Fleiri fréttir

Ráðning Davíðs til skammar

Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra.

Þjófar gripnir glóðvolgir

Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins.

Beit konu í baugfingur

Ákvörðun um refsingu rétt tæplega 26 ára gamallar konu var í gær frestað í Héraðsdómi Vestfjarða, en hún hafði verið kærð fyrir líkamsárás. Haldi konan skilorð í tvö ár fellur refsingin niður.

Mátti berja mann

Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins.

Sluppu vel úr árekstri í Njarðvík

Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfararnótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru ökumenn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg.

Franskur ferðamaður fannst látinn

Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk.

Réttargeðdeildin á Sogni yfirfull

Nýjasta vistmanninum á Sogni í Ölfusi var fundinn staður í herbergi sem annars er notað fyrir heimsóknir, kennslu og viðtöl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Ráðuneytið hefur til þessa ekki heimilað stækkun réttargeðdeildarinnar.

Kjötmjöl unnið í Flóanum á ný

Sorpstöð Suðurlands hættir að taka við sláturúrgangi til urðunar á mánudaginn. Þá hefst aftur rekstur kjötmjölsverksmiðju í Hraungerðishreppi, en hærra móttökugjald á að tryggja reksturinn. Forstjóri SS segir samkeppnisgrundvöll skekktan.

Dyggasti aðdáandi konu sinnar

"Þetta er í þriðja skipti sem ég er hér á landi og alltaf er ég jafnhrifinn af landi og þjóð. Hér hefur fólkið tekið okkur hjónakornum afar vel enda eru Íslendingar gestrisnir og hafa opnað fyrir okkur heimili sín og hjörtu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát."

Sóknarbörn kæra til biskups

Sóknarbörn í Garðasókn kærðu í síðustu viku til biskups brota á fundarsköpum á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var 30. ágúst síðastliðinn. Krefjast þau þess að fundurinn verði dæmdur ólögmætur.

20 prósenta launahækkun

Nýr kjarasamningur tryggir félagsmönnum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, tuttugu prósenta launahækkun á samningstímanum. Samningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. febrúar.

Óku ölvaðir af dansleik

Tvær bílveltur urðu á Vesturlandsvegi með stuttu millibili í fyrrinótt skammt sunnan við Bifröst en þar var haldinn dansleikur umrædda nótt. Báðir ökumennirnir eru grunaðir um ölvun við akstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir mjög skemmdir eða ónýtir að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Fyrr um nóttina hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem hafði fengið sér neðan í því.

Syntu frá Skrúði

Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af.

Framboð til kosninga í Reykjavík

Mun fleiri hafa tilkynnt um framboð í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor en í prófkjör hjá öðrum flokkum. Prófkjör flokksins verður þó ekki haldið fyrr en 4. og 5. nóvember. Kosning á lista hefur verið bindandi hljóti menn 50 prósent atkvæða í það sæti.

Svifryk vandamál í Reykjavík

Svifryk er vandamál í Reykjavík eins og í öðrum borgum Evrópu að því er fram kom á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um helgina. Síðasta vetur þurfti tvisvar að senda út viðvörun til öndunarfærasjúklinga vegna svifryksmengunar í Reykjavík.

Alfreð hræðist ekki Önnu

Anna Kristinsdóttir stefnir að fyrsta sætinu á lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. Alfreð Þorsteinsson, núverandi oddviti framsóknarmanna, segir Önnu þegar hafa reynt að sigra sig einu sinni og henni sé guðvelkomið að reyna það aftur.

Reiðilestur við Háskóla Íslands

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar hélt í hádeginu reiðilestur við Háskóla Íslands. Hann telur Háskóla Íslands ekki hafa hugað að geðheilbrigði stúdenta sinna, auk þess sem svo ómanneskjulega sé víða tekið á móti nýnemum að fjölmargir brotni undan álaginu og veikist hreinlega á geði.

Dæmdur í gæsluvarðhaldi

Sá sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu í ágúst var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals og hylmingu. Maðurinn er tuttugu og þriggja ára og hefur töluverðan sakaferil að baki.

Pallbílar og jeppar innkallaðir

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla ákveðnar gerðir pallbíla og jeppa, vegna mögulegs leka á hemlavökva inn í bremsurofa, sem getur valdið tæringu og ofhitnun. Ford hafði áður innkallað árgerð 2000 af þessum bílum en hefur nú ákveðið að innköllunin skuli ná til árgerða 1994-2002.

Þyrla leitar fransks ferðamanns

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað í dag í leit að Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við ættingja sína í Frakklandi þann 23. ágúst og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi.

Truflanir á símkerfum hjá Vegagerð

Vegna vinnu í dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur verður rafmagnslaust í kvöld og nótt í aðalstöðvum Vegagerðannir í Reykjavík. Rafmagnsleysið veldur truflunum á tölvu- og símkerfum Vegagerðarinnar um allt land.

Fjölgun háskólanema mest á Íslandi

Í vefriti Menntamálaráðuneytisins kemur fram að Evrópulönd verja að meðaltali 5,1% vergrar landsframleiðslu sinnar til menntamála. En hlutfall Íslands er umtalsvert hærra eða 6,5%.

Fjölgar í varaformannslagnum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ákvað nú fyrir stundu að bjóða sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans.

Litríkasti pólitíkus síðustu ára

"Það eru óneitanlega tímamót þegar litríkasti stjórnmálamaður síðasta áratugar kveður völlinn," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um brotthvarf Davíðs Oddssonar af stjórnmálasviðinu.

Harka og ósveigjanleiki

Sársaukafull sameining tveggja spítala. Talsverð harka yfirstjórnar og ósveigjanleiki lækna í andófi. Þetta telur sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss geta verið áhrifavalda í þeim deilum sem uppi eru á spítalanum. </font /></b />

Vaxtabætur skipta máli

Greiðslubyrði ungra hjóna sem kaupa þriggja herbergja íbúð í dag er meiri en ef þau hefðu keypt íbúðina í ársbyrjun 2004 segir á vef Alþýðusambands Íslands. Þetta skýrist af gríðarlegum hækkunum á íbúðarhúsnæði og gerir talsvert meira en að vega upp ávinninginn af lækkun vaxta á síðasta ári.

Vilja stöðva framkvæmdir

Landvernd krefst þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir á svæðinu vestan Urriðavatns þar framkvæmdaaðilar hafa hafa ekki tilskilin leyfi. Umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir eru hafnar undir því yfirskyni að verið sé að kanna jarðveg. Svæðið býr yfir náttúrufari sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum.

Seðlabankinn óháður stjórnmálum

Skipan Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra hefur vakið misjöfn viðbrögð. Sumir segja að Seðlabankastjóri þurfi að hafa sérstaka þekkingu á efnahagsmálum. Aðrir segja starfið list. Allir eru þó sammála um að Seðlabankinn þurfi að vera óháður stjórnmálunum. </font /></b />

Hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að haldin verði alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins geti orðið allt að 80-100 milljónir króna.

Mótmælti fyrirhuguðum vegaskatti

Á fundi borgarráðs í dag lagði Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-listans, fram svohljóðandi tillögu: "Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi."

Dró sér sautján milljónir

Í fyrradag var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða ákæra á hendur Ingimar Halldórssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmar 17 milljónir króna af reikningi sambandsins.

Ásókn í lóðir á Grundarfirði

"Á síðustu vikum hefur bara orðið sprenging í umsóknum fyrir byggingalóðir á Grundarfirði," segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri en hátt í tuttugu umsóknir hafa borist á skömmum tíma. Hún segir að íbúðarverð fari hækkandi í bænum en skortur hefur verið á lóðum undanfarin ár.

Styttir leiðina til Ísafjarðar

"Við fögnum því að stjórnvöld skuli ætla að verja einum og hálfum milljarði til vegagerðar á Vestfjörðum," segir Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ um þá ráðagerð sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag vegna ágóðans af sölu Símans.

Góður dagur fyrir íslensku þjóðina

"Þetta er góður dagur fyrir alla íslensku þjóðina og sérstaklega þá sem starfa innan Landhelgisgæslunar," sagði Georg Lárusson, forstjóri Landshelgisgæslunnar, en í gær tilkynnti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, formlega um þriggja milljarða króna fjárstyrk til handa Gæslunni.

Fella átti úrskurð í febrúar

Frestur umhverfisráðherra til að fella úrskurð vegna þriggja kæra á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar átti að renna út í febrúar. Viðamikið og óvenjulega flókið mál segir aðstoðarmaður ráðherra.

Tekur ekki þátt í prófkjöri VG

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Alþjóðleg samkeppni haldin

Haldin verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans. Reiknað er með að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samkeppninnar geti orðið allt að hundrað milljónir.  

Varnarsamningurinn ræddur

Annar fundur fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófst í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist vilja Bandaríkjamenn draga úr umsvifum hersins hér á landi með tilliti til breyttra öryggishagsmuna á norðanverðu Atlantshafi.

Enginn áfellisdómur

"Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Þorleifur í prófkjör

Þorleifur Gunnlaugsson dúkalagningameistari hefur ákveðið að gefa kost á sér í forval vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninga á næsta ári. Hann segist stefna að þriðja til fjórða sæti listans.

Gerir lítið úr rangfærslum

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, gerir lítið úr rangfærslu í Íslenskum samtíðarmönnum um að Gísli Marteinn Baldursson hafi lokið BA-prófi og segir hana engu skipta. Engar reglur eru til í Háskóla Íslands um viðbrögð, þegar nemendur hans lýsa því ranglega yfir að þeir hafi lokið háskólaprófi.

Fleiri Íslenskir gestir

Gistinóttum á íslenskum hótelum í júlímánuði fjölgaði um þrjú prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Umboðsmaður á leik

Embætti umboðsmanns alþingis ákveður brátt hvernig brugðist verður við skriflegum ábendingum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að taka þátt í sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins svonefnda.

Þorgerður í varaformannsslag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í næsta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir