Fleiri fréttir

Íbúðalánasjóður selur fjölda eigna

Íbúðalánasjóður hefur selt fjölda íbúða úr eigin eigu það sem af er ári og á í dag 64 íbúðir. Fyrir nokkru átti sjóðurinn 27 íbúðir í Vestmannaeyjum en eftir söluátak seldust níu þeirra. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs rekur ástæðurnar til betra ástands og bjartsýni í þjóðfélaginu. </font /></b />

Hvetja R-listann til að hætta

"Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður Höfuðborgarsamtakana. "Þessar þreyfingar um uppstillingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skynsemi," bætir hann við.

Íslandsdagar í Japan

Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram á sérstökum þjóðardegi Íslands sem efnt verður til í borginni Chiryu í Japan 15. júlí næstkomandi. Hápunktur dagskránnar er eflaust flutningur á tónverkinu Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur en Sjón ljáði verkinu ljóð. Skólakór Kársness, Kammerkór Skálholts ljá verkinu rödd auk tónskáldins sjálfs.

Níu ára fangelsi fyrir manndráp

Magnús Einarsson var dæmdur í 9 ára fangelsi í dag fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Atburðurinn átti sér stað á heimili hjónanna í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Magnús brá þvottasnúru um háls konu sinnar og þrengdi að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar.

G8 ráðherrar ósammála

Leiðtogar helstu iðnríkja heims kynntu niðurstöður fundar síns í Gleneagles í Skotlandi, sem lauk í dag. Ákveðið var að tvöfalda fjárframlög til Afríkuríkja. Á það má líta sem áfangasigur, ólíkt því sem gerðist með umbætur í umhverfismálum. Þar virðast leiðtogarnir seint ætla að verða sammála.

Foreldrum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og Þóru Fischer kvensjúkdómalækni til að greiða hjónum 7,6 milljónir króna í bætur vegna missis sonar þeirra, sem lést á kvennadeild Landspítalans fyrir tæpum þremur árum, fjórum dögum eftir fæðingu.

Varnarsamningur enn á umræðustigi

Fyrstu umferð viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamningsins, lauk í Washington í gær án nokkurs teljandi árangurs. Þrátt fyrir það er undirbúningur vegna fyrirhugaðra breytinga á Keflvíkurstöðinni þegar hafinn. Tíu manna sendinefnd þriggja íslenskra ráðuneyta gerði grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar á fundum með Bandaríkjamönnum í vikunni.

Fjölmiðlar óánægðir með stjórnvöld

Vegna tregðu enskra stjórnvalda til að gefa upp dánartölur greindu franskir fjölmiðlar á undan þeim bresku frá því að fjöldi látinna væri yfir fimmtíu. Þeir fengu upplýsingarnar frá frönskum ráðherra.

Litill árangur en annar fundur

Árangur af viðræðum um framtíð varnarsamningsins urðu minni en íslensk stjórnvöld væntu, en fyrsta fundi um málið lauk í Washington fyrir helgina. Ákveðið er að næstu fundur verði hér á landi í september.

Ósætti um sameiningu

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform.

Vítisenglar á Íslandi

Lögregluyfirvöld staðfesta að Vítisenglar hafi náð hlutdeild á fíkniefnamarkaðnum á Íslandi og lögreglan segir jafnframt að erlendir glæpamenn komi reglulega við sögu hjá lögreglunni, sem er viðbúin frekari starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka á Íslandi.

Sprungur á Norðlingaholti

Ein af stóru jarðskjálftasprungunum, sem ganga í gegnum Rauðavatn og Norðlingaholt, er nú vel sýnileg. Hún er það breið að nær væri að kalla gjá. Lægðin í landslaginu upp af Rauðavatni norðaustanverðu er í raun ein sprungan. Hún liggur síðan undir Suðurlandsveginn og áfram í gegnum nýbyggingasvæðið á Norðlingaholti.

Í gæsluvarðhaldi fram í ágúst

Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur litháenskum karlmönnum, 55 og 27 ára gömlum, sem reyndu að smygla um fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu 30. júní síðastliðinn.

