Fleiri fréttir Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. 28.9.2005 00:01 Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. 28.9.2005 00:01 Tafir á umferð í Svínadal Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn. 28.9.2005 00:01 Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. 28.9.2005 00:01 Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. 28.9.2005 00:01 Skortur á skiptiborðum á salernum Einungis einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta kemur fram í könnun sem Jafnréttisráð og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu að á nýliðnu sumri. 28.9.2005 00:01 Fordæmir vinnubrögð lögreglu Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. 28.9.2005 00:01 Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. 28.9.2005 00:01 Ketamín einnig notað hér á landi Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík 28.9.2005 00:01 Þórir ráðinn varafréttastjóri Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. 28.9.2005 00:01 Hótelherbergjum fjölgar um 38% Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Þar vegur þyngst 400 herbergja fimm stjörnu hótel sem gert er ráð fyrir að opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið. 28.9.2005 00:01 Kornakrar fallnir víða um land Kornakrar féllu víðast á Norðurlandi og nokkuð á Vesturlandi í hretinu síðustu daga. Bændur stefna þó að því að reyna að þreskja það fyrir því, þó það taki mun meiri tíma. Tíðarfarið hefur verið erfitt fyrir kornbændur í þessum landshlutum í sumar. 28.9.2005 00:01 Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. 28.9.2005 00:01 Ágreiningur á Álftanesi Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn. 28.9.2005 00:01 Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." 28.9.2005 00:01 Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. 28.9.2005 00:01 Þurfti ekki aðstoð Morgunblaðsins Jón Gerald Sullenberger segist hafa haft efni á því að greiða fyrir þýðingu á skjali sem Morgunblaðið þýddi fyrir hann ókeypis. Hann hafi ekki þurft á fjárhagslegri aðstoð Morgunblaðsins að halda. 28.9.2005 00:01 Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. 28.9.2005 00:01 Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. 28.9.2005 00:01 Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. 28.9.2005 00:01 Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. 28.9.2005 00:01 Fullbrúklegir hlutir látnir liggja Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja. 28.9.2005 00:01 Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. 28.9.2005 00:01 Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. 28.9.2005 00:01 Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. 28.9.2005 00:01 Enn vantar starfsfólk Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld. 28.9.2005 00:01 Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. 28.9.2005 00:01 Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. 28.9.2005 00:01 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. 28.9.2005 00:01 Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. 28.9.2005 00:01 Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. 27.9.2005 00:01 Hafi greitt Jóni 120 milljónir Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni að því er Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em>, upplýsir í grein um málið i blaðinu í dag. 27.9.2005 00:01 Stúlka sem leitað var að fundin Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun. 27.9.2005 00:01 Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. 27.9.2005 00:01 Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. 27.9.2005 00:01 Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. 27.9.2005 00:01 Skutu fjölmörgum eldflaugum á Gasa Ísraelskar orustuþotur skutu tugum eldflauga á Gasaströndina í morgun með þeim afleiðingum að fjölmargar byggingar, brýr og vegir eyðilögðust. Ekki er enn vitað hversu margir féllu í árásunum. 27.9.2005 00:01 Snjór farinn á láglendi á Akureyri Grenjandi rigning hefur verið á Akureyri í nótt og er snjór nú horfinn á láglendi en er enn í fjallshlíðum, meðal annars í Hlíðarfjalli. Þar hefur snjórinn valdið töfum á uppsetningu snjóframleiðslutækja, sem eiga að tryggja að nægilegur skíðasnjór verði í fjallinu þegar það verður opnað skíðafólki 3. desember. 27.9.2005 00:01 Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. 27.9.2005 00:01 Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. 27.9.2005 00:01 Flutningabíll valt við Rauðavatn Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl. 27.9.2005 00:01 Óveður á Snæfellsnesi Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði þar sem jafjnframt er krap á vegi. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er ófært á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Það er verið að moka Klettsháls en þar er bálhvasst. Eins er verið að opna norður í Árneshrepp. 27.9.2005 00:01 Einn talinn af eftir sjóslys Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu. 27.9.2005 00:01 Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. 27.9.2005 00:01 Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnslaust er nú í Ólafsvík, á Rifi og Hellissandi eftir að rafmagn fór af Staðarsveitarlínu, Laugagerðislínu og 66 kV línunni Vegamót - Ólafsvík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Í tilkynningu frá RARIK á Vesturlandi kemur fram að dísilvélar hafi verið gangstettar í Ólafsvík og þar sem álag er mikið á kerfið er fólk beðið að fara sparlega með rafmagn til þess að ekki þurfi að skammta rafmagn. 27.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. 28.9.2005 00:01
Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. 28.9.2005 00:01
Tafir á umferð í Svínadal Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn. 28.9.2005 00:01
Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. 28.9.2005 00:01
Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. 28.9.2005 00:01
Skortur á skiptiborðum á salernum Einungis einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta kemur fram í könnun sem Jafnréttisráð og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu að á nýliðnu sumri. 28.9.2005 00:01
Fordæmir vinnubrögð lögreglu Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. 28.9.2005 00:01
Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. 28.9.2005 00:01
Ketamín einnig notað hér á landi Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík 28.9.2005 00:01
Þórir ráðinn varafréttastjóri Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. 28.9.2005 00:01
Hótelherbergjum fjölgar um 38% Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Þar vegur þyngst 400 herbergja fimm stjörnu hótel sem gert er ráð fyrir að opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið. 28.9.2005 00:01
Kornakrar fallnir víða um land Kornakrar féllu víðast á Norðurlandi og nokkuð á Vesturlandi í hretinu síðustu daga. Bændur stefna þó að því að reyna að þreskja það fyrir því, þó það taki mun meiri tíma. Tíðarfarið hefur verið erfitt fyrir kornbændur í þessum landshlutum í sumar. 28.9.2005 00:01
Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. 28.9.2005 00:01
Ágreiningur á Álftanesi Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn. 28.9.2005 00:01
Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." 28.9.2005 00:01
Krefur ráðuneytið um upplýsingar Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. 28.9.2005 00:01
Þurfti ekki aðstoð Morgunblaðsins Jón Gerald Sullenberger segist hafa haft efni á því að greiða fyrir þýðingu á skjali sem Morgunblaðið þýddi fyrir hann ókeypis. Hann hafi ekki þurft á fjárhagslegri aðstoð Morgunblaðsins að halda. 28.9.2005 00:01
Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. 28.9.2005 00:01
Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. 28.9.2005 00:01
Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. 28.9.2005 00:01
Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. 28.9.2005 00:01
Fullbrúklegir hlutir látnir liggja Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja. 28.9.2005 00:01
Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. 28.9.2005 00:01
Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. 28.9.2005 00:01
Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. 28.9.2005 00:01
Enn vantar starfsfólk Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld. 28.9.2005 00:01
Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. 28.9.2005 00:01
Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. 28.9.2005 00:01
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. 28.9.2005 00:01
Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. 28.9.2005 00:01
Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. 27.9.2005 00:01
Hafi greitt Jóni 120 milljónir Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni að því er Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em>, upplýsir í grein um málið i blaðinu í dag. 27.9.2005 00:01
Stúlka sem leitað var að fundin Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun. 27.9.2005 00:01
Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. 27.9.2005 00:01
Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. 27.9.2005 00:01
Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. 27.9.2005 00:01
Skutu fjölmörgum eldflaugum á Gasa Ísraelskar orustuþotur skutu tugum eldflauga á Gasaströndina í morgun með þeim afleiðingum að fjölmargar byggingar, brýr og vegir eyðilögðust. Ekki er enn vitað hversu margir féllu í árásunum. 27.9.2005 00:01
Snjór farinn á láglendi á Akureyri Grenjandi rigning hefur verið á Akureyri í nótt og er snjór nú horfinn á láglendi en er enn í fjallshlíðum, meðal annars í Hlíðarfjalli. Þar hefur snjórinn valdið töfum á uppsetningu snjóframleiðslutækja, sem eiga að tryggja að nægilegur skíðasnjór verði í fjallinu þegar það verður opnað skíðafólki 3. desember. 27.9.2005 00:01
Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. 27.9.2005 00:01
Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. 27.9.2005 00:01
Flutningabíll valt við Rauðavatn Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl. 27.9.2005 00:01
Óveður á Snæfellsnesi Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði þar sem jafjnframt er krap á vegi. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er ófært á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Það er verið að moka Klettsháls en þar er bálhvasst. Eins er verið að opna norður í Árneshrepp. 27.9.2005 00:01
Einn talinn af eftir sjóslys Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu. 27.9.2005 00:01
Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. 27.9.2005 00:01
Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnslaust er nú í Ólafsvík, á Rifi og Hellissandi eftir að rafmagn fór af Staðarsveitarlínu, Laugagerðislínu og 66 kV línunni Vegamót - Ólafsvík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Í tilkynningu frá RARIK á Vesturlandi kemur fram að dísilvélar hafi verið gangstettar í Ólafsvík og þar sem álag er mikið á kerfið er fólk beðið að fara sparlega með rafmagn til þess að ekki þurfi að skammta rafmagn. 27.9.2005 00:01