Heitur vetur framundan 20. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira