Innlent

Dæmt í máli stúlkunnar á mánudag

Íslenska stúlkan sem handtekin var í maí í Lundúnum fyrir að smygla kókaíni í skónum kom fyrir rétt í Lundúnum í gær og fyrradag. Þar sem stúlkan er sautján ára hefur hún verið vistuð á heimili fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í DV í dag. Mál hennar verður dómtekið á mánudag og faðir hennar segir að það séu helmingslíkur á að hún sleppi við refsingu vegna ungs aldurs. Hann segir jafnframt að hún hafi verið burðardýr sem hafi þegið skóna að gjöf frá Ghanamönnum sem hún ferðaðist með til Amsterdam. Íslenska sendiráðið í London hefur fylgst með málinu eins og venjan er en var ekki tilbúið að veita frekari upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×