Fleiri fréttir

Stofna íbúasamtök við Laugardal

Íbúar í hverfunum sem liggja að Laugardal hyggjast stofna íbúasamtök sem hafa það að meginverkefni að fylgjast með undirbúningi að lagningu Sundabrautar. Forvígismenn að stofnun íbúasamtakanna segja ljóst að Sundabraut hafi töluverk rask í för með sér fyrir íbúa í Voga-, Langholts- og Laugarneshverfum enda fátítt að þjóðvegir séu lagðir þvert á gróin íbúahverfi.

Óveður á Vestfjörðum

Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum auk þess sem ófært er á nokkrum stöðum. Óveður er á Klettshálsi þar sem jafnframt er ófært vegna snjóa og eins er óveður og hálka á Gemlufallsheiði. Þá er ófært á Hrafnseyrarheiði og eins á Eyrarfjalli. Á Suðurlandi er krapi á vegi frá Kirkjubæjarklaustri og vestur fyrir Vík í Mýrdal.

Áhugi á tungumálum minnkar eilítið

Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig.

Varað við ferðum á Sandskeiði

Lögreglan í Reykjavík varar við ferðum á Sandskeiði vegna slæms veðurs. Einkum er mælst til þess að ekki sé farið þar um á vanbúnum bílum. Á Sandskeiði er skyggni nánast ekkert, mikið hvassviðri og hálka.

Nokkur óhöpp vegna illviðriðs

Slæm akstursskilyrði hafa verið á Hellisheiði og í Svínahrauni í morgun vegna krapa, hálku og hvassviðris. Bifreið fór út af og valt við Litlu-kaffistofuna, en ekki er vitað til að þar hafi orðið slys á fólki. Þá fór lítil fólksflutningabifreið út af veginum rétt ofan við Kamba. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni og slasaðist einn lítils háttar.

Ýjar að því að hafa gögn um Baug

Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega.

Hafi sent gögn til Styrmis

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag.

Álag á netþjóna

Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum..

Veður þegar orðið vont víða

Nú þegar er veðrið orðið vont í nokkrum landshlutum og því er spáð að mjög hvasst geti orðið í hviðum víða um land síðar í dag.

Hafi bréf yfir kröfur Jónínu

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona segist hafa undir höndum bréf frá Jónínu Benediktsdóttur til Jóhannesar Jónssonar, þar sem Jónína útlistar hvað hún vilji fá frá Jóhannesi eftir að þau slitu samvistum.

Styrmir ræðir við starfsmenn

Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Vill opinbera rannsókn á Baugsmáli

Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill opinbera rannsókn á Baugsmálinu. Hún segir frávísun Héraðsdóms á ákærunni í málinu og fréttir síðustu daga um bréfaskipti áhrifamanna hafa skapað efasemdir meðal almennings um heilindi valda- og áhrifamanna sem verði vart eytt nema með rannsókn.

Útlit fyrir stormviðri

Útlit er fyrir stormviðri á norðvestanverðu og suðaustanverðu landinu síðar í dag með sterkum vindhviðum víða um land. Þannig er varað við að storm geti gert undir Vatnajökli, á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og á fjallvegum á Vestfjörðum.

Gögnin máttu fara til fjölmiðla

Jón Gerald Sullenberger segist hafa viljað að gögn um mál sitt gegn Baugi kæmust í fjölmiðla og kveðst ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari Gunnlaugssyni tölvupóst þar sem hann heimilaði lögmanninum að áframsenda Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn um mál sitt.

Allt með vitund Jóns Geralds

Jón Gerald Sullenberger segir að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi aldrei tekið neinar ákvarðanir varðandi mál sitt gegn Baugi, án fullrar vitundar og samþykkis Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum rétt í þessu.

Skyrslettumálið tekið fyrir

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot þegar þau slettu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar.

Styrmir nýtur trausts starfsfólks

Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins segir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra blaðsins, njóta óskoraðs trausts starfsfólks Morgunblaðsins í tengslum við Baugsmálið og aðdraganda þess. Tveggja tíma löngum fundi Styrmis með starfsfólki sínu lauk nú fyrir stundu.

Stærsta jarðvarmahitaveita heims

Fyrirhugað er að reisa sem til verður í heiminum í borginni Xianyang í Kína með þátttöku Íslendinga. Kínversk sendinefnd er nú í heimsókn á Íslandi til að kynna sér nýtingu jarðhita.

Mál Auðar Laxness tekið fyrir

Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku.

Lýst eftir 17 ára stúlku

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eftir Söndru Baldursdóttur, til heimilis að Blöndubakka í Reykjavík. Sandra er fædd árið 1988. Hún er um einn og sextíu á hæð, ljóshærð með axlarsítt hár, er brúneygð og grannvaxin. Ekkert hefur spurst til Söndru síðan 10. september.

Síðasti fulli vinnudagur Davíðs

Dagurinn í dag er síðasti fulli vinnudagur Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra. Á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar þar sem Davíð mun segja af sér ráðherradómi og Geir H. Haarde tekur við embætti utanríkisráðherra.

Og Vodafone óskar eftir rannsókn

Og Vodafone hefur óskað eftir því að Póst- og fjarskiptastofnun rannsaki alvarlegar ásakanir sem bornar hafa verið á fyrirtækið þess efnis að fyrirtækið hafi lekið tölvupósti viðskiptavina sinna.

Aðrar leiðir verði kannaðar

Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir.

Óvíst um fjölda dómara

Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu.

Beindi Jónínu til yfirvalda

Jónína Benediktsdóttir sagðist ætla að birta gögn frá Jóni Geraldi Sullenberger um Baug ef hún fengi ekki greiðslur sem hún taldi sig eiga inni hjá Baugi. Tryggvi Jónsson hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. </font /></b />

Yfirlýsing stangast á við viðtal

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Jón Steinar Gunnlaugsson, þá lögmaður Jóns Geralds Sullenberger í Baugsmálinu, hefði sent Styrmi Gunnarssyni gögn um málið án vitundar eða samþykkis Jóns Geralds. Jón Gerald staðfesti það í viðtali við Fréttablaðið, sunnudaginn 26. september, eins og fram kemur hér að neðan. 

Jón Gerald hitti einkaspæjarann

Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Jaxlinn seldur úr landi

"Við erum ekki í neinni uppgjöf. Það hefur sýnt sig að það eru forsendur fyrir því að halda úti strandflutningum hér á landi og nú er þetta bara spurning um að hafa úthald," segir Ragnar Traustason, tannlæknir og útgerðarmaður Jaxlsins.

Notkunin Vísis tvöfaldaðist

"Um það bil þrjátíu þúsund notendur reyndu að fara samtímis inn á vefinn visir.is í hádeginu í gær," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu Vísis.

Arnþrúður treysti sér ekki

"Það var bara svolítið persónulegt sem kom upp á sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki í þá einbeitingu sem þarf til þess að vera í beinni útsendingu," segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu.

Vonast eftir refsilækkun

Mál Hákonar Eydals, sem banaði fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, Sri Rahmawati í fyrrasumar, var flutt í Hæstarétti í gær. Dóms er að vænta innan tíðar.

Hótaði, barði og skar konu

Rúmlega fertugur karlmaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar tekið var fyrir heimilisofbeldismál á hendur honum. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konu frelsi sínu með því að halda henni fanginni á heimili sínu frá því klukkan fimm að morgni sunnudagsins 19. september í fyrra til klukkan tíu þegar henni tókst að komast út.

Rannsókn enn í gangi

Enn stendur yfir rannsókn lögreglu á slysi sem varð á Viðeyjarsundi tíunda þessa mánaðar þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri með þeim afleiðingum að tvö fórust. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði ekkert nýtt að frétta af rannsókninni, en þó hyllti nú undir lok hennar. Hann bjóst við að mál tækju að skýrast þegar nær drægi vikulokum.

Krefjast bæði sýknu af húsbroti

Arna Ösp Magnúsardóttir sem ákærð er fyrir eignaspjöll og húsbrot á hótel Nordica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Yrði nefndin óháð?

Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum.

Aftur fjallað um Halldór

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti.

Íkveikjur í rannsókn

Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar í rannsókn lögreglu í Reykjavík á íkveikjum í höfuðborginni fyrstu helgina í september. Þá er grunur um íkveikju á að minnsta kosti fjórum stöðum í borginni, þar af tvisvar á sama stað með sólarhrings millibili í skemmu við Fiskislóð.

Sakir aðeins fyrndar að hluta

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar.

Styrmir svarar

Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída.

Hæfur til ritstjórnar

Á tveggja klukkustunda fundi í gær gerði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins starfsmönnum blaðsins grein fyrir afskiptum sínum af Baugsmálinu og afstöðu sinni til upplýsinga sem Fréttablaðið hefur birt undanfarna daga um meðferð hans á gögnum sem málinu tengjast. 

Hádegisverður blásinn af

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því.

Breytingar í ríkisstjórninni

Davíð Oddsson utanríkisráðherra lætur af embætti á ríkisráðsfundi, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð, en hann hefur verið ráðinn seðlabankastjóri til næstu sjö ára og tekur við því embætti 20. október næstkomandi. 

Ísland er einkabílasamfélag

Auka á gjaldtöku fyrir bílastæði í borginni, dreifa vinnutíma fólks og ekki á að stækka vegakerfið frekar. Verkfræðingar, sem hafa skoðað samgöngur í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi, segja að þetta myndi stórbæta umferðarmenningu í borginni.

Lögreglan á margt eftir ólært

Atli Gíslason lögmaður, telur yfirlýsingu lögreglunnar í Reykjavík vegna nauðgunarmáls sem aldrei var ákært í, sýna að lögreglan eigi margt eftir ólært í rannsóknum á kynferðisbrotamálum. Í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum í Reykjavík segir að lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa hópnauðgun sem framin var um verslunarmannahelgina árið 2002.

Taka 70 töflur af parkódíni á dag

Neysla parkódíns hér á landi er margfalt meiri en í Danmörku. Lyfin verða tekin úr lausasölu hér vegna misnotkunar. Fleiri og fleiri leita sér aðstoðar vegna lyfjaneyslunnar.

Sjá næstu 50 fréttir