Fleiri fréttir Fréttin ekki mistök Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök. 29.9.2005 00:01 Hákon Eydal í sextán ára fangelsi Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað. 29.9.2005 00:01 Umræðu ekki lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans. 29.9.2005 00:01 Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. 29.9.2005 00:01 Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. 29.9.2005 00:01 Fatlaðir lyfta á Lækjartorgi Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hefst á Lækjartorgi í dag. Tíu keppendur reyna með sér en íranskir aflraunamenn geta ekki tekið þátt þar sem þeir fengu ekki vegabréfsáritun í tæka tíð. </font /></b /> 29.9.2005 00:01 Skandall á Bifröst Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur áminnt sex nemendur skólans fyrir að halda úti heimasíðu þar sem dreift var óhróðri um aðra nemendur. Heimasíðunni hafði verið haldið úti um nokkurt skeið og bar heitið skandalar. Þar var aðfinna slúður og fleira um aðra nemendur skólans. Upplýsingafulltrúi skólafélagsins á Bifröst var meðal þeirra sem hélt úti síðunni, og sagði hann af sér í kjölfarið á áminningunni. 29.9.2005 00:01 Ójafnrétti í vegasjoppum Feður hafa bersýnilega ekki sömu möguleika og mæður á að skipta um bleiur á börnunum sínum þegar ferðast er um hringveginn. Jafnréttisráð og Félagsvísinda-og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir könnun í sumar um aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingum í söluskálum við hringveginn. 29.9.2005 00:01 Óvíst hvenær Sigrún byrjar "Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hvenær nýr dagskrárstjóri kemur til starfa. Hún kemur að öllum líkindum til með að hefja störf annað hvort 1. nóvember eða 1. desember," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. 29.9.2005 00:01 Ríkið var bótaskylt Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. 29.9.2005 00:01 Fasteignasala greiði bætur Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin. 29.9.2005 00:01 Starfsemi að íslenskri fyrirmynd Barnahús að íslenskri fyrirmynd verður opnað í Linköping í Svíþjóð í dag. Húsið verður opnað með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu Svíadrottningu. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verða viðstaddir athöfnina. 29.9.2005 00:01 Vill þjóðskrána til Ísafjarðar "Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem vill að Hagstofan flytji starfsemi sína til Ísafjarðar. 29.9.2005 00:01 Utanbæjargjald leggst af Sameining takmörkunarsvæða leigubíla á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ tekur gildi á morgun, samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins. Við þetta leggst utanbæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur. 29.9.2005 00:01 Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. 29.9.2005 00:01 Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. 29.9.2005 00:01 Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. 29.9.2005 00:01 Vöktu Þorlákshöfn "Þetta var sérsveit ríkislögreglustjóra sem í daglegu tali er kölluð víkingasveitin," segir Jón F. Bjartmarz, yfirmaður sérsveitarinnar. Kvartanir hafa borist dómsmálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra frá íbúum í Þorlákshöfn um hávaðamengun aðfaranótt þriðjudags frá æfingum víkingasveitarinnar. 29.9.2005 00:01 Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. 29.9.2005 00:01 Milljarðar í aukinn kostnað Vatnsagi og misgengi í jarðlögum hefur tafið borun ganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo og Landsvirkjun semja um viðbótarkostnað vegna verksins. Fyrir dyrum stendur að fylla neðanjarðarhelli af steypu. 29.9.2005 00:01 Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. 29.9.2005 00:01 Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. 29.9.2005 00:01 Sátt um Bílanaustsreit Borgarráð samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á samþykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. 29.9.2005 00:01 Heilu hent Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. 29.9.2005 00:01 Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. 29.9.2005 00:01 Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. 29.9.2005 00:01 Hæstiréttur í Baugsmáli Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. 29.9.2005 00:01 Skýr skilaboð Umboðsmanns Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu. 29.9.2005 00:01 Enn vantar hjúkrunarrými Hjúkrunarheimili með hundrað og tíu rýmum rís í Sogamýrinni á þarnæsta ári. Það hrekkur þó skammt miðað við núverandi biðlista. Heilbrigðisráðherra vill leysa vandann með því að stórbæta heimaþjónustu við aldraða. 29.9.2005 00:01 Kópavogs-kjarasamningur felldur Félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. september. "Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara," segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins. 29.9.2005 00:01 Ekki ráðinn nýr umboðsmaður Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umboðsmaður íslenska hestsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun að líkindum ekki ráða nýjan umboðsmann. Fjármunum verður þá veitt til stofnanna eða félagasamtaka sem vinna að markaðsmálum hestsins. 29.9.2005 00:01 Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. 29.9.2005 00:01 Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. 29.9.2005 00:01 Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. 28.9.2005 00:01 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. 28.9.2005 00:01 Gera við rafmagnsstaura í dag Starfsmenn RARIK á Vesturlandi bíða þess nú að komast upp á Fróðárheiði í birtingu til þess að gera við rafmangnsstaura sem brotnuðu í veðurofsanum á Snæfellsnesi í gærmorgun. Vegna slæmra veðurskilyrða, ísingar og mikillar veðurhæðar reyndist ekki unnt að gera við bilunina í gær. Á meðan er íbúum í Ólafsvík, á Hellisandi og Rifi séð fyrir rafmagni með dísilvélum. 28.9.2005 00:01 Kveiktu í gámum í Eyjum Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar. 28.9.2005 00:01 Dregur úr bjartsýni landsmanna Nokkuð hefur dregið úr bjartsýni landsmanna á þróun efnahagsmála samkvæmt væntingavísitölu Gallup, mánuði eftir að hún mældist hæst síðan farið var að reikna út vísitöluna í mars árið 2001. Einkum hefur dregið úr bjartsýni fólks á hvernig efnahagurinn verður eftir hálft ár og tiltrú fólks á efnahagslífinu. Eftir sem áður eru þó fleiri bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir. 28.9.2005 00:01 Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. 28.9.2005 00:01 Varað við hálku og hálkublettum Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. 28.9.2005 00:01 Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. 28.9.2005 00:01 Þórhallur ráðinn til Sjónvarpsins Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri nýs dægurmálaþáttar í Sjónvarpinu sem hefur haft vinnuheitið Opið hús og verður á dagskrá á eftir kvöldfréttum. Þórhallur, sem hefur unnið við Ísland í dag á Stöð 2 undanfarin misseri, kemur í stað Loga Bergmanns Eiðssonar sem flutti sig yfir á Stöð 2 í gær. 28.9.2005 00:01 Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. 28.9.2005 00:01 Hrossadeyfilyf notað sem dóp Deyfilyf fyrir hross eru nýjasta fíkniefnið í tísku á næturklúbbum Bretlands. Lyfið er mjög ávanabindandi og sífellt fleiri ungmenni þurfa á meðferð að halda eftir að hafa orðið háð því. 28.9.2005 00:01 Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. 28.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fréttin ekki mistök Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök. 29.9.2005 00:01
Hákon Eydal í sextán ára fangelsi Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað. 29.9.2005 00:01
Umræðu ekki lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans. 29.9.2005 00:01
Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. 29.9.2005 00:01
Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. 29.9.2005 00:01
Fatlaðir lyfta á Lækjartorgi Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hefst á Lækjartorgi í dag. Tíu keppendur reyna með sér en íranskir aflraunamenn geta ekki tekið þátt þar sem þeir fengu ekki vegabréfsáritun í tæka tíð. </font /></b /> 29.9.2005 00:01
Skandall á Bifröst Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur áminnt sex nemendur skólans fyrir að halda úti heimasíðu þar sem dreift var óhróðri um aðra nemendur. Heimasíðunni hafði verið haldið úti um nokkurt skeið og bar heitið skandalar. Þar var aðfinna slúður og fleira um aðra nemendur skólans. Upplýsingafulltrúi skólafélagsins á Bifröst var meðal þeirra sem hélt úti síðunni, og sagði hann af sér í kjölfarið á áminningunni. 29.9.2005 00:01
Ójafnrétti í vegasjoppum Feður hafa bersýnilega ekki sömu möguleika og mæður á að skipta um bleiur á börnunum sínum þegar ferðast er um hringveginn. Jafnréttisráð og Félagsvísinda-og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir könnun í sumar um aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingum í söluskálum við hringveginn. 29.9.2005 00:01
Óvíst hvenær Sigrún byrjar "Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hvenær nýr dagskrárstjóri kemur til starfa. Hún kemur að öllum líkindum til með að hefja störf annað hvort 1. nóvember eða 1. desember," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. 29.9.2005 00:01
Ríkið var bótaskylt Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. 29.9.2005 00:01
Fasteignasala greiði bætur Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin. 29.9.2005 00:01
Starfsemi að íslenskri fyrirmynd Barnahús að íslenskri fyrirmynd verður opnað í Linköping í Svíþjóð í dag. Húsið verður opnað með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu Svíadrottningu. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verða viðstaddir athöfnina. 29.9.2005 00:01
Vill þjóðskrána til Ísafjarðar "Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem vill að Hagstofan flytji starfsemi sína til Ísafjarðar. 29.9.2005 00:01
