Innlent

Notkunin Vísis tvöfaldaðist

"Um það bil þrjátíu þúsund notendur reyndu að fara samtímis inn á vefinn visir.is í hádeginu í gær," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu Vísis. Þorsteinn segir að vélbúnaður hafi ekki annað þessari eftirspurn, en vélum hafi verið bætt við og nú eigi vefurinn að þola meiri aðsókn en áður. Þorsteinn segir mikil viðbrögð hafa verið á vefnum við nýjustu fréttum og pistlum. "Í gærmorgun varð tvöföldun á notkun vefsins," segir Þorsteinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×