Innlent

Vilja stöðva framkvæmdir

Landvernd krefst þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir á svæðinu vestan Urriðavatns þar framkvæmdaaðilar hafa hafa ekki tilskilin leyfi. Umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir eru hafnar undir því yfirskyni að verið sé að kanna jarðveg. Svæðið býr yfir náttúrufari sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum. Enn hefur ekki verið úrskurðað í álitamálum sem tengjast breytingum á skipulagi svæðisins. Þegar fulltrúar Landverndar kynntu sér framkvæmdir á svæðinu kom ljós að þær eiga ekkert skylt við jarðvegsrannsóknir. Um umtalsverðar framkvæmdir er að ræða þar sem fjöldi jarðýta, vélgrafa og vörubíla eru að umturna hrauni og votlendi. Um er að ræða umfangsmiklar óafturkræfar framkvæmdir á stóru svæði. Hér er um beinar jarðvegsframkvæmdir að ræða sem ekki eru heimilar nema að byggingarleyfi hafi verið gefið út að uppfylltum lagaskilyrðum. Slíkt leyfi hefur ekki verið gefið út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×