Fleiri fréttir Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. 16.10.2005 00:01 500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. 16.10.2005 00:01 Verslun varð að félagsmiðstöð „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eiginkona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk. 16.10.2005 00:01 Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. 15.10.2005 00:01 Skjálftahrina austur af Grímsey Skjálftahrina gengur yfir um fimmtán kílómetra austur af Grímsey. Frá því síðdegis í gær hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu, nokkrir stórir, en sá stærsti mældist 3,7 stig á Richter. 15.10.2005 00:01 Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. 15.10.2005 00:01 Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. 15.10.2005 00:01 Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. 15.10.2005 00:01 Búið að opna Hvalnesskriður Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. 15.10.2005 00:01 Rjúpnaveiði hafin á ný Rjúpnaveiðimenn taka eflaust gleði sína á ný því í dag hófst rjúpnaveiði eftir tveggja ára veiðibann. 15.10.2005 00:01 Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. 15.10.2005 00:01 Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. 15.10.2005 00:01 Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. 15.10.2005 00:01 Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. 15.10.2005 00:01 Hrafn á lokasprettinum í maraþoni Hrafn Jökulsson hefur nú lokið 239 skákum af 250 í maraþontafli sínu sem hann hóf í Kringlunni klukkan níu í gærmorgun. Búist er við að hann ljúki skákunum 250 á næsta klukkutímanum, en hann hafði sett sér það markmið að klára þær á innan við 40 klukkustundum. 15.10.2005 00:01 Vatnsyfirborð nær upp að vegi Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát. 15.10.2005 00:01 Hæsta hlutfall virðisaukaskatts Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst. 15.10.2005 00:01 Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. 15.10.2005 00:01 Ólöglegar rjúpnaskyttur Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda. 15.10.2005 00:01 Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. 15.10.2005 00:01 Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. 15.10.2005 00:01 Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. 15.10.2005 00:01 Stígamót kæra BM ráðgjöf Stígamót hefur lagt fram kæru til lögreglunnar um að nafn Stígamóta hafi verið notað í símastyrktarsöfnun sem ekki var á vegum samtakanna. Úthringingarnar voru á vegum fyrirtækisins BM ráðgjafar, sem sér um söfnun fyrir verkefnið Blátt áfram. Það verkefni er á vegum Ungmennafélags Íslands en ekki á vegum Stígamóta. 15.10.2005 00:01 Jarðskjálftahrina við Grímsey Yfir 230 jarðskjálftar mældust um sextán kílómetrum austur af Grímsey, frá því síðdegis á föstudag og fram undir kvöld í gær. 15.10.2005 00:01 Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. 15.10.2005 00:01 D-listinn með tæp 46 prósent Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 15.10.2005 00:01 Hlýindi um land allt Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi. 15.10.2005 00:01 Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. 15.10.2005 00:01 Tekið út á 2-3 mínútna fresti Færslur á kortareikningi karlmanns sem telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektarstað sýna að tekið hafi verið út af kortinu hans á tveggja og þriggja mínútna fresti. Hann hyggst kæra málið til lögreglu. 15.10.2005 00:01 Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. 15.10.2005 00:01 Fundu töluvert af fíkniefnum Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert. 14.10.2005 00:01 Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda. 14.10.2005 00:01 Engin átök hjá Framsókn <font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font> 14.10.2005 00:01 Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. 14.10.2005 00:01 Hrafn þreyir skákmaraþon <font size="2"> Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, ætlar að þreyja skákmaraþon í Kringlunni í dag og á morgun til að safna fyrir taflsettum handa grunnskólabörnum á Austur-Grænlandi. Hrafn stefnir að því að tefla tvö hundruð og fimmtíu skákir. </font> 14.10.2005 00:01 Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. 14.10.2005 00:01 Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> 14.10.2005 00:01 Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. 14.10.2005 00:01 Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. 14.10.2005 00:01 Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. 14.10.2005 00:01 Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. 14.10.2005 00:01 Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 14.10.2005 00:01 Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 14.10.2005 00:01 Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. 14.10.2005 00:01 SMÍ og FF í hár saman Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara eru komin í hár saman vegna deilna sem verið hafa uppi innan Menntaskólans á Ísafirði. 14.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þorpið fylgir ráðherranum Einar K. Guðfinnsson hélt sína fyrstu ræðu sem sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand hóteli. 16.10.2005 00:01
500 milljarða halli í sjö ár Steingrímur J. Sigfússon vill yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að stjóriðjuframkvæmdir verði stöðvarðar til ársins 2012. Engin höft segir forsætisráðherra. 16.10.2005 00:01
