Fleiri fréttir

Rændu apótek og pítsustað

"Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær.

Fannst á Langjökli

Þýski ferðamaðurinn sem leitað var á Langjökli á laugardag fannst á hábungi jökulsins tuttugu mínútur í tíu í fyrrakvöld. Hann fann til eymsla í baki og fennt hafði yfir tjald hans og annan búnað og sendi því út neyðarboð.

Vatn Eyjabakka virkjað

Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni.

Mávar til vandræða

Mávar virðast hafa hertekið Seltjörnina á Seltjarnaresi. Þar hefur vanalega verið að finna litríkt fuglalíf en þessa dagana er litadýrðin lítil og fátt annað en svartir og hvítir mávar sjást þar á sveimi.

R-listinn gæti sprungið í dag

Það getur ráðið úrslitum um framtíð Reykjavíkurlistans hvaða tillögur Samfylkingin leggur fram á viðræðufundi aðildarflokkanna í dag. Fari fulltrúar hennar fram á fleiri sæti en boðið hefur verið getur það þýtt endalok listans. </font />

42 skot í Reykjavíkurhöfn

Rússneski tundurspillirinn Admiral Levtsjenko kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tundurspillirinn skaut 21 púðurskoti til heiðurs íslensku þjóðinni við komuna til hafnar og varðskipið Týr, sem lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn, svaraði í sömu mynt.

Sjálfstæðisflokkkur með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga samkvæmt nýrri Gallup könnun. Niðurstöður hennar gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,2 prósent atkvæða, R-listinn 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag.

Mjótt á mununum í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups.  Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn.  Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent.

Fylgisbreytingin eru tíðindi

<font face="Helv"> </font>Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt.

Fíknefni finnast í Herjólfi

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók tvítugan mann með fíkniefni í fórum sínum við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í gærkvöldi þar sem lögregla viðhafði reglubundið eftirlit. Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni með aðstoð fíkniefnaleitarhunds.

Stígamót gera athugasemd við dóm

Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Magnús játaði að hafa kyrkt Sæunni með þvottasnúru. Við málsmeðferð kom fram að erfiðleikar voru í hjónabandi þeirra. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði vísað á bug frásögn Magnúsar um að Sæunn hafi skýrt honum frá kynferðislegum samskiptum sínum við aðra menn, og lýst þeim í smáatriðum.

Engin hrossakaup um málskotsrétt

Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, telur sig bundinn af samþykkt landsfundar flokksins um málskotsrétt forseta Íslands.

Versta vikan í viðskiptum

Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað.

Óánægja með stjórnarhætti

"Ég treysti mér einfaldlega ekki lengur til að starfa við núverandi stjórnarhætti hjá félaginu," segir Inga Jóna Þórðardóttir sem gaf skýringu á úrsögn sinni úr stjórn FL-group á hluthafafundi félagsins sem haldinn var á Nordica hótel í gær.

Jón Ásgeir ýjar að samsæri

Tímasetning á ákærunum er afskaplega undarleg segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali sem birtist í Sunday Times á morgun.  Hann segist þar ætla að bíða með frekari stórviðskipti uns hann hafi sannað sakleysi sitt.

Leitað á Langjökli

Björgunarsveitir úr Árnessýslu og frá Borgarfirði voru sendar út í gær til að leita þýsks ferðamanns sem fór fótgangandi á Langjökul. Neyðarskeyti barst frá manninum skömmu eftir hádegi í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað en mjög þungbúið var á jöklinum og því ógjörningur að lenda þar. Voru þá björgunarsveitirnar sendar út.

Handtekinn í Herjólfi

Tvítugur farþegi var handtekinn með mikið magn fíkniefna við komu Herjólfs til Vestmannaeyja klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Við leit í bifreið hans fundust 400 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. Efnin voru falin undir mælaborði, milli sæta og í farangursrými bifreiðarinnar.

Stjórnarformaður FL fær ádrepu

Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, sakaði Hannes Smárason stjórnarformann um að virða hvorki starfsreglur né samþykktir félagsins á hluthafafundi í dag. Þrír stjórnarmenn sögðu af sér í lok júní og þrír aðrir seldu allan hlut sinn í félaginu og hurfu á braut.

Erlendir fangar á Íslandi

Náin tengsl skapast milli erlendra og íslenskra fanga þegar þeir sitja saman í fangelsum landsins. Skiptar skoðanir eru um hvort eigi að aðskilja þá eins og gert er í Finnlandi. Á Litla Hrauni sitja allir helstu glæpamenn landsins og innan um eru erlendir glæpamenn, sem hafa verið dæmdir af íslensku réttarkerfi fyrir fíkniefnainnflutning, fjársvik, mansal og aðra glæpi.

Landspítali hyggst áfrýja

Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið.

Ágreiningur um vandræðagang

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga.

Veislan er að hefjast

Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið.  Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum.

Hefndin má ekki ná undirtökum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í London. Hann segir að hefndin megi ekki ná undirtökum í kjölfar atburðanna í London í morgun.

Þjappar þjóðum saman

Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkin í London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á lýðræðisleg gildi hins frjálsa heims. Hann segir að þessi atburður muni þjappa þjóðum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Ekki vitað um afdrif 20 Íslendinga

Ekki er vitað til þess að neinn Íslendingur hafi slasast í árásunum í morgun. Utanríkisráðuneytið setti þegar í morgun upp miðstöð til að miðla upplýsingum um afdrif Íslendinga. Síðdegis hafði ekki tekist að ná sambandi við yfir tuttugu Íslendinga sem staddir eru í London.

Ekki gripið til öryggisráðstafana

Ekki hefur verið gripið til sérstakra öryggisráðstafana hérlendis í dag vegna atburðanna í London. Dómsmálaráðherra segir að öryggiskerfi landsins hafi verið styrkt á undanförnum misserum.

Mikilvægasta viðskiptamiðstöðin

Yfir tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Þá er talið að annar eins fjöldi íslenskra ferðamanna geti verið staddur í borginni en hún er langmikilvægasta viðskiptamiðstöð Íslendinga erlendis.

Akureyringar ánægðir

Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar.

Vilja jarðstreng á Reykjanes

Náttúrverndarsamtök Íslands krefjast þess að Hitaveita Suðurnesja leggi jarðstreng frá Reykjanesvirkjun í stað háspennulínu eins og hitaveitan áformar.  Samtökin hafa sent skipulagsstofnun umsögn varðandi áform hitaveitunnar þar sem háspennulínunni er mótmælt. 

Hálendisvegir orðnir færir

Hálendisvegirnir eru loks orðnir færir, sem er nokkru seinna en undanfarin ár vegna kuldakastsins í vor. Þessi seinkun er til komin vegna þess að klaki hvarf seint úr jörðu því það er ekki fyrr en hann er horfinn og farið þorna að óhætt er ða hleypa umferð á þessa vegi, sem eru ekkert undirbyggðir.

Tvö lömb drápust

Tvö lömb drápust þegar þau hlupu fyrir bíl á Siglufjarðarvegi síðdegis í gær og minnstu munaði að ökumaður missti stjórn á bílnum eftir áreksturinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Viðræður um varnarsamstarf í bið

Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna sem lauk í Washington í gær, skiluðu ekki þeim árangri sem íslensk stjórnvöld vonuðust eftir. Engin niðurstaða fékkst á fundum sendinefndar á vegum íslenskra stjórnvalda og bandarískra embættismanna.

Olívuerð hækkar enn

Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font />

Vinnubrögð benda á al-Qaeda

Talsmenn lögreglunnar í Lundúnum segja nú að hryðjuverkin bera ummerki þess að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi verið að verki, og hryðjuverkasérfræðingar taka í sama streng. Eftirfarandi ummerki og vinnubrögð benda öll til þess: einföld skotmörk eða svokölluð mjúk skotmörk, tímasetning árásanna á meðan fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims stendur og frumstæð og ódýr tækni.

Trassaskapur sýslumanna

Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála, sem kemur sakborningum til góða í vægari refsingu en ella. Nýjasta dæmið er frá því í fyrradag þegar Héraðsdómur Reykjaness setti ofan í við sýslumann í Keflavík því sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk.

Útgerðarmaður sýknaður

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað fyrrverandi útgerðarmann í Nirði ehf, af ákæru Ríkislögreglustjóra um fjársvik upp á liðlega fjörutíu milljónir króna.

Þristurinn í heiðurssæti

Gamla landgræðsluvélin, Þristurinn, er í sérstöku heiðurssæti á flugsýningu í Bretlandi um helgina. Vélinni verður flogið yfir svæðið á bæði laugardag og sunnudag og verður hún ein í loftinu yfir svæðinu og þykir það mikill heiður.

Launadeila á Suðurnesjum

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar á mánudag þar sem reyna á að leysa deilu félaganna. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni, en deiluaðilar hafa ekki fundað frá því kjarasamningur féll úr gildi þann 31. mars síðastliðinn.

Farþegum fjölgar

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 12 prósent í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 193 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 217 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10 prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúmlega 21 prósent.

Veðurstofan varar við hvassviðri

Húsbíll fauk á hliðina skammt frá Hólmavík í morgun en þar er nú mjög hvasst og varar lögreglan á Hólmavík ökumenn á húsbílum eða með fellihýsi við að vera þar á ferð. Þessa stundina er mjög hvasst á norðanverðu landinu og hálendinu. Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á miðhálendinu fram eftir degi, en reiknað er með veðrið gangi niður í kvöld og í nótt.

Níu ára fangelsi fyrir manndráp

Magnús Einarsson var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni  á heimili þeirra að Hamraborg 38 í Kópavogi þann fyrsta nóvember síðastliðinn. Magnús brá þvottasnúru um háls eiginkonu sinnar og herti að með þeim afleiðingum að hún lést vegna kyrkingar.

Þrír handteknir í Leifsstöð

Bandarískur karlmaður af filippískum ættum var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 21. júlí þar sem hann er grunaður um að hafa ætlað að smygla tveimur kínverjum, konu og karli til Bandaríkjanna. Kínverjarnir voru með fölsuð japönsk skilríki en fylgdarmaðurinn er með bandarískt vegabréf.

Hættulegt birgðahald í heimahúsum

"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið.

Skora á stjórnvöld

Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu.

Gengið á tinda Norðurlanda

Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku.

Sjá næstu 50 fréttir