Austurbær verður gerður upp

Austurbær við Snorrabraut í Reykjavík hefur skipt um eigendur. Til stendur að gera húsið upp jafnt að utan sem innan. Í húsinu verður áfram menningar- og tónleikastaður. Borgin hugleiðir breytt skipulag til að leysa bílastæðavanda við húsið.

Dæmdur í níu ára fangelsi

Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni.

Hnífjafnt í borginni

Samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn helming atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Reykjavíkurlistinn fengi 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent. Munur á stóru framboðunum er innan skekkjumarka.

Þriggja bíla árekstur í Keflavík

Laust eftir klukkan fimm, síðdegis í dag, varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki við áreksturinn en bílarnir, tveir jeppar og fólksbíll, voru allir óökufærir á eftir.

Héraðsverk bauð lægst í veginn

Tíu fyrirtæki skiluðu tilboðum í gerð malarvegs inn með austurströnd væntanlegs Hálslóns við Kárahnjúka, frá gatnamótum á Kárahnjúkavegi sunnan Sandfells að Litlu-Sauðá inn undir Brúarjökli. Vegurinn verður um 18 kílómetra langur.

Enn sett ofan í við sýslumann

Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála. Nú síðast setur Héraðsdómur Reykjaness ofan í við Sýslumann í Keflavík þar sem sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk.

Rafmagnslaust á Grandanum

Rafmagnslaust varð á Grandanum og hluta af Tryggvagötu og Hafnarstræti upp úr klukkan þrjú í nótt og stóð í tæpa klukkustund. Bilun varð í háspennuvirki og smátruflana gætti víðar í Vesturbænum þótt rafmagn færi þar ekki alveg af.

Þrír handteknir fyrir innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun þrjá pilta á aldrinum 14 til 17 ára á bíl á Hringbrautinni eftir að þeir höfðu brotist inn í blómabúð við Hagamel. Vitni að því gátu vísað á piltana.

Ráðuneytið opnar upplýsingasíma

Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna þar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að sín fyrsta hugsun sé samúð með vinaþjóð Íslendinga, Bretum, en jafnframt að kanna hvort Íslendingar hafi skaðast.

Bankastarfsmenn heilir á höldnu

Fjölmargir Íslendingar búa og starfa í London. Þar á meðal eru á fimmta tug starfsmanna Landsbankans. Búið er að hafa uppi á þeim öllum að sögn talsmanns bankans.

Samtökin sem lýstu ábyrgð á hendur

Samtökin sem lýst hafa ábyrgð á hendur sér vegna árásanna í London eru ekki áður ókunn, eins og fullyrt hefur verið af sérfræðingum.

Ánægð með Ólympíuleikana

Ánægja greip um sig meðal starfsfólks og viðskiptavina Söluturnsins London í Austurstræti í Reykjavík þegar spurðist að Ólympíuleikarnir verði haldnir í stórborginni London á Englandi árið 2012.

Leifsstöð brýtur samkeppnislög

"Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Lennon og McCartney Bíldudals

Blómlegt menningarlíf á Bíldudal í Arnarfirði hefur vakið landsathygli enda virðist sem bærinn geti státað af fleiri listamönnum en önnur þorp á landinu. </font /></b />

Sýni samstöðu með fórnarlömbum

Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í Lundúnum,og standa vörð um mannréttindi. Er fólk hvatt til að taka með sér kerti og tendra þau.

Kirkjur verði opnaðar í kvöld

Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, bendir þeim tilmælum til presta að þeir, eftir því sem því verður við komið, opni kirkjur sínar klukkan 18 í kvöld til að taka þar á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum atburðanna í London í morgun. 

Tugir breyttu ferðaáætlun

Ekki varð röskun á áætlunarflugi Icelandair og Iceland Express milli Keflavíkur og Lundúna í gær. Vélar beggja félaga lentu þar um hádegisbil og héldu til Íslands á ný klukkan eitt.

