Fleiri fréttir

14 ára ráðherradómi Davíðs lýkur

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum klukkan tvö í dag markar endalok á fjórtán ára ráðherradómi Davíðs Oddssonar og pólitískum ferli sem spannar áratugi. Ráðherraskipti verða í þremur ráðuneytum.

Aksturskilyrði slæm víða um land

Stór fjárflutningabíll fauk út af veginum og valt á hliðina í Svínadal í Dölum í morgun og ekki vildi betur til en svo að lögreglubíll, sem kom á vettvang, fauk líka út af veginum. Vegagerðin og veðurstofan vara við viðsjárverðum akstursskilyrðum víða um land í dag.

Verkfalli afstýrt á Akranesi

Verkfalli starfsmanna Akranesbæjar, sem boðað var á mánudag, var afstýrt í gær þegar fulltrúar Starfsmannafélags Akraness og Launanefnd sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn færir félagsmönnum 22 prósenta launahækkun á samningstímanum og er afturvirkur frá 1. júní síðastliðnum. Atkvæði verða greidd um samninginn í næstu viku, en verði hann felldur hefst verkfall 9. október.

Segir fjölmiðla Baugs misnotaða

Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun.

Uppsagnir vegna sparnaðar

Vestmannaeyjabær skuldar fimm milljarða króna. Bæjaryfirvöld ætla að spara 65 milljónir króna árlega með því að leggja niður stofnanir og segja upp sex til tíu starfsmönnum.

Átta milljarðar fyrir borun

Orkuveita Reykjavíkur verður að öllum líkindum að greiða um átta milljarða króna fyrir borun háhitaholna auk annara borana við fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Tilboð voru opnuð í dag. Jarðboranir buðust til að vinna verkið fyrir 7,8 milljarða króna en Íslenskir aðalverktakar og Ístak fyrir 8,3 milljarða.

Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri

Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn.

Enn óveður á vestanverðu landinu

Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar.

Mótmælir aðkomu ríkis og borgar

Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð.

Sigríður Dúna verður sendiherra

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku.

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni.

Guðmundur Páll verður bæjarstjóri

Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Akraness og forseti bæjarstjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra af Gísla Gíslasyni og gegnir því út kjörtímabilið sem rennur út í vor. Skessuhorn segir á heimasíðu sinni að bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, hafi komist að samkomulagi um þetta.

Logi Bergmann ráðinn til 365

Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Logi Bergmann verður einn af aðallesurum kvöldfrétta 365 ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur. Hann mun einnig byggja upp og stjórna nýjum þáttum hjá 365. Það eru því litlar líkur á að Logi muni stýra Opnu húsi, nýjum dægurmálaþætti hjá Ríkissjónvarpinu, sem hefur göngu sína í næsta mánuði.

Ný lögreglustöð í Mjóddinni

Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað.

Baugur borgaði Jóni Gerald

Stjórnarformaður Baugs, segir að fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins um 120 milljóna króna greiðslur Baugs til Jóns Geralds og einkaspæjaranna, séu óhróður. Aðalatriði málsins sé að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið að leggja á ráðin um hvernig hrinda mætti lögreglurannsókn af stað. </font /></b />

Íslenskur langferðabíll verður til

Ari Arnórsson og samstarfsmenn hans eru að leggja lokahönd á smíði 20 manna rútu sem er sérhönnuð fyrir íslenska vegi. Bíllinn nefnist Ísar R2 og er ætlunin að hefja raðsmíði á honum á komandi árum. </font /></b />

Davíð kveður þakklátur

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær.

Undrandi og hneykslaður

"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga.

Segir fjölmiðla Baugs misnotaða

Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru.

Man ekki hvort hún sendi bréfið

Jónína Benediktsdóttir hótaði Jóhannesi Jónssyni í Bónus að birta viðkvæmar upplýsingar um hann, léti hann hana ekki hafa tugi milljóna króna og Audi-bifreið. Jónína segist ekki muna hvort hún hafi sent bréfið.

Auðvelt að komast í tölvupóst

Umræðan upp á síðkastið hefur öðrum þræði fjallað um hvernig Fréttablaðið komst yfir tölvupóstsamskipti um aðdraganda Baugsmálsins. Hægt er að beita ýmsum aðferðum til að komast yfir tölvupóst annarra og svo virðist sem ekki þurfi neina sérþekkingu til.

Davíð hættur sem ráðherra

Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag.

Frækileg björgun

Landhelgisgæslan bjargaði í morgun manni í sjávarháska af skútu á milli Íslands og Grænlands. Félagi mannsins féll útbyrðis og er talinn af.

Álver í Helguvík fyrir 2015

Gangi allt eftir, verður nýtt tvöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álver reist í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleiðsla gæti hafist eftir fimm til tíu ár.

Bíða eigenda sinna árum saman

Allsnægtasamfélagið Ísland tekur á sig ýmsar myndir og ekki allar jafnfagrar. Skuggahliðarnar er meðal annars að finna í fatahreinsunum og hjá skósmiðum.

Biðraðir vegna lóða í Kópavogi

"Það hefur verið mikil umferð hjá okkur bæði í gær og í dag. Raunverulega hefur verið biðröð hér síðan hálf níu í morgun og alveg þangað til fresturinn rann út klukkan þrjú," segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi.

Foreldrar skiptast á að gæta barna

Foreldrar í Grafarvogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum á leikskólum er lokað dag og dag í senn, og dæmi eru um að foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn á sama leikskóla missi tvo eða fleiri daga í viku hverri úr vinnu.

Logi til Stöðvar 2

"Já, ég er hættur," segir Logi Bergmann Eiðsson. Logi segist ekki vita hvenar hann hefur störf á Stöð 2, en það verði á næstunni.

Samfylking missir mann

"Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Sigríður Dúna til Afríku

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta embættisverk að skipa tvo nýja sendiherra í gær. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Kristján Andri Stefánsson hafi verið skipaður sendiherra frá 1. október.

Þjóðskrá ratar heim

Meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í gær var flutningur þjóðskrár frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis. Það var Davíð Oddsson, sem þangað til í gær gegndi embætti hagstofuráðherra sem viðraði málið.

Þvert á vilja bæjarbúa

Aðstandendur verkefnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfallnir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eimskips á hafnarsvæðinu.

Liggur undir skemmdum

Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í.

Bærinn gæti komið til bjargar

Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, telur að til greina komi að Akureyrarbær komi að rekstri slippstöðvar á Akureyri ef eigendum Slippstöðvarinnar tekst ekki að bjarga félaginu frá gjaldþroti en greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar rennur út 4. október.

Skipsbrotsmanni bjargað

Einum manni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en annar er talinn látinn, eftir að bandarísk skúta lenti í hafsnauð í gærnótt.

Bolli endurkjörinn formaður

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, og hans fylgismenn fengu tíu menn kjörna af ellefu í kosningum til stjórnar Heimdallar sem lauk í kvöld. 

Kært í þriðjungi nauðgunarmála

Mikill munur er á fjölda niðurfellinga í kynferðisbrotamálum annars vegar og líkamsárásum hins vegar. Saksóknari ákærir í ríflega 90 prósent líkamsárásamála en aðeins 29,9 prósent kynferðisbrotamála.

Fagna eindregið

"Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði

Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar.

Efni og vog gerð upptæk

Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Braut rúður í átta bílum

Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar.

Dægurtexti í meintu hótunarbréfi

Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003.

Kærir vegna tölvupósts

Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvupósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins.

Kannar hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum ritstjóra Morgunblaðsins

Baugur mun kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenberger, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Einnig hvort aðrir tengist þessum hópi, leynt eða ljóst, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu sem Baugur Gruop sendi frá sér í kvöld. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að félagið muni meta réttarstöðu sína í sambandi við meiðyrði í þess garð og forsvarsmanna þess, og þá einnig í tengslum við skaðabótamál sem félagið hefur hafið undirbúning að.

Sjá næstu 50 fréttir