Innlent

Fjölgun háskólanema mest á Íslandi

Í vefriti Menntamálaráðuneytisins kemur fram að Evrópulönd verja að meðaltali 5,1% vergrar landsframleiðslu sinnar til menntamála. En hlutfall Íslands er umtalsvert hærra eða 6,5%. Þar kemur einnig fram að ung börn í Evrópulöndunum sækja í vaxandi mæli leikskóla og að meðaltali sóttu rúm 87% barna í ESB löndunum leikskóla árin 2001-2002. Á Íslandi sóttu þá rúm 93% fjögurra ára barna leikskóla. Ísland var einnig eitt þeirra landa þar sem fjölgun háskólastúdent var hvað mest eða 43% en meðaltalið í ESB löndunum 25 var 16%. Á sama tíma og hlutfallslega færri Íslendingar á aldrinum 20-24 hafa lokið háskólanámi en jafnaldrar í ESB ríkjunum. Á Íslandi er hlutfallið innan við 60% en í ESB ríkjunum er það yfir 75%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×