Utanbæjargjald leggst af Sameining takmörkunarsvæða leigubíla á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ tekur gildi á morgun, samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins. Við þetta leggst utanbæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur. 29.9.2005 00:01
Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. 29.9.2005 00:01
Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. 29.9.2005 00:01
Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. 29.9.2005 00:01
Vöktu Þorlákshöfn "Þetta var sérsveit ríkislögreglustjóra sem í daglegu tali er kölluð víkingasveitin," segir Jón F. Bjartmarz, yfirmaður sérsveitarinnar. Kvartanir hafa borist dómsmálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra frá íbúum í Þorlákshöfn um hávaðamengun aðfaranótt þriðjudags frá æfingum víkingasveitarinnar. 29.9.2005 00:01
Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. 29.9.2005 00:01
Milljarðar í aukinn kostnað Vatnsagi og misgengi í jarðlögum hefur tafið borun ganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo og Landsvirkjun semja um viðbótarkostnað vegna verksins. Fyrir dyrum stendur að fylla neðanjarðarhelli af steypu. 29.9.2005 00:01
Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. 29.9.2005 00:01
Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. 29.9.2005 00:01
Sátt um Bílanaustsreit Borgarráð samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á samþykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. 29.9.2005 00:01
Heilu hent Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. 29.9.2005 00:01
Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. 29.9.2005 00:01
Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. 29.9.2005 00:01
Hæstiréttur í Baugsmáli Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. 29.9.2005 00:01
Skýr skilaboð Umboðsmanns Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu. 29.9.2005 00:01
Enn vantar hjúkrunarrými Hjúkrunarheimili með hundrað og tíu rýmum rís í Sogamýrinni á þarnæsta ári. Það hrekkur þó skammt miðað við núverandi biðlista. Heilbrigðisráðherra vill leysa vandann með því að stórbæta heimaþjónustu við aldraða. 29.9.2005 00:01
Kópavogs-kjarasamningur felldur Félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. september. "Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara," segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins. 29.9.2005 00:01
Ekki ráðinn nýr umboðsmaður Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umboðsmaður íslenska hestsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun að líkindum ekki ráða nýjan umboðsmann. Fjármunum verður þá veitt til stofnanna eða félagasamtaka sem vinna að markaðsmálum hestsins. 29.9.2005 00:01
Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. 29.9.2005 00:01
Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. 29.9.2005 00:01
Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. 28.9.2005 00:01
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. 28.9.2005 00:01
Gera við rafmagnsstaura í dag Starfsmenn RARIK á Vesturlandi bíða þess nú að komast upp á Fróðárheiði í birtingu til þess að gera við rafmangnsstaura sem brotnuðu í veðurofsanum á Snæfellsnesi í gærmorgun. Vegna slæmra veðurskilyrða, ísingar og mikillar veðurhæðar reyndist ekki unnt að gera við bilunina í gær. Á meðan er íbúum í Ólafsvík, á Hellisandi og Rifi séð fyrir rafmagni með dísilvélum. 28.9.2005 00:01
Kveiktu í gámum í Eyjum Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar. 28.9.2005 00:01
Dregur úr bjartsýni landsmanna Nokkuð hefur dregið úr bjartsýni landsmanna á þróun efnahagsmála samkvæmt væntingavísitölu Gallup, mánuði eftir að hún mældist hæst síðan farið var að reikna út vísitöluna í mars árið 2001. Einkum hefur dregið úr bjartsýni fólks á hvernig efnahagurinn verður eftir hálft ár og tiltrú fólks á efnahagslífinu. Eftir sem áður eru þó fleiri bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir. 28.9.2005 00:01
Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. 28.9.2005 00:01
Varað við hálku og hálkublettum Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. 28.9.2005 00:01
Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. 28.9.2005 00:01
Þórhallur ráðinn til Sjónvarpsins Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri nýs dægurmálaþáttar í Sjónvarpinu sem hefur haft vinnuheitið Opið hús og verður á dagskrá á eftir kvöldfréttum. Þórhallur, sem hefur unnið við Ísland í dag á Stöð 2 undanfarin misseri, kemur í stað Loga Bergmanns Eiðssonar sem flutti sig yfir á Stöð 2 í gær. 28.9.2005 00:01
Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. 28.9.2005 00:01
Hrossadeyfilyf notað sem dóp Deyfilyf fyrir hross eru nýjasta fíkniefnið í tísku á næturklúbbum Bretlands. Lyfið er mjög ávanabindandi og sífellt fleiri ungmenni þurfa á meðferð að halda eftir að hafa orðið háð því. 28.9.2005 00:01
Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. 28.9.2005 00:01