Innlent

Dró sér sautján milljónir

Í fyrradag var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða ákæra á hendur Ingimar Halldórssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmar 17 milljónir króna af reikningi sambandsins. Í ákærunni segir að Ingimar hafi millifært 106 sinnum af reikningi sambandsins og yfir á eigin reikning og reikninga annara, en nýtt sér þá sjálfur. Einnig er honum gefið að sök að hafa greitt fyrir vörur og þjónustu með fjármunum sambandsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Ingimar endurgreitt Fjórðungssambandinu alla fjárhæðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×