Innlent

Stærsta jarðvarmahitaveita heims

Fyrirhugað er að reisa stærstu jarðvarmahitaveita sem til verður í heiminum í borginni Xianyang í Kína með þátttöku Íslendinga. Fyrirtækin Shanxi CGCO Energy Development Construction Co. Ltd., Xianyang City Investment Co. og Enex-Kína munu undirrita rammasamning um jarðvarmavæðinguna í Kína í dag. Sendinefnd á vegum fyrirtækjanna tveggja og Xianyangborgar er í heimsókn á Íslandi til að kynna sér nýtingu jarðhita. Heimsóknin er í framhaldi af undirritun samkomulags um undirbúning verkefnisins sem fram fór í Peking í maí sl. Samningurinn miðar að því að ramma formlega inn samstarf fyrirtækjanna um byggingu nýrrar jarðvarmahitaveitu í Xianyang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×