Helmingi betri horfur 20. október 2005 00:01 Lyf, sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein eykur batahorfur um helming ef það er gefið strax í upphafi meðferðar. Fögnuðurinn í læknastéttinni er slíkur að helsti sérfræðingurinn á Íslandi á þessu sviði man ekki eftir öðru eins. Brjóstakrabbamein er algengasta gerð krabbameins í konum og allt að 1 af hverjum 12 íslenskum konum fá brjóstakrabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Lyfið, sem nefnist Herceptin, gagnast um fjórðungi kvenna með sjúkdóminn. Hjá þeim hafa krabbameinsfrumurnar yfirborðsmótefni sem Herceptin vinnur á. Það ræðst á sjúkdómin en lætur flesta aðra vefi líkamans í friði og er þannig ólíkt öðrum lyfujm sem notuð eru í meðferð gegn brjóstakrabbameini. Fram að þessu hefur það eingöngu verið notað ef brjóstakrabbameinið tekur sig upp að nýju eða breiðist út. Ítarlegar rannsóknir sem gerðar voru bæði í Banaríkjunum og Evrópu, og þúsundir kvenna tóku þátt í, sýna hins vegar að það gagnast konum sem eru nýgreindar. Reyndar svo vel að lyflæknar tala um stórtíðindi þegar þær hafa verið kynntar á alþjóðlegum rástefnum. Sigurður Björnsson, yfirlæknir á lyflækningadeild krabbameina segir niðurstöðurnar hafa vakið svo mikla hrifingu að hann muni ekki eftir öðru eins. Þær konur sem hafi fengið þetta sem viðbót við nýja meðferð hafi verið helmingi líklegri en aðrar til að lifa af. Skráning lyfsins hér á landi, líkt og annars staðar, miðast hins vegar eingöngu við notkun ef krabbameinið hefur breiðst út eða tekið sig upp að nýju og því mætti ætla að þar yrði breyting á. Sigurður segir líklegt að svo verði, með tilliti til þess hve mikilvægar breytingarnar séu. Meðferðin sé dýr, en læknar láti það helst ekki hafa áhrif á sig þegar mælt sé með meðferðarúrræðum. Ársmeðferð með Herceptin kostar á bilinu 2 til 3 milljónir fyrir hvern einstakling og talið er að tveggja ára meðferð með lyfinu gagnist best, svo ljóst er að um verulegar upphæðir er að ræða. Brjóstakrabbamein er sjúkdómur sem konur fá á bestu árum ævinnar, allt niður fyrir þrítugt. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Lyf, sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein eykur batahorfur um helming ef það er gefið strax í upphafi meðferðar. Fögnuðurinn í læknastéttinni er slíkur að helsti sérfræðingurinn á Íslandi á þessu sviði man ekki eftir öðru eins. Brjóstakrabbamein er algengasta gerð krabbameins í konum og allt að 1 af hverjum 12 íslenskum konum fá brjóstakrabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Lyfið, sem nefnist Herceptin, gagnast um fjórðungi kvenna með sjúkdóminn. Hjá þeim hafa krabbameinsfrumurnar yfirborðsmótefni sem Herceptin vinnur á. Það ræðst á sjúkdómin en lætur flesta aðra vefi líkamans í friði og er þannig ólíkt öðrum lyfujm sem notuð eru í meðferð gegn brjóstakrabbameini. Fram að þessu hefur það eingöngu verið notað ef brjóstakrabbameinið tekur sig upp að nýju eða breiðist út. Ítarlegar rannsóknir sem gerðar voru bæði í Banaríkjunum og Evrópu, og þúsundir kvenna tóku þátt í, sýna hins vegar að það gagnast konum sem eru nýgreindar. Reyndar svo vel að lyflæknar tala um stórtíðindi þegar þær hafa verið kynntar á alþjóðlegum rástefnum. Sigurður Björnsson, yfirlæknir á lyflækningadeild krabbameina segir niðurstöðurnar hafa vakið svo mikla hrifingu að hann muni ekki eftir öðru eins. Þær konur sem hafi fengið þetta sem viðbót við nýja meðferð hafi verið helmingi líklegri en aðrar til að lifa af. Skráning lyfsins hér á landi, líkt og annars staðar, miðast hins vegar eingöngu við notkun ef krabbameinið hefur breiðst út eða tekið sig upp að nýju og því mætti ætla að þar yrði breyting á. Sigurður segir líklegt að svo verði, með tilliti til þess hve mikilvægar breytingarnar séu. Meðferðin sé dýr, en læknar láti það helst ekki hafa áhrif á sig þegar mælt sé með meðferðarúrræðum. Ársmeðferð með Herceptin kostar á bilinu 2 til 3 milljónir fyrir hvern einstakling og talið er að tveggja ára meðferð með lyfinu gagnist best, svo ljóst er að um verulegar upphæðir er að ræða. Brjóstakrabbamein er sjúkdómur sem konur fá á bestu árum ævinnar, allt niður fyrir þrítugt.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira