Innlent

Stofna íbúasamtök við Laugardal

Íbúar í hverfunum sem liggja að Laugardal hyggjast stofna íbúasamtök sem hafa það að meginverkefni að fylgjast með undirbúningi að lagningu Sundabrautar. Forvígismenn að stofnun íbúasamtakanna segja ljóst að Sundabraut hafi töluverk rask í för með sér fyrir íbúa í Voga-, Langholts- og Laugarneshverfum enda fátítt að þjóðvegir séu lagðir þvert á gróin íbúahverfi. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í félagsheimili Þróttar í Laugardal annað kvöld klukkan tuttugu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×