Innlent

Alþjóðleg samkeppni haldin

Haldin verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans. Keppnisfyrirkomulag og val á dómnefnd verður ákveðin í samráði við Arkitektafélag Íslands. Reiknað er með að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samkeppninnar geti orðið allt að hundrað milljónir. Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, lét bóka að hann teldi ótímabært að efna til hugmyndasamkeppni sem þessari fyrr en aðrir valkostir um staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið fullkannaðar. Sjálfstæðismenn héldu uppi svipuðum rökum á borgarstjórnarfundi á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×