Innlent

Hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að haldin verði alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins geti orðið allt að 80-100 milljónir króna. Ólafur F. Magnússon, sem sat fundinn bókaði mótmæli þar sem hann sagðist telja ótímabært að efna til hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið fyrr en aðrir valkostir um staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið fullkannaðir. Taldi hann þessi vinnubrögð bjóða þeirri hættu heim að flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×