Enn ekki náðst í 20 Íslendinga

Ekki hefur enn tekist að ná í rúmlega tuttugu Íslendinga, sem talið er að séu í Lundúnum, en hjá utanríkisráðuneytinu er verið að reyna að hafa uppi á þeim að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra.

Fréttamönnum fækkað á RÚV

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fréttamönnum fækkað hjá Ríkisútvarpinu vegna niðurskurðar á seinni helmingi ársins. Hjá fréttastofu útvarps verður fækkað um einn í ritstjórn bæði Spegilsins og Morgunvaktarinnar, en nú eru þrír fréttamenn í ritstjórn hvors þáttar. Ekki á hins vegar að stytta þættina.

Annmarkar á málsmeðferð

Umboðsmaður Alþingis telur að verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkissaksóknara þegar hann staðfesti ákvörðun lögreglu um að rannsókn kærumáls yrði hætt.

Lítið um pestir hjá börnum

Heilsufar barna hefur verið með betra móti enn sem komið er í sumar en það er töluverð breyting frá fyrri hluta ársins. "Okkur finnst sumarið alls ekki hafa farið illa af stað og heilsufar barna er með betra móti ef eitthvað er," segir Atli Árnason, yfirlæknir á heilsugæslunni í Grafarvogi.

Taxtahækkanir yfirvofandi

Hækkanir á töxtum leigu- og sendibifreiða standa fyrir dyrum eftir breytingar þær sem urðu á olíugjaldinu þann fyrsta júlí síðastliðinn. Hafa breytingar í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir þær starfsstéttir og reyndar fleiri.

Hefur ekki áhrif á flug

Sprengingarnar í Lundúnum hafa ekki áhrif á áætlunarflug Icelandair og Iceland Express. Hundruð Íslendinga eiga pantaða ferð með flugfélögunum til og frá Lundúnum í dag.

Öryggisgæsla hert í Leifsstöð

"Það er ekki hægt að segja að viðbúnaður hér hafi verið aukinn en það var skerpt á allri öryggisgæslu í kjölfar hryðjuverkanna í London," sagði Jóhann R. Benediktsson, Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.

Björgunarskip kallað út

Björgunarskipið Húnbjörg var kallað út ásamt Björgunarsveit Skagastrandar rúmlega fjögur í dag vegna trillu sem strandað hafði við Skagaströnd. Skipið var komið úr höfn nokkrum mínútum eftir útkallið og klukkan fimm var björgunarskipið komið á vettvang og bjargaði manninum frá borði.

Taka árás með stillingu

"Það er sérkennilegt að vera hér," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem stödd er í London. "Það er mikil þögn yfir borginni og nánast engir bílar á ferli."

Lýðræðisleg öfl hljóta að sigra

"Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir fordæmum þessi grimmilegu hryðjuverk sem beinast gagnvart saklausum borgurum," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Vilja listamiðstöð á Laugarvatni

"Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndir okkar um að hús Héraðsskólans á Laugarvatni verði gert að alþjóðlegri listamiðstöð," segir Alda Sigurðardóttir en hún fer fyrir hópi fólks sem hefur þetta að baráttumáli.

Spyr um launamál borgarinnar

"Ég vildi einfaldlega fá úr því skorið hvort laun þeirra sem nú eru titlaðir sem sviðstjórar hafi hækkað verulega við stjórnkerfisbreytingarnar þó svo að ábyrgðin eða umsvifin hafi ekki aukist í flestum tilfellum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Bænastund í Dómkirkjunni

Boðað var til bænastundar í Dómkirkjunni klukkan átta í gærkvöldi vegna atburðanna í London. "Með þessu viljum við sýna vinarþjóð okkar samstöðu og þá sérstaklega fórnarlömbum þar í landi og ættingjum þeirra," segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur.

Fánar í hálfa stöng í gær

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samúðarskeyti til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í gærmorgun.

Forsetinn vottar samúð sína

"Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í London," segir í skeyti sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sendi í gær til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Elísabetar Bretadrottningar.

Sjá næstu 50 fréttir