Verslun varð að félagsmiðstöð „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eiginkona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk. 16.10.2005 00:01
Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. 15.10.2005 00:01
Skjálftahrina austur af Grímsey Skjálftahrina gengur yfir um fimmtán kílómetra austur af Grímsey. Frá því síðdegis í gær hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu, nokkrir stórir, en sá stærsti mældist 3,7 stig á Richter. 15.10.2005 00:01
Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. 15.10.2005 00:01
Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. 15.10.2005 00:01
Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. 15.10.2005 00:01
Búið að opna Hvalnesskriður Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. 15.10.2005 00:01
Rjúpnaveiði hafin á ný Rjúpnaveiðimenn taka eflaust gleði sína á ný því í dag hófst rjúpnaveiði eftir tveggja ára veiðibann. 15.10.2005 00:01
Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. 15.10.2005 00:01
Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. 15.10.2005 00:01
Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. 15.10.2005 00:01
Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. 15.10.2005 00:01
Hrafn á lokasprettinum í maraþoni Hrafn Jökulsson hefur nú lokið 239 skákum af 250 í maraþontafli sínu sem hann hóf í Kringlunni klukkan níu í gærmorgun. Búist er við að hann ljúki skákunum 250 á næsta klukkutímanum, en hann hafði sett sér það markmið að klára þær á innan við 40 klukkustundum. 15.10.2005 00:01
Vatnsyfirborð nær upp að vegi Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát. 15.10.2005 00:01
Hæsta hlutfall virðisaukaskatts Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst. 15.10.2005 00:01
Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. 15.10.2005 00:01
Ólöglegar rjúpnaskyttur Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda. 15.10.2005 00:01
Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. 15.10.2005 00:01
Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. 15.10.2005 00:01
Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. 15.10.2005 00:01
Stígamót kæra BM ráðgjöf Stígamót hefur lagt fram kæru til lögreglunnar um að nafn Stígamóta hafi verið notað í símastyrktarsöfnun sem ekki var á vegum samtakanna. Úthringingarnar voru á vegum fyrirtækisins BM ráðgjafar, sem sér um söfnun fyrir verkefnið Blátt áfram. Það verkefni er á vegum Ungmennafélags Íslands en ekki á vegum Stígamóta. 15.10.2005 00:01
Jarðskjálftahrina við Grímsey Yfir 230 jarðskjálftar mældust um sextán kílómetrum austur af Grímsey, frá því síðdegis á föstudag og fram undir kvöld í gær. 15.10.2005 00:01
Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. 15.10.2005 00:01
D-listinn með tæp 46 prósent Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 15.10.2005 00:01
Hlýindi um land allt Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi. 15.10.2005 00:01
Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. 15.10.2005 00:01
Tekið út á 2-3 mínútna fresti Færslur á kortareikningi karlmanns sem telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektarstað sýna að tekið hafi verið út af kortinu hans á tveggja og þriggja mínútna fresti. Hann hyggst kæra málið til lögreglu. 15.10.2005 00:01
Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. 15.10.2005 00:01
Fundu töluvert af fíkniefnum Tveir karlmenn og tvær konur voru handtekinn í íbúð í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi eftir að hópur lögreglumanna og tollvarða, ásamt fíkniefnahundi, fann þar talsvert af fíkniefnum af öllum gerðum sem greinilega voru ætluð til sölu. Lögregla vill ekki gefa upp magnið en segir það vera talsvert. 14.10.2005 00:01
Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda. 14.10.2005 00:01
Engin átök hjá Framsókn <font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font> 14.10.2005 00:01
Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. 14.10.2005 00:01
Hrafn þreyir skákmaraþon <font size="2"> Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, ætlar að þreyja skákmaraþon í Kringlunni í dag og á morgun til að safna fyrir taflsettum handa grunnskólabörnum á Austur-Grænlandi. Hrafn stefnir að því að tefla tvö hundruð og fimmtíu skákir. </font> 14.10.2005 00:01
Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. 14.10.2005 00:01
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> 14.10.2005 00:01
Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. 14.10.2005 00:01
Forðist beina snertingu við fugla Embætti yfirdýralæknis sendi í dag frá sér leiðbeiningar til ferðamanna um það hvernig þeir skuli haga sér á ferðalögum þar sem fuglaflensa geisar og fuglar og alifuglar eru drepnir í stórum stíl. 14.10.2005 00:01
Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. 14.10.2005 00:01
Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. 14.10.2005 00:01
Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 14.10.2005 00:01
Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 14.10.2005 00:01
Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. 14.10.2005 00:01
SMÍ og FF í hár saman Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara eru komin í hár saman vegna deilna sem verið hafa uppi innan Menntaskólans á Ísafirði. 14.10.2005 00:01