst. Þetta lykti af því að norsk stjórnvöld séu að mismuna þjóðum á svæðinu. Íslensk skip hættu síldveiðunum á svæðinu í fyrrahaust eftir að vera búin að veiða kvótann, sem Norðmenn höfðu úthlutað einhliða, af ótta við að verða tekin fyrir fiskveiðibrot og hljóta dóma í Noregi. Í framhaldi af því ákváðu íslensk stjórnvöld að hefja undirbúning að málssókn gegn Norðmönnum fyrir alþjóðadómstólnum og er sá undirbúningur á lokastigi, þannig að ekkert ætti að vera að vanbúnaði að hefja lögsóknina, en ákvörðun hefur ekki enn verið tekin um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira