Innlent

Þyrla leitar fransks ferðamanns

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað í dag í leit að Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við ættingja sína í Frakklandi þann 23. ágúst og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi. Christian er 175 cm á hæð, grannvaxinn, skolhærður með brún augu. Ekki er vitað um klæðaburð. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Christians eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×